Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 8
8 FJARÐARPÓSTURINN Sigrún Þorleifsdóttir í Burkna: Það má líkja þessu við frækom sem sett er í mold. -ef hlúð er að því vex það og verður að tréi. Laugardagskvöldið 14. nóv- ember s.l. var bjart og milt eins og svo mörg kvöld á þessum vetri. Hafnfirðingur, sem byf uppi á hrauni vissi þó ekki hvemig á sig stóð veðrið þegar hann gekk út á svalir um kvöldið. Hver flug- eldurinn eftir annann lýsti yfir miðbænum. Hvað er nú á seyði, hugsaði hann. Ég er ekki orðin ruglaður í tímatalinu, það eru ekki komin áramót. Það er ekkert nýtt skip í höfninni. Geta þetta verið ein- hverjir krakkar? Það var enginn ruglaður, heldur ekkert nýtt skip eða krakkar að vekja athygli á sér þetta kvöld, heldur var Dúna í Burkna að halda upp á 25 ára afmæli verslunarinnar, ásamt fjölskyldu vinun og mörgum við- skiptavinum niður á Linnetstíg. Það var alveg sjálfsagt að lífga aðeins upp á kvöldið með flugeldum. BlómabúðíHafnarfirðií25 ár. Ég byrjaði snemma að föndra. Ég hafði alla tíð gaman af að föndra. Ég byijaði snemma á því og það hefur líklega verið sá áhugi sem varð fyrsti vísirinn að þessu. Maðurinn minn varð heilsulítill ábesta aldri og varð að hætta í sínu fyrra starfi. Það var ekki um margt að velja og má segja að við hefðum ekki neitt. Alla vega var framtíðin óráðin. Ég hafði fengist nokkuð við skreytingar og eftir þetta fór ég að færa mig meira inn á það svið í atvinnuskyni. Ég fór að taka að mér verkefni, í fyrstu aðallega fyrir jól. Einnig útbjó ég pappírs- skreytingar sem voru seldar á jólaföstunni og síðan má segja að þetta hafi vafið upp á sig. Þetta var alla vega upphafið. Verslunin opnuð. 1960, rak Hafnarfjarðarbær blómaverslun. Sú verslun hafði verið sett á stofn m.a. vegna hugmynda um ræktunarstörf í Krýsuvík. Þegar bærinn hugðist hætta þessum rekstri átti ég tal við þáverandi bæjarstjóra um hvort möguleiki væri á því að fá verslunina keypta, en hann hreyfði aftur á móti þeirri hug- mynd hvort ég væri ekki fáanleg til þess að taka þennan rekstur að mér fyrir bæinn. Ég hafði ekki áhuga á því þannig að ekkert varð úr þeirri hugmynd. Síðan gerist það að Jón G. Eyrbekk deyr. Hann hafði rekið fommunaverslun í húsi við Strandgötuna, sem kallað var Gamla pósthúsið. Ámi Grétar Finnsson hafði með dánarbú Jóns að gera og var hann okkur mjög hjálplegur með að fá þetta húsnæði til afnota. Við þurftum að hreinsa það, losna við mikiö af gömlu dóti sem var orðið lítils eða einskis virði og gera þetta allt upp. Þótt maðurinn minn væri orðin heilsuveill, gat hann unnið við þetta. Hann var mjög lagtækur og án þess efast ég um að við hefðum geta hafist handa á jafn skömmum tíma og var til stefnu. Við fengum húsið afhent í september og verslunin var opnuð 10. nóvember. Sérstaklega vel tekið. Okkur var tekið sérstaklega vel. Ég man að fyrsti viðskipta- vinurinn var Sverrir Magnússon, lyfsali í Hafnarfjarðarapóteki. Hann keypti sjö rauðar nellikkur. Ég man að ég var svo taugaóstyrk að ég ætlaði ekki að geta gefið til baka. Það fyldi þessu viss spenna. Ég held stærð bæjarins hafi hjálpað mikið til á þessum tíma. Það þekktu allir alla og við eignuðumst fljótt góða við- skiptavini, fólk sem var ánægt með þjónustuna og kom aftur og aftur. Margir af fyrstu viðskipta- vinunum halda enn tryggð við okkur. Það eru meðmælin sem ég get verið ánægðust með. Ég hafði alla tíð alist upp við ræktun og blóm. Það lá því beinast við, þegar ég þurfti að takast á við að sjá heimilinu farborða.að fara inn á það svið. Ég hafði ekki neina langskóla- menntun en líklegast haft trú á því að fönduráhugi minn og reynsla af gróðri og ræktun gætu komið mér til góða á þessu sviði. Á þessum árum, fyrir og um Hefur ekki verið átak að koma henni á fót á þeim tíma ? Blm. Fjarðarpóstsins heimsótti Sigrúnu Þorleifsdóttur, eða Dúnu eins og hún er jafnan kölluð og maður fær á tilfinn- inguna að hún vilji láta kalla sig, á Merkurgötunni Eftir kaffisopa og konfektmola var húsmóðirin og kaupmaðurinn innt eftir upphafinu. Að reyna að gera allt fyrir alla. Starfsemin vatt fljótt upp á sig. Ég held bæjarbúar hafi fundið þörfina sem var fyrir þessa starfsemi. Við höfðum það strax fyrir vinnureglu að reyna að gera allt fyrir alla. Veita alla þá þjón- ustu sem við mögulega gátum. Ég held að öll verslunarstarfsemi verið að byggjast á þjónustu- hlutverkinu. Það kom líka að því að við sprengdum utan af okkur húsið. Húsnæðið í Gamla pósthúsinu var einnig óöruggt til frambúðar. Húsið var fyrir utan skipulag og alltaf fyrirhugað að rífa það. Það var því hugmyndin að fá inni í húsi sem Loftur Bjarnason, byggði á Strandgötunni en áður en af því varð bauðst okkur að kaupa húsnæðið á Linnet- stígnum, þar sem við höfum verið síðan. Að selja blóm í fjörunni. Þegar við fluttum á Linnetstíginn var það nokkuð fyrir utan sjálfan miðbæinn. Þá var þungi hans meira um miðja Strandgötuna og í hinum enda hennar. Það var eiginlega ekki almennleg gata alla leið vestur úr. Fiskibátar voru í fjörunni og trillukallar að landa á þessum tíma. Það hefur eflaust ein- hverjum sýnst það ætú ekki samleið, fiskibátamir á fjöru- kambinum og blóma- og gjafa- vöruverslun rétt fyrir ofan. Ég held þetta hafi aðeins verið Hafnarfjörður. Nálægðin var mikil og óskildir hluúr áttu síma samleið. Alla vega leið okkur vel í þessu umhverfi og það skemmdi aldrei fyrir viðskipt- unum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.