Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.10.1991, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 24.10.1991, Blaðsíða 2
EIGNABÆR Bæjarhrauni 8, sími 654222 VANTAR EIGNIR A SKRfl Fjóluhvammur Hf. -einb. 330 fm einbh. Fallegur garöur. Heitur pottur. Verð 21,0 Fjóluhvammur Hf. -einb. Vandað 255 fm einbh. Góöur garður. Verö 18 m. Heiðvangur Hf. - einb. 4ra-5herb. einb.(timbur) ásamt 40 fm steinst. bílsk. Fráb. staösetn.. v/hraunjaðarinn. V. 15,5 m. Suöurgata Hf. - 3ja herb. Vorum aö fá í einkasölu skemmti- lega íbúö í þríbýlishúsi. Áhv. 2,3 millj. Verð 5,8 millj. Hverfisgata Hf. - 3ja. 80 fm íb. á 2. hæö. Nýtt parket. Frábært útsýni. Mjög góð staðsetn. Björt og skemtil. íb. Verð 6,2 m. Háakinn Hf. - 6 herb. 6. herb. íb. í tvíb., hæð og ris. Bíl- skúr. Alls rúml. 10 fm. Mögul. á tv. íb. Verð 10,5 m. Skerseyrarv. Hf. - 4ra herb. Mjög falleg íbúð á 2. hæð í tvíbýl- ishúsi. Róleg gata. Húsið nýlega klætt að utan. Sólstofa. Nýlegir gluggar og gler. Stór bílsk. og geymsla. Ahv. Byggsjlán 3,8 millj. V. 7,8 m. Fagrakinn Hf. - 4ra herb.. 4ra herb. íb. á 1. hæð í tvíbýli. Innang. í kj. Áhv. byggsj. Verð 7,5 Álfholt Hf. - 2ja-3ja 82,1 fm íb. á 1. hæð. Sérgeymsla. Afh. tilb. u. trév. Verð 6,4 m. Laufvangur Hf. - 3ja herb. Mjög skemmtíleg og rúmgóð íb. á 2. hæð. Aðeins 3 íbúðir i stiga- gangi. Góð sameign. Mjög góðar suðursvalir. íbúðin geturverið laus fljótlega. V. 7,6 m. Arnarhraun Hf. - 3ja Mjög falleg rúml. 80 fm íb. Parket. Góð sameign. Skípti mögul. á 4ra-5 herb. íb. íb. getur verið laus fljótlega. V. 7,0 millj. Þúfubarö Hf. - einb. U.b.b. 170 fm einb. á tveimur hæðum og 25 fm bílsk. Góð eign. Garöavegur Hf. - 3ja herb. 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Áhv. byggingarsjóðslán. Verð 3,7 m. Breiðvangur Hf. - 5 herb. Rúml. 120 fm íb. á 1. hæð. Stór sérgeymsla. Verð 9,1 milljón. Flókagata Hf. - 4ra-5 Falleg íb. á 2. hæð í tvíbýli. U.þ.b. 120 fm. Mjög gott útsýni. Verð 9,5 Álfaskeiö Hf. - 2ja herb. Falleg íb. á 4. hæð. Bílskúr. Mjög góð sameigin. Verð 6,0 millj. Alfaskeiö Hf. - 2ja. íb. á jarðhæð. Bílsk. V. 5,8 m. Hafnarfjörður - lön.húsn. U.þ.b. 860 fm iðn.húsnæði á besta stað í Hafnarf. Stórar dyr. Vegna míkillar eftír- spurnar óskum viö eftir öllum tegundum fasteigna á söluskrá. Skoðum og verömet- um samdægurs. Elías B. Guömundsson, viðskiptafr. - sölustjóri, Hlööver Kjartansson, hdl. Guömundur Kristjánsson, hdl. IP S. 654222 Gunnbjörn Svanbergsson og Unnur Helgadóttir, starfsmenn Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar. Verslunarmannafélagið í stórhýsið við Lækinn: Dæmi um 300 klst. mánaðarvinnu Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar hefur tlutt skrifstofur sínar úr Strandgötunni í nýja stórhýsið við Lækinn, nánar til- tekið við Lækjargötu 34. Skrifstofan er þar í stórglæsilegu nýju húsnæði, sem er 197 fermetrar, en opnað var á nýja staðnum á 63 ára afmæli félagsins 28. júní sl. Starfsmenn Verslunar- mannafélagsins eru tveir, þau Unnur Helgadóttir og Gunnbjörn Svanbergsson. Tíðindamaður Fjarðarpóstsins tók þau tali í vikunni, en