Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.11.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 01.11.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. nóvember 2007 Eldsneytisverð 24. október 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 125,4 125,6 Atlantsolía, Suðurhö. 125,4 125,6 Orkan, Óseyrarbraut 125,3 125,2 ÓB, Fjarðarkaup 126,4 126,6 ÓB, Melabraut 126,4 126,6 Skeljungur, Rvk.vegi 128,2 128,3 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson Barmmerki við öll tækifæri www.barmmerki.tk Frábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Fríar prufur Þyngdarstjórnun - Aukin orka Gerður Hannesdóttir sjálfst. dreifingaraðili. 865 4052 • 565 1045 • ghmg@simnet.is Ef þú varst í Kaldárseli sunnudaginn 7. október í dásamlegu veðri (hjón með tvö börn) þá tók ég trúlega svarta úlpu í misgripum. Upplýsingar í síma 848 4766 (Arnbjörg) eða 896 0848 (Berglind) Sjö innihurðir úr dökkbæsaðri eik fást gefins. Hurðir í ágætu standi með öllu tilheyrandi. Upplýsingar í síma 565 2054 Hvítur kettlingur (fress) fæst gefins á gott heimili. Kassavanur og kelinn. Uppl. í síma 664 8741 / 565 3498 STÆRÐFRÆÐI - RAUNGREINAR Þarftu aðstoð fyrir prófin? Ef svo er, hringdu þá í mig og við skulum skoða málin saman. Marteinn Guðjónsson, framhaldsskólakennari s. 898 7725 eða 565 1045. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Kennsla Gefins Tapað - fundið Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilarHERBALIFE b eyta Í tilefni hinnar nýju þýðingar Biblí unnar sem út er komin verð ur haldið þemakvöld um Biblíu 21. aldarinnar í boði Full - orðins fræðslu Hafnar fjarðar - kirkju í safnaðarheimili Hafnar - fjarðarkirkju í kvöld kl. 20. Á þemakvöldinu verður skoð uð ritunarsaga Biblíunnar, hvern ig hinn gríski og hebreski texti hennar varð til, hvernig valið var í Biblíusafnið og heim ildargildi textanna verður kruf inn. Einnig verður leitað svara við spurn - ingum um heimildir Biblí unn ar. Var til dæmis María Magdalena höf undur Markúsar- og Jóhann - esar guðspjalls? Valdir textar verða bornir saman úr hinni nýju þýðingu og þýðingunni frá 1981 og umdeild merking þýðingarinnar brotin til mergjar. Til hliðsjónar verða hafðar enskar, danskar, sænskar, þýskar og latneskar Biblíu þýð - ingar. Umsjón hafa prestar Hafnar - fjarðarkirkju Fullorðinsfræðsla Hafnarfjarðarkirkju Þemakvöld um Biblíu 21. aldar Ný heimasíða Biblíunnar - Biblíu 21. aldar - opnar í dag kl. 11 www.biblian.is Orkupunktajöfnun OPJ er ótrúlega beinskeitt og árangurs - rík tækni þar sem árangur kemur strax eða í það minnsta mjög fljótlega í ljós eftir að meðferð hefur verið beitt. Í gegnum tíðina hafa menn einblínt á orku - blikið án þess að skoða hvaðan það kemur og hvern ig. OPJ opnar þessa þekkingu og veit ir um leið aðgang til að bæta all verulega heilsu manna með því að jafna út orkunni á milli orkupunktanna. Þó má ekki taka OPJ sem lækn - ingar formi því það er það alls ekki heldur eingöngu líkn sem leitt getur til betri heilsu og þurfa þiggjendur áfram að leita til lækna og taka lyf þó þeir mæti í OPJ og kemur OPJ ekki í veg fyrir þörfina fyrir slíka hjálp. Þó er eftirtektarvert við OPJ að hún vikar mjög vel inn á stoðkerfi líkam ans, bólgnir vefir og lask - aðir vefir virðast jafna sig ótrú - lega hratt eftir OPJ, eins með vöðvabólgu, hún virðist hverfa í ein hvern tíma og stund - um alveg eftir OPJ. Engin vísindaleg rann sókn hefur verið gerð