Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 58
46 bíó Helgin 24.-26. ágúst 2012 Hann er með frábært hlutverk. Eitt best skrifaða hlut- verkið í mynd- inni vegna þess að Sly skrif- ar mjög góð ill- menni.  Frumsýndar  The expendables 2 harðjaxlar sameinasT s ylvester Stallone kann allar helstu þumalputtareglur um framhaldsmynd-ir þannig að The Expendables 2 er öll stærri í sniðum en sú fyrri. Rambo drap til dæmis aðeins einn mann í First Blood en ekki er vinnandi vegur að hafa tölu á þeim sem hetj- an slátraði í Rambo: First Blood Part II, Rambo III og sjálfsagt drap hann fleiri í fjórðu mynd- inni, John Rambo, en í öllum hinum til samans. Harðjaxlahersingin sem Stallone tefldi fram í The Expendables hefur nú verði stækkuð og þétt til muna. Allir snúa þeir aftur úr fyrstu myndinni nema Mickey Rourke og þáttur Bruce Willis og Arnolds Schwarzeneggers er mun meiri að þessu sinni og báðir blanda þeir sér í blóðuga bardaga. Mestu tíðindin og fagnaðarefnið fyrir gamalreynda harðhausa- aðdáendur felast síðan að sjálfsögðu í því að guðfaðir mynda af þessu tagi, sjálfur Chuck Norris, mætir til leiks og sallar andstæðinga Expendables-gengisins eins og hann hafi rétt lagt frá sér vélbyssuna í Missing in Action 2 í gær en ekki árið 1985. Annar hálf útbrunninn slagsmálahundur, Jean Claude Van Damme, bætist einnig í hópinn. Að vísu hinum megin við víglínuna þar sem hann leikur höfuðandstæðing strák- anna okkar. Hryðjuverkamanninn Jean Vilain (Stallone er ekkert að grínast með nöfnin á skúrkunum sínum). Vilain þessi drepur einn úr málaliðagenginu og er þar að auki að koma klónum í óhóflegt magn af plútóni. Stallone og félagar mega því til með að ganga milli bols og höfuðs á Vilain. Fyrst og fremst til þess að uppfylla hefndarskyldur sínar en þá munar að sjálfsögðu ekkert um að bjarga heiminum í leiðinni. Enda hafa þeir Sly, Arnold og Will- is bjargað mannkyni svo oft, einir síns liðs, í gegnum áratugina að einn belgískur brjálæð- ingur getur varla verið of stór biti. Sænska vöðvatröllið og gáfnaljósið Dolph Lundgren hefur mesta reynslu þeirra úr Expendables-hópnum af því að kljást við Van Damme en þeir elduðu grátt silfur í Universal Soldier árið 1992. Þá var Van Damme að vísu góði gæinn en Dolph illmennið og var slíkt óféti að hann gerði sér hálsfesti úr afskornum eyrum fórnarlamba sinna. Lundgren segir viðsnúninginn í The Exp- endables 2 áhugaverðan. „Hann er með frá- bært hlutverk. Eitt best skrifaða hlutverkið í myndinni vegna þess að Sly skrifar mjög góð illmenni,“ sagði Lundgren í viðtali við Empire nýlega. „Hann slær hvergi af og gerir þá mjög vonda. Sem er miklu betra en að gera einhverja hálfdrættings skúrka eins og gert er í sumum myndum.“ Lundren og Stallone eiga sér svo vitaskuld líka langa sögu en Stallone gerði Svíann heims- frægan með Rocky IV 1985 þegar Lundgren lék Rússann Ivan Drago sem Rocky þurfti í nafni hins frjálsa heims að berja í gólfið í box- hringnum. Lundgren var óumdeildur senuþjófur The Expendables í hlutverki leyniskyttunnar Gunner Jensen (Stallone er alvara með þessi nöfn). Gunner reyndist fíkill og fyllibytta og sveik félaga sína eftirminnilega í fyrstu mynd- inni. Leikarinn er ekki alveg jafn hress með hversu lítil tilþrif hann fær að sýna að þessu sinni. „Þetta er öðruvísi fyrir mig núna vegna þess að persónan mín var mjög áhugaverð í fyrri myndinni,“ sagði Lundgren í vefvarpi Empire nýlega. „Hann fór frá því að vera góður gaur yfir í að vera skúrkur, yfir í að vera dauður og svo aftur lifandi. Í Expendables 2 er ég bara einn af hópnum. Að gera það sem The Exp- endables gera.“ Lundgren leist ekki vel á handrit The Exp- endables 2 í upphafi og féllst ekki á að vera með fyrr en Stallone var búinn að gera breyt- ingar og gera Gunner dálítið bilaðan, líkt og í fyrri myndinni. En er þá hægt að treysta Gunner núna? „Svona meira eða minna. Í það minnsta þangað til hann kemst í áfengi, “ segir Lundgren og hlær. Aðrir miðlar: Imdb:7.7, Rotten Tomatoes:68%, Metacritic:51% Sylvester Stallone hefur hnyklað vöðvana í ófáum harðhausamyndum. Á níunda áratugnum voru hann og Arnold Schawarzenegger höfuðpáfar ofbeldismynda þar sem ekki þótti annað boðlegt en að sálga í kringum tvö hundruð illmennum í hverri mynd. Árið 2010 smalaði Stallone saman harðjöxlum í hasarveisluna The Expendables. Svo vel tókst til að ekki kom annað til greina en að slá saman í annað partí og draga fleiri fortíðarkempur fram í The Expendables 2. