Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 12. maí 2005 Á fundinum verða kynnt drög að skóla- stefnu Hafnarfjarðar. Þá verða umræðu- hópar um ólíka þætti skólastefnunnar þar sem fulltrúar vinnuhópa sem undir- bjuggu gerð skólastefnunnar sitja fyrir svörum og leiða umræður. Að vinnu- hópum loknum verða niðurstöður hóp- umræðna kynntar. Í lok fundarins verða almennar umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á skólamálum í Hafnarfirði. Foreldar nemenda í leik- og grunnskólum bæjarins eru sérstaklega hvattir til að mæta og viðra skoðanir sínar. Fundur um skólastefnu Hafnarfjarðarbæjar í Víðistaðaskóla. - fimmtudaginn 12. maí kl. 19.30 Breyting á deiliskipulagi vegna Hverfisgötu 29 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 19. apríl 2005 að aug- lýsa til kynningar breytingu á deiliskipu- lagi vegna Hverfisgötu 29 í Hafnarfirði í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Tillagan felur í sér að á lóðinni verði þrjú einbýlishús ofan á hálfniðurgrafinni bíla- geymslu í stað núverandi rafveituhúss. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjón- ustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 11. maí – 8. júní 2005. Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og tæknisviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athuga- semdir við breytinguna og skal þeim skil- að skriflega til umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 22. júní 2005. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Umhverfis- og tæknisvið Hafnarfjarðar. Sundhöll Hafnarfjarðar Bað- og laugarvarsla Sundhöll Hafnarfjarðar auglýsir lausa stöðu við bað- og laugarvörslu kvenna. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi S.T.H. og Hafnarfjarðarbæjar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Sundhallar Hafnarfjarðar Einar Sturlaugsson í síma 555 0088 (664 574) eða á staðnum. Gestir á fjölskyldudegi Sörla sem haldinn verður á laugardag- inn á Sörlastöðum við Kaldár- selsveg munu geta fengið góða hugmynd um hvernig hægt er á bestan hátt að byrja í hesta- mennsku í skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá sem stendur allt síðdegið. Auk þess verður boðið upp á fjölbreytta skemmt- un fyrir alla fjölskylduna. Stutt fræðsluerindi með sýn- ingaratriðum verða flutt og Sörlamenn sitja fyrir svörum Þar verður meðal annars fjallað um algeng byrjendamistök þeirra sem kaupa sér hesta og sýnt hvernig hirt er um þá. Járningameistari verður við járningar á svæðinu og í sérstök- um gerðum verður safnað saman hestum af ýmsum litum. Þar verða fróðir hestamenn sem út- skýra litina og heiti þeirra. Einn- ig verður á staðnum söðlasmiður og hestamenn sem geta frætt gesti og gangandi um hvernig best verður staðið að hestakaup- um og hvernig kaupa má nauðsynleg reiðtygi. Til viðbótar þessu munu æfðir knapar leika listir sínar og hundurinn Tangó sýnir hundakúnstir á hestbaki.. Yngstu fjölskyldumeðlimirnir fá að sjálfsögðu að prófa hvernig það er að sitja hest á gæfum hestum sem félagar í Sörla teyma. Folöld og ungviði verða á staðnum. Þá verður boðið upp á ókeypis pylsur af grilli og gosdrykki með. Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði stendur fyrir þessari nýbreytni og er markmiðið að auðvelda þeim sem vilja fara út í hestamennsku að stíga sín fyrstu skref og að sjálfsögðu einnig að gleðjast með börnum, fullorðn- um og ótalmörgum fallegum fákum þetta laugardagssíðdegi. Fjölskyldudagur á Sörlastöðum á laugardag Alhliða kynning á hestaíþróttinni fyrir almenning Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Fjarðarskór – Firði • sími 555 4420 Vortilboð Verð áður kr. 3.990,- og 4.990,- Verð nú aðeins 2.990,- © H ön nu na rh ús ið – 0 50 5 Fleiri tegundir og litir einnig á tilboði – Sjón er sögu ríkari Ath. verslunin er flutt í suðurhluta Fjarðar NÝTT KORTATÍMABIL Það var troðfullt í Hafnarborg á hádegistónleikum með Antoníu Hevesi og Bergþóri Pálssyni á miðvikudaginn í síðustu viku. Tónleikarnir voru á rólegri kant- inum, falleg vorlög í ágætum flutningi. Húsfyllir hjá Antoníu og Bergþóri Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.