þá var einmitt verið að leggja lokahönd á frágang utanhúss, þ.e. malbikun bílastæða. í nýja húsnæðinu er hægt að halda alla fundi og samkomur. Húsnæðið er á jarðhæð og öll aðstaða hönnuð þannig, að fatl- aðir eiga léttan aðgang. Að sögn þeirra Unnar og Gunnbjöms eru félagsmenn í VH um 800 talsins, en umdæmissvæðið er, auk Hafnarfjarðar, Garðabær og Bessastaðahreppur. Stærstu vinnustaðirnir eru stórmarkað- amir, þ.e. Fjarðarkaup og Mikli- garður, en auk þess eru fjölmargir félagar starfandi í ÍSAL. Aðspurð um helstu baráttumál félagsins sögðu þau launamálin brýnust að venju. Launataxtar verslunarmanna eru þeir lægstu sem fyrirfinnast á landinu í dag, að þeirra sögn, og flestir félaga á taxtakaupi. Þau sögðu launa- taxtanaveraámilli 50-60 þúsund kr. á mánuði. Laun verslunar- manns eftir 10 ára starf eru t.d. rúmlega 56 þúsund krónur fyrir 40 stunda vinnuviku. Þau sögðu verslunarfólk ekki hafa neitt bónus- eða premiukerfi eins og fiskvinnslufólk og því væm þessir taxtar hryllilega lélegir, eins og hver maður gæti séð. Verslunarmannafélag Hafnar- fjarðar hefur barist gegn helgar- vinnu félagsmanna sinna. Við spurðum nánar út í það. Þau sögðu að upphaflega hefði bar- áttan verið að ósk félagsmanna, sem ekki hefðu átt aðra völ en þá að vinna um helgar. Sumar verslanir væru með mjög langan vinnutíma og því ómannúðlegt vinnuálag. Hins vegar væru launin lág og því erfitt að berjast gegn helgar- og næturvinnunni. Sem dæmi sögðust þau t.d. hafa fengið launaseðil í hendur vegna eins og fjölmörgum gjaldþrota- málum verslana á svæðinu þar sem komið hefði fram, að einn félagsmaður hefði unnið í 300 klst. á einum mánuði. Menn gætu rétt ímyndað sér heimilislíf viðkomandi. Þrátt fyrir, að brauðstritið sé eilífðarverkefni hjá Verslunar- mannafélagi Hafnarfjarðar eins og öðrum verkalýðsfélögum, þá er ýmislegt gert til fræðslu og skemmtunar. Félagið rekur sum- arbústaði fyrir félagsmenn sína, einnig eru haldin námskeið og fundað um ýmis kjara- og fé- lagsmál. í samvinnu við VÍS eru félagsmenn sjúkra- og slysa- tryggðir. Unnur og Gunnbjöm sögðu að lokum, að virkni félagsmanna væri hvorki betri né verri en gengur og gerist. A milli 40 til 50 manns mættu yfirleitt á fundi, og fleiri, þegar launamálin væm til umfjöllunar. GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Rafn Sigurðsson. Fæðingardagur? 20. ágúst 1938. Fæðingarstaður? Akranes. Fjölskylduhagir? Kvæntur og á þrjú böm og eitt bamabarn „Emu“. Bifreið? Subaru Legacy 1990. Starf? Forstjóri Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Fyrri störf? Sjómennska. Forstjóri veitingahússins „Skiphóll". Helsti veikleiki? Góður mat- ur. Uppáhaldsmatur? Mjög léttsteikt nautafillet með kjör-sveppum og lauk. Versti matur sem þú færð? Svið. Uppáhaldstónlist? Hressileg sjómannalög og popplög. Uppáhaldsíþróttamaður? Ólafur Rafnsson, þjálfari körfuboltaliðs Hauka. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Engum. Hvert er eftirlætis- sjónvarpsefnið þitt? Fréttir og alíslenskir þættir. Hvaða sjónvarps- efni finnst þér leiðinlegast? Breskir hvítflibba-þættir frá síðustu öld. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Þorsteinn Vil- hjálmsson og Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsleikari? Sigurður Sigurjóns- son. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Böm náttúrunnar. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Dvel í sumarbústað mínum við Vest- urhóp í Húnavatns- gýslu Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Borgarvirki. TI , , , , . , „ . Hvaða persónu langar þig mest Hvað metur þu mest i far, aðhittaFoghversvegna? Sighvat annarra? Hreinskiln, og heið- BjörgvinsSson. heilbrigðisráð- ar el a' herra og gefa honum góð ráð, án Jóhannes, ritstjóri Víkur- blaðsins á Húsavík, er rneð skemmtilegustu pennum. A að- alfundi Samtaka bæjar- og hér- aðsfréttablaða í Vestmannaeyj- um um síðustu helgi kom fram, að Jóhannes hefur á stundum runnið svolítið til á "ættfræði- vellinu". Honum sagðist t.d. þannig frá, er hann var að út- skýra tengsl sín við svila sinn. "Við erum eitthvað tengdir, - erum giftir sömu systrunum, eða þannig." Forseti bæjarstjórnar er seinhcppinn með afbrigðum þessa dagana. A síðasta bæjar- stjórnarfundi gaf hún Þorgils Ottari orðið. Hann reyndi tví- vegis að hefja mál sitt, en jafn- harðan þaggaði forsetinn niður í honum með leiðréttingum. Hún sagði fyrst: "Ekki breyting á teikningum", þegar Óttar hafði nefnt orðið teikningar. Pá reyndi hann að fjalla um lóðar- og hæðarblöð. " Ekki breyting á lóð og hæðarblöðum" greip forset- inn á ný fram í. Óttar þagnaði, enda vart um annað að ræða. Hann þagði síðan þar til bæjar- stjóri sá sig knúinn til þess að spyrja forsetann, hvort hún mætti grípa fram í fyrir ræðu- mönnum. Það kom að því á ný síðar á fundinum, að forsetinn var ekki sammála ræðumanni. í stað þess að mótmæla hástöfum, eins og hún gerði við Óttar, hristi hún nú höfuðið stíft og ákaft framan í viðkomandi ræðumann. A ný lenti forsetinn í ógöngum á fundinum og þá gleymdi hún að leita mótatkvæða. Eftir að 10 bæjarfulltrúar höfðu sagt "já", tilkynnti hún að málið væri samþykkt með 10 samhljóða at- kvæðum. Var hún þá leiðrétt á ný, því ellefti bæjarfulltrúinn vildi fá að láta skoðun sína í Ijós, sem var að sitja hjá. þess að ræða við hann um Hafnarfjarðarspítala. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Eðlisfræði og grasafræði. Hvað myndir þú vilja í afmælisgjöf? Fleiri bama- böm. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndir þú helst vilja vera? Eg þori ekki að segja það. Ef þú værir í spurninga- keppni, hvaða sérsvið myn- dir þú velja þér? Islensk skip og báta. Hvað veitir þér mesta af- slöppun? Sitja á veröndinni við hús mitt norðan heiða og horfa í kvöldkyrrðinni á sil- unganetalögn mína. Hvað myndir þú gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Að sjálfsögðu að reyna að koma betra skipulagi á öldrunarmál í Hafnarfirði. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Þegar Hafnfirðingar fjölmenntu niður í fjöru fyrir jólin til að bíða eftir bókaflóðinu. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.