Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.04.2010, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 08.04.2010, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Miðvikudagur 8. apríl 2010 Með sigri körfuknattleiksliðs Hauka á Val í úrslitakeppni fyrstu deildar 30. mars 2010 þá skráðu Haukar sig á spjöld sögunnar með því að verða fyrsta og eina félagið sem átt hefur lið í úrvalsdeild í öllum stóru bolta grein­ unum, það er knatt­ spyrnu, hand knattleik og körfu knattleik, bæði í meist araflokki karla og meist araflokki kvenna. Lið frá Hauk­ um munu því alls staðar spila í efstu deild á komandi keppnis­ tímabili. Þetta er árangur sem seint verður leikinn eftir og er merki um það frábæra afreksstarf sem unnið er hjá félaginu. Á sama tíma eru Haukar sigur­ sælasta félag 21. aldarinnar. Á árun um 2000 til 2010 hafa Hauk ar unnið 22 bikar­ eða Íslands meistaratitla í meist­ araflokki. Þessir titlar skiptast þannig að meistaraflokkur karla í handbolta hefur orðið Íslands­ meistari 7 sinnum og bikar meist­ arar 3 sinnum. Meistara flokkur kvenna í handbolta hefur unnið Íslandsmótið 3 sinnum og bikarinn einnig 3 sinnum. Meist­ araflokkur kvenna í körfubolta hefur síðan orðið Íslandsmeistari 3 sinnum og bikarmeistarar 3 sinnum. Þá eru ótaldir fjöldi deildarmeistaratitla og titlar yngri flokka í öllum þessum íþróttagreinum. Haukar hafa gert samantekt á árangri liða í stóru bolta­ greinunum og er niðurstaðan sú að Haukar eru með nokkuð forskot sem sigursælasta félag 21. aldarinnar. Þau félög sem koma næst eru Reykja víkur stór­ veldin KR og Valur. KR hefur unnið 17 titla frá alda mótum, 8 í körfubolta og 7 í knatt spyrnu. Valur hefur unnið 16 titla, 11 í knattspyrnu og 5 í handbolta. Keflavík hefur unnið 15 titla, 13 í körfubolta og 2 í knattspyrnu. Það er síðan nokkuð bil í næstu félög sem eru Stjarnan og ÍBV með 8 titla hvort félag. Í þessum hópi er meist­ araflokkur karla í handbolta hjá Haukum með flesta titlana eða 10 alls. Næst sigursælasti hóp­ urinn er síðan meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hjá Val með alls 9 titla. Árangur Hauka markast að nokkru af því að um aldamótin flutti félagið í Íþrótta miðstöðina á Ásvöllum og það má með sanni segja að Ásvellir sé félagssvæði sigur vegaranna. Það er reynd ar farið að tala um íþróttahúsið á Ás völlum sem „hús sigurvegaranna“. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur Hauka í íþróttavellinum þá leggur félagið nú sem endranær á það áherslu að þátt taka í starfi Haukanna sé gleði­ stund þar sem félagar koma saman og njóta þeirrar ánægju að gleðjast í góðra vina hópi. Um árangur okkar í því starfi vitna stórir hópar félags­ manna sem koma að Ásvöllum til að njóta ánægjustundar hjá sigursælasta félagi 21 aldarinnar. Höfundur er formaður Hauka. Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Fjármálafræðsla fyrir þig í Hafnarfirði Fjármál heimilanna Í flóknu og breytilegu umhverfi er mikilvægt fyrir alla sem koma að rekstri heimilisins, að hafa haldgóða þekkingu á fjármálum þess. Þá eru allir betur í stakk búnir til að taka fjárhagslegar ákvarðanir fyrir sig og fjölskyldur sínar. Á fræðslufundinum í Hafnarfirði verður fjallað á aðgengilegan hátt um flesta þætti sem snúa að fjármálum heimilisins. Hafnarfjörður - 14. apríl kl. 20 í Hafnarborg Fyrirlesari er Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Fundurinn stendur yfir í 90 mínútur. Skráðu þig á arionbanki.is Allir velkomnir - ókeypis aðgangur. Komdu og njóttu góðra veitinga í bland við fróðleik sem kemur sér vel. Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum Arion banka eða í síma 444 7000. Stórveldið í Hafnarfirði Ágúst Sindri Karlsson TÖLVUHJÁLPIN Viðgerðir, vírushreinsanir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum. Kem í heimahús. Sanngjarnt verð Sími 849 6827 Miðvikudaginn 31. mars var leikið til úrslita í einliðaleik á Íslandsmótinu í tennis innan­ húss sem var haldið í Tennis höllinni í Kópavogi. Á mótinu varð Hjördís Rósa Guð­ munds dóttir úr tennisdeild Badminton félags Hafnarfjarðar Íslands meistari í þremur flokkum. Í flokki 12 ára og yngri sigraði hún Önnu Soffíu Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs í úrslita leik. Í flokkum 14 ára og yngri og 16 ára og yngri bar hún síðan sigurorð af Eirfinnu Mána dís Chen Ragnarsdóttir úr Fjölni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hjördís Rósa alls unnið 7 Íslandsmeistaratitla í tennis. Í sumar verða haldin tvö Evrópu mót unglinga á vegum Tennissambands Íslands innan Evrópumótaraðar unglinga þar sem Hjördís Rósa verður örugglega á meðal keppenda. Þrefaldur Íslandsmeistari í tennis Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr tennisdeild BH.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.