Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 37
GULLSMIÐIR Ástþór Helgason og Kjartan Örn Kjartans- son í Orr fara eigin leiðir í skartgripasmíðinni og er skartið þeirra fjöl- breytilegt. MYND/GVA Gullsmiðirnir Ástþór Helgason og Kjartan Örn Kjartansson í Orr hönnuðu hring sem er nú ásamt fleiri gripum frá þeim félögum til sýnis á skartgripasýningunni Láði og legi (Water and Earth) í Finnlandi. Hring- urinn vegur næstum hálft kíló og er með áttatíu steinum. „Í hönnun okkar leggjum við upp með að gera það sem okkur langar til,“ segir Ástþór. „Þessi tiltekni hringur stækkaði í smíðinni. Hann átti aldrei að verða svona stór en við leyfum okkur að breyta hönnuninni þó við séum byrjaðir að smíða. Þegar við byrjum á einhverjum grip vitum við ekki hvernig útkoman verður. Okkur finnst það koma best út, að vera ekki niðurnjörvaðir. Þegar við stofnuðum Orr fyrir tíu árum var það eiginlega inni í stofnsamningnum að við myndum aðeins gera það sem okkur langaði til. Ef það gengur ekki upp þá hættum við frekar.“ Hringurinn stóri er hluti af línu sem byrjaði sem hálsmen. Steinarnir í hringnum eru allir lausir og það er erfitt að átta sig á hvernig hann lítur út í raun þegar hann er skoðaður á mynd. „Við viljum að fólk fái að koma við hönnunina okkar. Allir gripirnir sem eru á sýningunni í Finnlandi núna eru hreyfanlegir á einhvern hátt og það er mikilvægt að koma við þá og prófa þá til að skilja hvernig þeir virka.“ Þegar Ástþór er spurður hvort ekki sé þreytandi að vera með svo stóran og þungan hring segir hann að það venjist. „Sumar konur ganga alltaf á há- hæluðum skóm og það venst líka. Við höfum smíðað fullt af gripum sem við héldum að myndu aldrei seljast en hafa svo gert það. Við smíðuðum til dæmis átján karata gullhring fyrir átta árum sem var skreyttur með nammi í stað steins. Hringurinn kostaði milljón og fylgdu fimm þúsund nammistykki með sem var svo hægt að skipta út. Mjög góður „díll“,“ segir Ástþór og hlær. HÁLFT KÍLÓ Á HÖND GLÆSILEGUR GRIPUR Þeir Kjartan Örn Kjartansson og Ástþór Helgason hönnuðu hring sem vegur hátt í hálft kíló og er settur áttatíu steinum. SÁ STÓRI Stóri hringurinn frá Orr sem er nú til sýnis í Finnlandi. Hann vegur næstum hálft kíló og steinarnir eru áttatíu. GLÆSIKJÓLL Í PÓSTI Glæsikjólar eru mikið notaðir á þessum árstíma þegar jólahlaðborð, árshátíðir, jól, nýársfagnaði og fleira ber við. Á vefnum Newyorkdress.com er mikið úrval glæsi- legra kjóla sem hægt er að panta til Íslands. Þetta eru síðir ballkjólar, brúðarkjólar, stuttir kjólar og fylgihlutir. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardagaVIÐ BR EYT UM 30% AF SLÁ TTU R teg 86120 - létt fylltur í B,C skálum ÁÐUR KR. 5.500,- Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is Verð: 44.950 kr. Blóðrásarörvun fyrir fætur Ný kynslóð Gerðu gæða- og verðsamanburð FINNDU MUNINN Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900 ÝMIR, SAGA, FREYJA, ÞÓR OG ÓÐINN Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur Valhöll heilsudýna 5 svæðaskipt gormakerfi 153x203 aðeins kr. 89.900 Tilboðsverð 12 mánaða vaxtalausar greiðslur* 20% afsláttur af jökkum Stærðir 36-52 Leður-, jersey-, bolero-, pallíettu og silkijakkar í fallegum litum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.