Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.03.2006, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 02.03.2006, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 2. mars 2006 Fréttasími: 565 4513 Auglýsingar: 565 3066 Úrslit: Handbolti Bikarúrslit kvenna: Haukar - ÍBV: 29-25 Bikarúrslit karla: Haukar - Stjarnan: 20-24 Úrvalsdeild karla: FH - ÍBV: Miðv.dag Haukar -KA: Miðv.dag Körfubolti 1. deild kvenna: Haukar - ÍS: 72-56 Úrvalsdeild karla: Haukar - Hamar/Self: 74-83 Þór - Haukar: 92-103 Næstu leikir: Handbolti 4. mars. kl.16.15, Ásgarður Stjarnan Haukar (úrvalsdeild kk.) 5. mars. kl.18.00, Kaplakriki FH - KA/Þór (úrvalsdeild karla) Körfubolti 2. mars. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - KR (1. deild kvenna) 2. mars. kl. 19.15, Seljaskóli ÍR - Haukar (úrvalsdeild karla). Íþróttir Eldsneytisverð 1. mars 2006 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía 109,2 108,3 Esso, Rvk.vegi. 111,7 110,7 Esso, Lækjargötu 111,7 110,7 Orkan, Óseyrarbraut 107,7 106,2 ÓB, Fjarðarkaup 107,7 106,2 ÓB, Melabraut 107,8 106,3 Skeljungur, Rvk.vegi 111,2 110,2 Öll verð miðast við sjálfsafgreiðslu og eru fundin á vefsíðum olíufélaganna. Fatahreinsun JAKKAFÖT .................................... 1.550,- HEIMILISÞVOTTUR (30 stk, 15 lítil og 15 stór) ......3.790,- SKYRTUR ........................................ 380,- KÁPUR.......................................... 1.365,- GARDÍNUR (pr. kg.) ................................ 775,- ÞVOUM OG HREINSUM ALLAN FATNAÐ GLUGGATJÖLD OG MARGT FLEIRA ALLT Á HREINU SÍÐAN 1965 HRAUNBRÚN 40 SÍMI 555 1368 Það var glæsilegur hópur leik- skólafólks sem skipaði hvert sæti í Víðistaðakirkju á sameiginlegum skipulagsdegi leikskólanna í Hafnarfirði sl. föstudag. Hátt í fjögur hundruð starfsmenn voru komn- ir saman til að ræða sín faglegu mál og fræðast um áherslur og stefnur m.a. í uppeldis- og sið- ferðismálum. Starfsemi leikskólanna hér í bæn- um hefur aukist mikið af umfangi á síðustu árum. Mikið átak hefur verið gert til að bæta úr allri aðstöðu og brýnni þörf fyrir aukið leikskólapláss, með endurbótum á eldra húsnæði samhliða kröftugri uppbyggingu. Þrátt fyrir mikla íbúafjölgun hér í bænum síðustu ár og hraða upp- byggingu á öllum sviðum, þá hefur okkur tekist að ná því meg- inmarkmiði að tryggja öllum 2ja ára börnum pláss á leikskólum bæjarins og það stefnir í að öll börn 20 mánaða og eldri komist inn frá og með komandi hausti. Þá er orðið stutt í 18 mánaða mark- miðið. Traust og gott starfsfólk Hér í Hafnafirði erum við með góða leikskóla og afar fjölbreyti- legt starf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en góðir leikskólar eru ekki sjálfgefnir. Það ræðst ekki af ytri búnaði hvernig til tekst, heldur fyrst og síðast af innri gerð, starfsfólkinu sjálfu., Ég þekki það af eigin reynslu af þeirri þjónustu, umönnun og uppeldi sem mín börn hafa hlotið hér í leikskólum bæjarins og ég þekki það ekki síður sem stjórnandi hjá bæjarfélaginu hversu vel er haldið utan um starf leikskólanna í Hafn- arfirði. Við getum öll verið stolt af því. Það er líka ástæða til að þakka þá miklu tryggð sem okkar ágæta starfsfólk hefur sýnt bæði starfi sínu og bæjarfélaginu í gegnum tíðina, ekki síst nú á síðustu miss- erum þegar vissulega hefur verið ákveðinn ólgusjór í launa- og kjaramálum. Það er fagnaðarefni að niðurstaða liggur nú fyrir bæði hvað varðar kjör leikskólakennara með nýlegri samþykkt bæjar- félagsins og einnig kjör aðstoðar- fólks með nýgerðum kjarasamn- ingum. Hér er um að ræða umtalsverðar kjarabætur sem tryggja vonandi góða sátt um stöðu og starfsemi leikskólanna og ekki síður að störf við leikskólana verði eftirsóknar- verð. Við þurfum sannarlega á því að halda til að styrkja starfið og efla faglegan þátt skólanna. Þessi störf ber að meta að verðleikum og um það verður að ríkja al- mennur skilningur. Aukið foreldrastarf og framþróun Mikið hefur áunnist í framþróun leikskólamála hér í Hafnarfirði á síðustu árum. Metnaðarfull skóla- stefna var samþykkt í bæjarstjórn á s.l. vori og hefur þegar verið hrint í framkvæmd í ýmsum atriðum. Má þar m.a. nefna aukið foreldrastarf en skólaskrifstofan hefur m.a. staðið fyrir fræðslu fyrir stjórnir foreldrafélaga og með því sýnt í verki, vilja til þess að efla samstarfið enn frekar. Þá hefur upplýsinga- tæknin verið efld og nú eru allir leikskólarnir komnir með virka heimasíðu. Framundan er þarfagreining og endurnýjun á tölvu- búnaði fyrir vorið. Allir skólar ættu því að verða búnir nýjum og fullkomnum tölvukosti að loknu sumarleyfi – margir fyrr. Einnig hefur þróunarsjóður leikskóla