Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.11.2012, Blaðsíða 22
 | 4 FLOKKSVAL | Samfylkingin í Reykjavík ANNA MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR 3.-4. SÆTI Ást og ábyrgð BJÖRK VILHELMSDÓTTIR 3.-4. SÆTIARNAR GUÐMUNDSSON 4.-5. SÆTI Ákveðin til verka Anna Margrét hefur góða þekkingu á atvinnumálum og hefur barist fyrir aðild Íslands að ESB. Hún rekur eigið ráðgjafar- fyrirtæki, er varaþingmaður og gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samfylk- inguna. www.annamargret.is. facebook/AnnaMargretGudjons Baráttunni fyrir betra samfélagi er langtfrá því lokið. Aðild að Evrópusamband-inu og kraftmikil atvinnuþróun eru meðal mikilvægustu verkefna næstu ára. Valkostur við stóriðjustefnu Atvinnumál eru velferðarmál. Það varðar vel- ferð okkar allra hvers konar störf eru í boði nú og í framtíðinni. Ég vil beina kröftum mínum að því að efla lítil og meðalstór fyrirtæki. Stefna stjórnvalda á að beinast að því að styrkja þessi fyrirtæki, bæta starfsumhverfi þeirra og aðstoða þau við að þróa nýjar vörur og þjónustu. Þá þarf að búa betur í haginn fyrir ungt fólk, frumkvöðla og einyrkja og auðvelda þeim að skapa sér atvinnutækifæri. Þetta er atvinnustefna sem skapar gjaldeyristekjur og virðisaukandi störf fyrir fólk um allt land, í sátt við umhverfið - og ágóðinn af þeim störfum fer ekki úr landi! Þjóð meðal þjóða Aðild að Evrópusambandinu snýst um lífskjör, stöðugleika í efnahagsmálum og þróun sam- félagsins. Það skiptir máli að húskaupendur geti tekið lán með lágum vöxtum og án verð- tryggingar; þannig má bæta hag heimilanna og minnka skuldir þeirra. Það skiptir máli að unga fólkið geti sótt nám til Evrópu og vilji snúa aftur heim. Það skiptir máli fyrir fyrirtækin í landinu og byggðaþróun að hafa aðgang að mörkuðum, tengslaneti, og stöðugu rekstrarumhverfi. Góð- ur samningur við Evrópusambandið mun hafa jákvæð áhrif á lífskjör á Íslandi líkt og í öðrum Evrópuríkjum. Munum: Byggjum stoðir atvinnulífsins á auðlindum þekkingar og náttúru Virkjum sköpunarkraftinn – gefum fólki kost á að skapa sinn eigin starfsvettvang Styrkjum litlu og meðalstóru fyrirtækin í útflutningi og öflun gjaldeyristekna Eflum menntun og nýsköpun svo að til verði verðmæt störf Vinnum að ESB-aðild; hún snýst um lífskjör okkar Verum þjóð meðal þjóða! Arnar Guðmundsson formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna. Aðstoðarmaður iðnaðarráðherra 2009-2011 og fjármálaráð- herra frá nóv. 2012. Stýrði auðlindastefnu- nefnd forsætisráðherra og atvinnumálanefnd Samfylkingar 2010-2012. Sjá: http://arnar.posterous.com/ Aukin fjárfesting og nýsköpun í atvinnu-lífinu er forsenda þess að við getum bætt lífskjör án þess að lenda á ný í vítahring skuldasöfnunar. Mikilvægast er að við sköpum öllum greinum heilbrigðan rekstrargrundvöll með opnu samfélagi og samkeppni. Styrkur jafnaðarmanna mun ráðast af því að orð og gerðir fari saman í atvinnu- og auðlindamálum. Samkeppni og opnun gegn fákeppni Atvinnustefna jafnaðarmanna fær stuðning í greiningum alþjóðlegra aðila s.s. McKinsey. Veik- leiki atvinnulífsins er ásókn í arð sem myndast í skjóli aðstöðu með krónu sem samkeppnishindr- un. Fákeppni í lykilþjónustu auk úthlutunar á aðstöðu til að innheimta auðlindaarð af sam- eiginlegum auðlindum, breiðir yfir lága fram- leiðni og skapar þau óheilbrigðu tengsl viðskipta- lífs og stjórnmála sem ollu hruninu. Stefna jafnaðarmanna er að verja almanna- hagsmuni með gagnsæjum leikreglum, brjóta upp fákeppni, opna samfélagið fyrir samkeppni og fjárfestingum með ESB aðild, efla nýsköpun og alþjóðageirann og skipta auðlindaarðinum með heildstæðri auðlindastefnu á forsendum sjálf- bærrar þróunar. Andstaðan er óvægin. Við þurf- um á öllum okkar styrk að halda á þessu sviði. Leið jafnaðarmanna Undanfarin ár hef ég leitt mótun heildstæðrar auðlindastefnu fyrir Ísland, komið að undir- búningi fyrstu stefnumótunar stjórnvalda um beinar erlendar fjárfestingar og orkustefnu fyrir Ísland. Þá hef ég unnið við erlendar fjárfestingar og atvinnuþróun undir merkjum Íslandsstofu, Fjárfestingarstofu, Útflutningsráðs og Aflvaka, atvinnuþróunarfélags Reykjavíkur. Nú óska ég stuðnings ykkar til að fylgja stefnumótuninni eftir. Áherslumál: Vaxtarleið jafnaðarmanna í atvinnumálum byggir á virkjun hugvits og menntun Opnum samfélagið og eflum fjár- festingu með stefnu á ESB