Fjarðarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 17.11.1994, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN ÍÞRÓTTIR Gunnar Beinteinsson - handknattleiksmaður og útibússjtóri Búnaðarbankans Áttundi maðurinn Það voru dyggir stuðningsmenn FH sem sannarlega má segja að hafi veitt liðinu „styrk áttunda mannsins" á vellinum í síðari viðureign FH og Novesta Zlin. Liðin léku síðastliðna helgi í Evrópukeppni bikarhafa og fara FH-ingar áfram í 8 liða úrslit. Þessi mynd var tekin á leiknum en á- horfendur stóðu dyggilega að baki leikmönnum FH, einkum meðan liðið átti undir högg að sækja. Fyrir mér er þetta maraþon! Gunnar Bcinteinsson er 28 ára viðskiptafræðingur. Hann er senni- lega einna þekktastur fyrir að vera það sem kalla má „fremsta vagn- inn í Hafnarfjarðarhraðlestinni". Gunnar er afar sprettharður og fyrsti maður fram þegar FH-ingar hafa unnið boltann þegar þeir eru í vörn. En nú er þessi sprettharði maður farinn að taka þátt í „mara- þoni", hvorki meira né minna. Þau átök verða þó ekki mæld í kfló- metrum heldur mánuðum, jafnvel árum. Gunnari hefur verið falið það verkefni að koma bankaútibúi á legg í Hafnarfírði. „Fyrir mér er markaðssetning fyrsta útibús Búnaðarbankans í Hafn- arfirði mun svipaðri maraþoni heldur en spretthlaupi, svo ég noti orðfæri úr íþróttunum. Þetta er langtímaverk- efni," segir Gunnar en hann er nýráð- inn útibússtjóri bankans. Staðan var auglýst og Gunnar var meðal um- sækjenda. Hann segist ekki vita hversu margir sóttu um né heldur hverjir aðrir hefðu gert það. „Ég vil heldur ekki vita það," segir hann og bætir við að ráðning hans hafi ekki komið honum neitt verulega á óvart. „í hreinskilni sagt tel ég að for- svarsmenn Búnaðarbankans hafi vilj- að ráða mann í stöðuna sem hefur góða menntun og er þekktur og vel kynntur heimamaður í Hafnarfírði," segir Gunnar og verður satt best að segja hálfvandræðalegur meðan hann lýsir þessum eiginleikum sem hann er vissulega gæddur. Þess má geta að Gunnar hefur einnig tekið þátt í stjómmálum og hafnaði t.d. í ellefta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar. Alltaf í boltanum Gunnar hefur leikið handknattleik með FH í ein 20 ár. Hann byrjaði um það bil átta ára gamall og hefur aldrei leikið með öðru félagi. „Hins vegar hef ég skipt um banka nokkrum sinn- um," segir hann sposkur og bendir á að Búnaðarbankinn sé þriðji áningar- staðurinn á þeirri leið. Fyrst var það Iðnaðarbankinn, síðan Sparisjóður Hafnarfjarðar og nú er það faðir Snæfinns sparibauks. Undanfarin þrjú ár hefur Gunnar starfað hjá Sparisjóðnum, síðari misseri sem forstöðumaður Hag- deildar og síðan í mars á þessu ári sem markaðsstjóri. Hann segist vissulega hafa velt fyrir sér fram- haldsnámi og sérstaklega hugsað um að nota hæfileika sína til handknatt- LÖGFRÆÐIÞJONUSTA Óskar Thorarensesn, hdl. verður vikulega til viðtals á skrifstofu Hlífar. Viðtalstímarnir, sem eru fyrir félagsmenn Hlífar, verða alla föstudaga frá kl. 14 - 16. Stjórn Hlífar Fríkirkjan Sunnudag 20. nóv. Barnaguðþjónusta kl. 11 Guðþjónusta kl. 14 .Opið hús er í safnaðarheimili kirkjunnar sunnudaga kl.20 fyrir unglinga, þriðjudaga kl. 17,00 fyrir 8-10 ára, fimmtudaga kl. 17,00 fyrir 11-12 ára. Æfing barnakórs kirkjunnar miðvikudaga kl. 17:30 í kirkjunni. var verðandi pabbinn staddur í Hveragerði þar sem íslenska lands- liðið bjó meðan Reykjavíkurmótið