á þessari tækni og ekki eru til nein bein rök fyrir þeim árangri sem næst með OPJ. Það eina sem við sem beitum OPJ vitum er að hún virkar og stund - um svo vel að það kemur okkur sjálfum á óvart og stór kostur við þetta með ferðar - form er að ekki þarf að bíða í marga daga eða vikur eftir að finna mun á líðaninni heldur finn - ur þiggjandi strax eða mjög fljótlega fyrir bættri líðan. Höfundur stundar orkupunktajöfnun. Bætt líðan með orkupunktajöfnun Hafsteina Gunnarsdóttir Meistaraflokksráð kvenna í knattspyrnu hjá FH hefur ráðið Jón Þór Brandsson sem þjálfara meistaraflokks og 2. flokks kvenna. Jón Þór er FH-ingum af góðu kunnur enda bæði leikið og þjálfað fyrir félagið í gegnum tíðina sem og sinnt sjúkraþjálfun leikmanna. Hann hefur þjálfað í um 25 ár og hefur lengst þjálfað yngri flokka hjá FH, bæði í knattspyrnu og handknattleik. Þá hefur hann einnig þjálfað hjá öðrum félögum, m.a. hjá HK í Kópavogi, Hetti á Egilsstöðum, Leikni á Fáskrúðsfirði og skólaliði í Edinborg. Jón Þór er með UEFA–B þjálfaramenntun frá Knattspyrnusambandinu auk þess sem hann hefur sótt nám - skeið hjá ÍSÍ og HSÍ. Jón Þór hefur starfað sem sjúkraþjálfari frá 1988 og hefur lengst af unnið við endurhæfingu hjá Sjúkraþjálfaranum í Hafnar - firði. Systir Jóns Þórs, Margrét þjálfar einnig hjá FH og situr í meistaraflokksráðinu. Um 300 stúlkur iðka nú knattspyrnu hjá FH. Metnaður og áhugi þeirra hefur verið mikill og árangurinn góður. FH á nú bikarmeistara í 3. flokki og Íslands meistara í 4. flokki, auk þess sem að yngri flokkar hafa oftar en ekki raðað sér í verð - launa sæti á stúlkna- og hnátu - mótum. Jón Þór Brandsson þjálfar FH-stelpur Jón Þór Brandsson handsalar samninginn við FH. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Reykingar - aðstaða í íþróttahúsi! Í kynningu á dansleik í Hauka - húsinu á Ásvöllum á laugar - daginn segir: „Góð reykinga að - staða verður inn á svæðinu“. Hlýt ur það að skjóta skökku við í húsi sem er í meirihlutaeigu Hafnarfjarðarbæjar og vart í anda forvarnarstefnu Hafnar fjarðar - bæjar. Þetta er hús sem krakkar koma inn í, eftir svona dans leiki til að iðka íþróttir með for - varnargildi. Innritun í dagskóla fer fram dagana 1. til 25. nóvember 2007 á skólavef mennta málaráðu - neytis, menntagatt.is. Allar um - sóknir um nám í dagskóla eru raf rænar. Sótt er um á netinu og berast umsóknirnar beint til upp - lýsingakerfa framhaldsskólanna. Einstakir skólar kunna að bjóða upp á lengra innritunartímabil og er upplýsingar um það að finna á heimasíðu viðkomandi skóla. Umsækjendur sem ekki hafa veflykil tiltækan geta sótt hann á menntagatt.is. Nemendum sem koma erlendis frá er einnig bent á að setja sig í samband við þá skóla sem þeir hafa áhuga á að sækja um. Innritun í framhaldsskóla Nemendur geta innritað sig á www.menntagatt.is Ólafur Jóhannesson sem nýhættur er sem þjálfari FH í knattspyrnu hefur verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu og tekur við af Eyjólfu Sverrissyni. Mikil pressa er á Ólafi sem landsliðsþjálfara að ná betri árangri með liðið en undanfarið hefur tekist og var Ólafur borubrattur á blaðamannfundi þar sem hann virtist ókvíðinn með verkefnið og ætlar sér að þora út úr húsi eftir tvö ár. Hafði kona hans varað hann við og spurt hvort hann vildi lenda í því að þora ekki út úr húsi eftir tvö ár tæki hann við landsliðinu. Ólafur þjálfar landsliðið L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.