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is The Babymakers er gamanmynd um hamingjusöm hjón sem telja sig komin á þann stað í lífinu og sambandinu að rétt sé að fara að huga að fjölgun mannkyns. Sama hvað þau reyna gengur hvorki né rekur og að lokum kemur í ljós að sæðis- frumur eiginmannsins eru latar og nánast ósyndar. Karlinn hafði þó af rælni gefið sæði í sæðisbanka fimm árum áður og þar sem flest bendir til þess að sæðið sem lagt var inn sé öllu sprækara en það sem framleitt er núna freistar hann þess að endurheimta innlegg sitt. Illu heilli er aðeins einn skammtur af sæði mannsins eftir í bankanum og það sem verra er þá er sá skammtur pantaður þannig að góð ráð eru dýr. Félagi hans stingur upp á því að þeir ræði bankann en okkar maður er tvístígandi enda getur hann frekar hugsað sér barnleysi en að dvelja bak við lás og slá. Þegar indverskur mafíósi, sem kann ýmis- legt fyrir sér í afbrotum, blandast í málið virðist ekkert vera því til fyrirstöðu að láta slag standa og ballið byrjar fyrir alvöru. Aðrir miðlar: Imdb:4.2, Rotten Tomato- es:10%, Metacritic:30% Örvæntingarfullt sæðisbankarán  andláT meisTari hasarmyndanna kveður Anthony Scott (1944-2012) Verður jafn eftirminnileg og Evil Dead Leikarinn Bruce Campell sem fór á sínum tíma á kostum í Evil Dead-myndum Sam Raimi er framleiðandi nýrrar endurgerðar þessarar sígildu splatter-myndar. Hann hefur nú stigið fram og reynt að róa æsta aðdáendur frummyndarinnar með því að lofa þeim að endurgerðin muni ekki gefa þeirri gömlu neitt eftir. „Við erum mjög spenntir og stöndum heilshugar að baki myndinni en það mun taka á að fá Evil Dead-aðdáendur til þess að gera slíkt hið sama. Við erum með- vitaðir um að við höfum móðgað marga þeirra og við sýnum reiði þeirra og ákafa skilning. En við viljum leggja áherslu á að við klúðruðum þessu ekki. Þessi mynd verður alveg jafn eftirminnileg og Evil Dead án þess að um sömu mynd sé að ræða,“ segir Campell og bætir við að brell- urnar núna séu miklu betri en þeir félagar höfðu yfir að ráða árið 1979 auk þess sem nýju leikararnir séu betri en hann og mót- leikarar hans voru á sínum tíma. Kvikmyndaleikstjórinn Tony Scott stytti sér aldur á sunnudaginn með því að kasta sér fram af Vincent Thomas-brúnni í Los Angeles. Með honum hverfur litríkur og ástríðu- fullur leikstjóri sem hafði gríðarleg áhrif á þróun spennu- og hasar- mynda með stíl sínum og hröðum klippingum. Kvikmyndaiðnaðurinn og aðdá- endur hans syrgja hann þessa dag- ana en fráfall hans kom öllum og þá ekki síst hans nánustu í opna skjöldu. Hann var á kafi í spenn- andi verkefnum, þar á meðal Top Gun 2, og allt virtist í góðu lagi hjá karlinum sem hafði nýlokið tökum á Out of the Furnance með Christian Bale í aðalhlutverkinu. Scott, sem var 68 ára þegar hann lést, var yngri bróðir hins frábæra leikstjóra Ridley Scott en þessir bresku bræður, sem hófu feril sinn í auglýsingum, hafa báðir sett varan- legt mark á kvikmyndagerð í Holly- wood. Tony varð fyrri til en Ridley að gera stórgróðamynd þegar hann gerði Tom Cruise endanlega að stórstjörnu með Top Gun árið 1986. Hann mun þó ætíð standa í skugga stóra bróður sem státar af meistara- verkunum Alien og Blade Runner. Scott hafa vissulega verið mis- lagðar hendur og stundum þegar honum hefur tekist vel upp hafa áhorfendur brugðist honum. Sú frábæra spennumynd, The Last Boyscout, með Bruce Willis, olli til dæmis vonbrigðum og ein allra besta mynd hans, True Romance, naut ekki sannmælis í miðasölunni. Hana gerði Scott eftir fyrsta hand- riti Quentins Tarantino og þessir meistarar voru ekki alveg sammála um endi myndarinnar. Aðalpersón- an, Clarence Worley, dó í enda hand- ritsins en Scott leyfði honum að lifa. Tarantino varð óður en Scott svar- aði honum með því að sér hefði bara „þótt of vænt um þessa krakka.“ Og okkur sem lifum og hrærumst í kvikmyndum þykir vænt um Tony og kveðjum karlinn með trega og söknuði yfir því að fá ekki fleiri hraðklipptar hasarmyndir að hætti meistarans. Þórarinn Þórarinsson Tony Scott ásamt eiginkonu sinni, Donnu, og tvíburasonum þeirra Max og Frank. Paul Schneider og Olivia Munn leika hjón sem grípa til örþrifaráða þegar þeim gengur illa að eignast barn. Campell lék Ash í Evil Dead og missti höndina í viðureign sinni við þá djöfla- mergi sem herjuðu á hann og félaga hans í myndinni. Draumalið harðjaxlanna Sylvester Stallone gengur lengra en í The Exp- endables fyrir tveimur árum. Schwarze- negger og Bruce Willis fá nú að grípa til vopna, Chuck Norris mætir og Jean Claude Van Damme hristir af sér slenið. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! ELLES (ÞÆR) BLAÐAKONA RANNSAKAR UNGAR NÁMS- MEYJAR SEM STUNDA VÆNDI. HVAÐ BÝR AÐ BAKI? JULIETTE BINOCHE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.