Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.01.2005, Síða 7

Fjarðarpósturinn - 06.01.2005, Síða 7
Actavis hefur undirritað samn- ing um kaup á pólska lyfjafyrir- tækinu Biovena, 40 manna fyrir- tæki með höfuðstöðvar í Varsjá. Biovena, sem var stofnað árið 2000 og hefur aðallega lagt áherslu á sölu og markaðssetn- ingu á samheitalyfjum í Póllandi. Biovena einbeitir sér einkum að sölu lyfja við þvagfæra-, geð- og taugasjúkdómum. Pólska fyrir- tækið hefur yfir að ráða góðu úr- vali lyfja og hefur tryggt sér markaðsleyfi fyrir átta lyf og er með átta ný lyf í skráningu sem búist er við að verði sett á markað á næsta ári. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir að kaupin séu í samræmi við stefnu félagsins um uppbyggingu þess í Mið-Evrópu. „Með kaupunum erum við komin með beinan aðgang að pólska markaðnum. Við getum í fram- haldi skráð og selt okkar eigin lyf þar en í því sjáum við ákveðna samlegð“, segir Róbert Wessman. Ekki er gert ráð fyrir að kaupin hafi veruleg áhrif á afkomu Acta- vis. Actavis er með höfuðstöðvar í Hafnarfirði en starfar í yfir 25 löndum í fimm heimsálfum. Starfsmenn eru um sjö þúsund talsins, þar af 460 á Íslandi. www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 6. janúar 2005 Actavis kaupir pólskt lyfjafyrirtæki Hluti af uppbyggingu Actavis í Mið-Evrópu Björgunarsveit Hafnarfjarðar sendi þann 31. desember sl. björgunarbúnað til aðstoðar á flóða- svæðunum. Sveitin sendi þrjár björg- unarskeljar ásamt tveimur töskum út- búnum súrefnis- tækjum, fullkomn- um búnaði til súr- efnisgjafar og sér- hæfðum sjúkrabún- aði. Alþjóðabjörgun- arsveit Slysavarnar- félagsins Lands- bjargar notaði bún- aðinn í sjúkraflugi frá ham- farasvæðunum í vikunni. Neyðarbúnaður á flóðasvæðin

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.