verið aukinn verulega í fjár- hagsáætlun þessa árs eða úr 500 þúsund krónum í fjórar milljónir. Brautryðjendur á ýmsum sviðum Hafnarfjörður hefur verið um margt brautryðjandi í nýjungum í leikskólastarfi. Það kemur ma. fram í almennu sjálfstæði leik- skólastjóra við rekstrarstjórn og innleiðingu nýrrar tækni við kostnaðareftirlit, innkaup og fleira. Nýjasta stórverkefnið er Hraunvallaskóli – fyrsti sérhann- aði leik- og grunnskólinn á land- inu. Þar verður bryddað upp á mörg- um nýjungum í samstarfi leik- og grunnskóla. Þetta er spennandi verkefni sem gaman verður að fylgjast með og það er sannfæring mín að það verði víða litið til okkar hvað þetta verkefni varðar. Þá eru að hefjast framkvæmdir við stækkun Hjalla um tvær deildir og fyrirhuguð er stofnun grunnskóladeildar þar næsta haust. Þar er reiknað með milli 20 og 30 börnum í 1. bekk grunn- skóla og í framhaldinu er stefnt að stofnun nýs grunnskóla haustið 2007 í tengslum við nýjan leik- skóla í nýrri íbúðabyggð fyrir námsmenn í Vallarhverfinu. Þessa dagana standa síðan yfir viðræður við nokkra starfsmenn bæjarins varðandi hugmyndir um leikskólarekstur þar sem eingöngu verða 5 ára börn. Farnar verða nýjar leiðir til að undirbúa börnin undir hið formlega nám á næsta skólastigi. M.a. verður leitað sam- starfs við tónlistarskóla og horft verður til niðurstöðu rannsókna um málþroska leikskólabarna og tengsl hans við þróun læsis. Vel hefur verið tekið í þessa hugmynd sem er í anda aukins samstarfs leik- og grunnskóla og áréttar að milli leik- og grunnskóla eru ekki endilega ein skörp skil. Fleira fagfólk og aukin gæði Hér í Hafnarfirði er markvisst unnið að því að auka hlutfall fag- fólks með því að styðja starfs- menn í að afla sér réttinda í leik- skólafræðum í fjarnámi við Há- skólann á Akureyri og Kennara- háskóla Íslands. Er starfsfólki boðið upp á samning þar sem bæj- arfélagið skuldbindur sig til greiða laun starfsmanna á meðan á náminu stendur. Þá hefur Skólaskrifstofan boðið upp á fjölda námskeiða og Fjölbreytilegt og öflugt leikskólastarf Lúðvík Geirsson fræðslufunda fyrir starfsfólk leik- skóla og má geta þess að 645 starfsmenn leikskóla sóttu sí- menntun til Skólaskrifstofu á síð- asta ári en þá er ekki talinn með sá fjöldi sem sótti sér fræðslu í Menntasetrið við Lækinn eða aðra símenntun utan stofnana Hafnar- fjarðar. Launuð námsleyfi hafa legið niðri um nokkurt skeið en nú hefur verið opnað fyrir þau aftur. Stefnt er að því að heimila tveimur leikskólakennurum í ár að sækja viðurkennt framhaldsnám á launum. Leikskólarnir hér í Hafnarfirði hafa þróast og eflst á margbreyti- legum forsendum. Við höfum ver- ið reiðubúin að fara ýmsar nýjar leiðir í uppbyggingu og höfum hvatt til enn frekari skólaþróunar. Við erum og höfum verið reiðu- búin til að styðja við alla nýbreytni til að auka fjölbreytni í starfsemi skólanna því það er bæði jákvætt og ekki síður mikilvægt. Höfundur er bæjarstjóri. Hratt ekið um helgina Þeir sem hraðast óku voru mældir á 160 km hraða á Hafnarfjarðarvegi, þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km, á 80 km hraða á Strandgötu í Hafnarfirði, þar sem leyfður er 50 km hámarkshraði. Foreldrafélag Öldutúnsskóla, Starfsmannafélag Öldutúnsskóla og skólastjóri Öldutúnsskóla hafa sent bæjarstjórn áskorun um að bæta húsnæðismál skólans. „Foreldrar, starfsmenn og skólastjórar í Öldutúnsskóla skora á bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar að hefja nú þegar undirbúning að byggingu/endurbótum á hús- næði skólans til að bæta húsa- kost hans og færa í viðundandi horf. Eftirfarandi húsnæði og aðstöðu teljum við að þurfi að byggja/endurbæta hið bráðasta. • Aðstöðu til íþróttaiðkunar. • Aðstöðu fyrir handmennt og listir. • Fjölnotasal fyrir samkomur og sýningar, s.s.leiklist. • Elstu álma skólans sem er mjög slitin og þarfnast al- gjörra endurbóta. • Kennsluhúsnæði unglinga- deildar, s.s.loft, ljós, húsgögn og gólf. Það er ósk okkar að bæjar- stjórn sýni metnað og ljúki við byggingu/endurbætur húsnæðis Öldutúnsskóla eigi síðar en árið 2008. Skólinn var vígður árið 1981 og síðan þá hafa nemendur þurft að sækja íþróttir um langan veg. Nú sækja nemendur skólans íþróttir í íþróttahúsið við Kapla- krika og við Strandgötu. Það er löngu tímabært að bæta úr því aðstöðuleysi sem háir skólanum og því óhagræði sem tímafrekar ferðir valda nemendum í skóla- starfinu. Fundurinn óskar eftir skriflegu svari bæjarstjórnar um áætlanir hennar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við skólann. Öldutúnsskóli Áskorun um bætt húsnæði L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.