aðild og upptöku evru Innleiðum heilbrigða samkeppni í stað fákeppni og blokkamyndunar Þjóðin fái hlutdeild í auðlinda- arðinum til eflingar atvinnulífs Rétt greining á rótum hrunsins er forsenda enduruppbyggingar Ég er fyrst og fremst velferðarkerling. Með því að óska eftir stuðningi í 3. – 4. sætið býð ég mig fram til að vera talsmaður Samfylkingarinnar í velferðarmálum, enda tel ég mig hafa reynslu, þekkingu og þor til að gera það með sóma. Við jafnaðarfólk viljum jafna lífskjör og gefa öllum tækifæri. Þess vegna er ég í Samfylkingunni. Við erum umburðar- lynd, alþjóðleg og trúum á kvenréttindi og mannréttindi fólks. Við flokkum ekki fólk í gefendur og þiggjendur - við erum öll þátttak- endur. Velferð fólks Það er forgangsmál að styrkja stöðu ungs fólks á leigumarkaði, gefa þeim tækifæri sem eru atvinnulausir og bæta stöðu barnafjölskyldna. Sem formaður velferðarnefndar Samfylkingar- innar hef ég undanfarin þrjú ár leitt stefnu- mótun flokksins. Nú vil ég fylgja tillögum Samfylkingarinnar eftir á Alþingi. Ég vil virka þátttöku allra í samfélaginu. Ég vil ekki að fólk geti valið að gera ekki neitt. Það getur leitt til langtímafátæktar og sjúkdóma og er óviðunandi. Afskiptaleysi samfélagsins má aldrei kosta fólk heilsuna. Fólk á að fá úrræði við hæfi; atvinnu, nám eða endurhæfingu. Velferð atvinnulífs Ég hef áhuga á atvinnusköpun og uppgangi atvinnulífsins svo það verði bakhjarl öflugs velferðarsamfélags. Atvinnuuppbygging þarf að vera sjálfbær til að barnabörnin okkar eigi hið minnsta sömu möguleika og við. Velferð fólks og atvinnulífs fer til dæmis saman með uppbyggingu nýs Landsspítala. Þar eigum við að byrja strax. Ísland er og á að vera velferðarsamfélag Stefnu Samfylkingarinnar og áherslur mínar má lesa um á www.bjorkvilhelmsdottir.is og á Fésbókarsíðunni http://www.facebook.com/ bjorkvilhelmsdottir Áherslumál: Tækifæri í stað bóta og afskiptaleysis Barnatryggingar gegn barnafátækt Almennan og öflugan leigumarkað Sjálfbært samfélag fyrir barnabörnin Réttlátt samfélag sátta sem byggir á jöfnuði ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON 1. SÆTI Össur Skarphéðinsson er einn reyndasti stjórnmálamaður Íslendinga. Hann er kvæntur Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur prófessor og þau eiga tvær dætur. Við teljum mikilvægt að Össur verði áfram í forystu fyrir hreyfingu jafnaðarmanna. Við nefnum hér sérstaklega sex ástæður fyrir því að velja Össur Skarphéðinsson í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykja- vík til alþingiskosninga vorið 2013: Í fyrsta lagi er það úrslitaatriði fyrir Samfylk- inguna að hafa reyndan samningamann í því liði sem semur um stjórnarmyndun að loknum kosningum. Í öðru lagi hefur hann fyrir hönd þjóðarinnar stýrt samningum við Evrópusambandið, sem hefur að markmiði að tryggja hagsmuni Íslands í stóru og smáu; stóraukna fjárfestingu, stöðugleika í efnahagsmálum, lægri vexti fyrir fjölskyldur og heimili og samkeppnishæft rekstrarumhverfi fyrir heimilin og stór og smá fyrirtæki. Í þriðja lagi tók Össur frumkvæði að því að Ísland braut í blað og viðurkenndi á síðasta ári fullveldi og sjálfstæði Palestínu. Í fjórða lagi setti Össur málefni Norðurslóða í forgang í utanríkisstefnu Íslands. Í fimmta lagi hefur Össur fjölda hugmynda um ný atvinnutækifæri. Hann hefur með stuðningi við sprotafyrirtæki og kvikmyndagerð sýnt hvernig hægt er að efla nýjar atvinnugreinar sem skapa fjölmörg störf. Í sjötta lagi hefur Össur Skarphéðinsson frá unga aldri verið í hópi þeirra leiðtoga í hreyfingu jafnaðarmanna sem af mestri djörfung hefur haldið á lofti grunngildum sígildrar jafnaðar- stefnu. Össur sameinar helstu kosti góðs leiðtoga; hann er hugmyndaríkur og skapandi stjórn- málamaður – og sérlega samningslipur og leiðandi í hreyfingu jafnaðarmanna. Snjall ræðumaður og hlýr félagi. Hann sýnir í verkum sínum samúð og samstöðu með þeim sem höllum fæti standa og er réttsýnn og sanngjarn við andstæðinga jafnt sem samherja. Stuðningsmenn Össurar Við viljum Össur í forystu fyrir: samningaumleitunum um nýja ríkisstjórn viðræðum Íslendinga við Evrópusambandið sjálfstæðri utanríkisstefnu, samstöðu með smáþjóðum og þjóðfrelsi í Palestínu kraftmikla atvinnuuppbyggingu á nýju kjörtímabili sókn sprotafyrirtækja, ferða- þjónustunnar og skapandi greina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.