Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.09.1988, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 08.09.1988, Blaðsíða 7
 *n> ^Zurnó C08756744 Wmmáúndraf Á m m vikunnar Tryggvi Harðarson. Bjarnfríður Sigurðardóttir. Hnífjafnt og bæði stóðu þau á heilum tug í vinningstölum. Tryggvi Harðar fékk réttu töluna 20, en Bjarnfríður 30. Ur vanda var að ráða, þegar stjórnendur lottósins gerðust ákveðnir í að færa leikinn nær þeim ameríska og fjölga tölunum upp í 38. Mögu- leikunum á því að hljóta fimm rétta fjölgar með því um nokkrar mill- jónir, en við ákváðum samt að halda okkur við sjö tölur, enda vinnings- tölurnar ennþá aðeins fimm. Bjarnfríður lét allar breytingar lönd og leið og sagðist vilja halda sig við sömu tölurnar, en þær eru: 2-4-11-17-21-25-30. Tryggvi hugsaði sig aftur á móti lengi um, enda búinn að vera lengi í leiknum og eflaust fáar tölur, fram að 32, sem hann hefur ekki þegar nefnt. Óþarfi að nýta ekki þær nýju, hefur hann eflaust hugsað. Nýju tölurnar hans eru því: 1-2-7-13-19-30-36. Þá er bara að bíða og sjá. Eflaust eru fleiri en við, sem bíðum spennt eftir að sjá hvort hreyfing verður á nýju kúlunum í loftstreyminu. Listasmiðjan í Hafnarfjörð: Draumastaður keramikunnenda Listasmiðjan hennar Maríu Gröndal er flutt í Hafnarfjörð, nánar tiltekið að Norðurbraut 41, en hún var upphaflega stofnuð á Hvolsvelli árið 1984. Þáttaskil verða við flutninginn, því öll að- staða verður hin fullkomnasta og námskeiðahald í keramik vinnu og öðru sem því tengist fyrirhuguð strax á vetri komanda. Keramikvinna er mjög vinsæl tómstundaiðja í öllum aldurs- flokkum. í stuttu spjalli við Fjarð- arpóstinn við opnun Listasmiðj- unnar um síðustu helgi, sagði María, að hún ætlaði sér að þjóna viðskiptavinum sínum sem best með allt það sem varðar keramik. Hún hefur byggt upp stóran lager og eiga keramikunnendur að geta leitað þangað eftir öllu því sem þá vanhagar um. Einnig tekur María hluti í brennslu og leiðbeinir. María hefur kennararéttindi frá Duncan verksmiðjunum í Banda- ríkjunum. Þá hefur hún sótt námskeið víða um heim í faginu. Námskeið í Listasmiðjunni verða auglýst sérstaklega síðar, en ein- nig má fá allar upplýsingar í smiðjunni sjálfri. María Gröndal ásamt eiginmanni sínum, Herði Helgasyni, í verslun Listasmiðjunnar á opnunardaginn. KOMPAN: BREYTTUR OPNUNARTÍMI Frá og með 1. september verða verslanir okkar opnar sem hér segir: Mánudagatilföstudaga kl. 9-20 Laugardagaogsunnudaga kl. 10-20 Mwlla Ám<uhiaun Álfaskeið 115 - Sími 52624 Arnarhrauni 21 - Sími 52000 RÁÐSTEFNA UM UMHVERFISMÁL Nefndarmenn fegrunarnefndar Hafnarfjarðar hafa fengið farar- leyfi á ráðstefnu um umhverfis- mál, sem haldin verður á Akur- eyri síðar í þessum mánuði. Enn- fremur samþykkti bæjarráð að garðyrkjustjóri bæjarins fari á ráðstefnuna. LAUSNFRÁ FORÐAGÆSLU Emil Hallfreðsson hefur fengið lausn frá störfum við forðagæslu hjá bænum, að hans eigin ósk. VERKAMANNA- SKÝLIÐ RIFIÐ Verkamannafélagið Hlíf hefur kvartað yfir lélegum aðbúnaði skjólstæðinga sinna í Verka- mannaskýlinu, sem Skipa- og tog- araafgreiðslan býður starfsmönn- um sínum upp á. Bæjarráð fékk afrit af bréfi Hlífar og vísaði málinu til hafnar- stjórnar með þeim tilmælum, að skýli þetta verði rifið. BLÓMASÖLU HAFNAÐ Kristinn Bjarnason, Austur- götu 22, hefur óskað eftir að fá að staðsetja um tíu fermetra sölu- skúr þar sem Bolla var áður við Strandgötuna. Hugðist hann selja þar þurrkuð blóm o.fl. Bæjarráð hafnaði umsókninni vegna slæmr- ar staðsetningar. ERFÐAFESTU- LANDTILSÖLU Stefán Már Stefánsson hefur boðið Hafnarfjarðarbæ forkaups- rétt að erfðafestulandi nr. 960 við Kaldárselsveg. Bæjarstjóra hefur verið falið að ræða við bréfritara. GREINARGERÐ UM DAGVISTARMÁL Enn eru dagvistarmálin eitt stærsta vandamálið í plöggum bæjaryfirvalda. Á síðasta bæjar- ráðsfundi lagði aðstoðarfélags- málastjóri fram tillögu að lausn vandans og gerði þar grein fyrir stöðu mála. Bæjarráð fól aðstoð- arfélagsmálastjóra að vinna enn frekar að tillögum um lausnir. Vandinn er eins og komið hefur fram í Fjarðarpóstinum fyrst og fremst fólginn í gífurlegri vöntun á hvers konar dagvistunarpláss- um, auk hinna sívaxandi erfið- leika við að manna stofnanir bæjar.ns. SKÓLAVÖRURNAR OKKIJR^ BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Strandgötu 31 - Sími 50045 Útboð- Setbergsskóli Hafnarfjaröarbær leitar tilboöa í byggingu fyrri áfanga Setbergsskóla. Byggingin er á tveimur hæöum, alls um 2100 fm. Grunnur verður tilbúinn tii uppsláttar um miöjan sept. en skila á húsinu fullbúnu 15. júlí 1989. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 30.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuö á sama staö þriðjudaginn 13. sept. kl. 11.00. BÆJARVERKFRÆÐINGUR 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.