stóð yfir. Þangað var hringt og hon- um tilkynnt að hann skyldi drífa sig á „deildina" ef hann ætlaði að vera við- staddur. Sennilega hefur hraðlestar- vagninn aldrei á ævi sinni farið jafn- hratt og yfir Hellisheiði í það sinnið. Enda kom hann í tæka tíð til að vera viðstaddur. „Mér fannst magnað að sjá örla fyrir kollinum fyrst," segir Gunnar, starandi út í loftið eins og hann sé að horfa á fæðinguna endur- sýnda á ósýnilegum sjónvarpsskjá uppi við loft í Súfistanum, þar sem við sitjum, sötrum og spjöllum. Og það virðist líka koma hljóð úr þess- um ímynduðu tækjum því Gunnar bætir við: „Og heyra grátinn." Sjálfsvarnaræfingar Það kemur á hinn bóginn engum (Islendingum) grátur í hug þegar það er haft í huga að FH er komið í 8 liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir jafntefli og sigur á tékklenska liðinu Novesta Zlin. Gunnar segir töluverð- ar breytingar hafa orðið á liðinu síð- an Guðmundur Karlsson tók alfarið við þjálfun þess en hann var aðstoð- armaður Kristjáns Arasonar þjálfara liðsins fyrstu tvö ár hans í því starfi. „Breytingamar hafa verið til góðs. Mummi er einn af hópnum og hann hefur góða þekkingu á mannslíkam- anum og íþróttinni þótt segja megi að ef hann skorti eitthvað þá sé það leik- reynsla í meistaraflokki," segir Gunnar. Sem dæmi um nýjar áherslur nefnir hann það til dæmis að leik- menn FH hafi verið þjálfaðir í sjálfs- vamaríþróttum á undirbúningstíma- bilinu auk þess sem Islandsmethafinn í sleggjukasti, téður Guðmundur, hafi látið rnenn lyfta lóðum og það meira en í meðalári... Það verður ekki sagt skilið við Gunnar Beinteinsson án þess að hann sé spurður að eftirminnilegustu leikj- um, sem hann hafi spilað, og hver sé erfiðasti andstæðingur hans. „Eftir- minnilegasti leikur með FH var sá þegar við sigruðum Baiamare með 13 mörkum eftir að hafa tapað úti með 9 mörkum. Mér er einnig ofar- lega í huga það „afrek" að tapa fyrsta landsleik mínum sem var gegn Fær- eyingum. Og erfiðasti andstæðingur var um árabil Guðmundur markvörð- ur Hrafnkelsson en nú held ég að Bergsveinn „kjúklingabóndi" Berg- sveinsson verði að teljast sá erfið- asti!" Gunnar Beinteinsson er nýorðinn pabbi og útibússtjóri Búnaðarbankans. Sigrinum gegn N. Ziln fagnað í góðra vina hóp. leiksiðkunar sér til framdráttar í því sambandi. Af því hafi þó ekki orðið. „Og ég sé ekki fram á að úr því verði í framtíðinni. Ég verð eflaust í starfi útibússtjóra næstu árin, hver veit hve lengi, og sem handknattleiksmaður mun ég halda áfram hjá FH." Nýorðinn pabbi En áður en við hugum frekar að í- þróttinni er rétt að gæta dálítið að fjölskylduhögum Gunnars Beinteins- sonar. Sambýliskona hans er Þuríður Gunnarsdóttir en hún er að ljúka námi í viðskiptafræði. Þann þriðja nóvember síðastliðinn eignuðust þau sitt fyrsta bam, stúlku, sem raunar vildi ekki fyrir sitt litla en þó stór- merkilega líf missa af Alþjóðlega Reykjavíkurmótinu í handknattleik. Hún dreif sig því í heiminn heilum mánuði of snemma. Mæðgunum heilsast vel og það er heldur ekki annað að sjá en hinn nýbakaði faðir uni breyttum og ugglaust bættum hag sínum hið besta. Þegar fæðingardeildarkallið kom V íðis taðakirkj a Sunnudagur 20. nóv. Barnaguðþjónusta kl. 11, Guðþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur, Organisti: Ulrik Óskarsson Séra Sigurður Helgi Guðmundsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.