Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 26

Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 26
Guðmundur Finnbo$aso?i: o BOKBAND Grein sú er hér birtist er tekin tír ISnsögn Islands meS leyfi útgefandans, ISnaSarmannafélagsins 1 Reykjavtk. 1 henni er mikinn fróSleik aS finna um bókbandsiSnina hér á landi á liSnum öldum og allt til vorra daga. Þótti jntí rétt aS birta hana hér, þar scm œtla má aS ISnsagan sé 't fcerri manna höndttm en sú ágeeta bók verSsknldar. Um bancl á bókum hér á landi fyrstu ald- irnar vitum vér ekki annað en það, sem kunn- ugt er um bókband á þcim tímum erlendis og svo það, scm getið cr um band á bókum í ls- lenzku fornbréfasafni. Hin skrautlegu handrit, sem höfð voru við guðsþjónustuna (messubæk- ur, tíðabækur), voru oft bundin í tréspjöld, scm stundum voru búin drifnu eða gröfnu gulli, silfri Stjórn. AM 225, fol. Handrit frá fyrra helmingi 15. aldar. eða messing og sett steinum eða skornu fílabeini. I Isl. fornbréfasafni I—XII, á árunum 1269— 1488, hcf ég fundið getið um 13 texta (þ. e. guð- spjallabækur) silfurbúna eða „textabúnað með silfur“ (ef til vill em þeir þó ckki ncma 9, ef sama bókin er talin oftar en einu sinni á sama stað), 2 textaspjöld af messing, 1 texti með mess- ing, 1 með kopar, 1 með tönn, 7 textar ,,búnir“, án frekari greinargerðar, 54 bækur í spjöldum (þar af árið 1396 á Hólastað 45, cn spjaldalausar 60) í skinni 9, í selskinni 12, í lérefti 1, samtals 101. Hve mikið af þessum „búnaði" bókanna hef- ur verið íslenzkt, verður nú ekki vitað. 2 aspiciens- bækur í spjöldum, enskar, á Hálskirkja 1318. En að Islendingar gátu búið messubækur fagurlega sést af því, er segir um Laurentius Hólabiskup (1324—31): „I þann tíma tók Laurentius biskup at sér gullsmið er Eyjólfr hét, var hann vel hagr maðr; lét Laurentius biskup hann smíða kirkjunni á Hólum texta tvo harðla sæmiliga, sem enn mega sýnast á Hólum". Bækurnar voru, svo sem kunnugt er, úr skinni. Voru skinnin skorin í ferstrenda búta, hver bút- ur lagður saman, svo að hann yrði tvö blöð; 4 slíkir bútar voni vcnjulega lagðir hver innan í annan, og vom þcssi 8 blöð kölluð kver. Kverin voru svo saumuð í réttri röð með sterkum þræði, eins konar mjóu scglgarni, á digra leðurþvengi eða snæn, er lágu með nokkni millibili um þveran kjölinn og náðu svo scm 3—6 sm. út fyrir kjöl- inn. Þegar bókin var sett í spjöld, var þvengurinn dreginn utanfrá gegnum gat við spjaldröndina og út um annað gat ögn lcngra frá kili og festur

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.