Prentarinn - 01.03.1995, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.03.1995, Blaðsíða 6
Verkalýðsbarátta og persónulegur frami Ingi fíúnar Eðvarðsson Hin síðari ár hefur nokkuð borið á þvíað starfsfólk skorist undan þvíað starfa að verkalýðsmálum þvíþað telur að atvinnurekendur muni refsa því með uppsögn, leggi það í einelti eða hegni þvf með öðr- um hætti. Ber það nokkurn vott um harðnandi samskipti á vinnumarkaði að undanförnu. Eðlilega hefur vaxandi at- vinnuleysi áhrif í þessu efni. í því Ijósi leikur eflaust mörgum forvitni á að vita um afdrif þeirra manna sem staðið hafa íeldlínunni fyrir stéttarfélög á liðnum áratugum. Með hlið- sjón afþvf mun ég leitast við að gera grein fyrir afdrifum nokkurra forystumanna Hins íslenzka prentarafélags. Pví miður er ekki tóm til að fjalla um önnur stéttarfélög þótt ærin ástæða væri til. Athugun mín leiðir ótvírætt í ljós að félags- störfin hafa ekki reynst forystumönnum prent- ara fjötur um fót. Öðru nær. Fjölmargir forystu- mannanna hafa síðar verið ráðnir sem verk- stjórar, prentsmiðjustjórar í prentsmiðjum eða stofnað eigið fyrirtæki. Aðrir hafa horfið að fyrri prentstörfum í prentsmiðjum innanlands sem utan. Enn aðrir hafa horfið að starfi á veg- um verkalýðshreyfingarinnar, einkum á síðari árum eftir að hún varð fjársterkari. lagsins, varaformaður, formaður fasteigna- nefndar og meðstjómandi Byggingarsam- vinnufélags prentara um áratuga skeið. Hann var kjörinn heiðursfélagi HÍP 4. apríl 1972. Ell- ert hóf nám í Félagsprentsmiðjunni 1. maí 1928 og lauk þar námi á tilskildum tíma. Hann réðst til Steindórsprents þegar það var stofnað 1934 og vann þar við setningu til vors 1943 er hann hóf vinnu í Víkingsprenti og vann þar um sum- arið. Þá um haustið, hinn 9. október, stofnaði hann Prentsmiðjuna Odda með þeim Baldri Ey- Hið íslenzka prentarafélag Hið íslenzka prentarafélag var sem kunnugt er stofnað 4. apríl 1897. Félagið hafði löngum einvalaliði á að skipa - mönnum sem fylltu raðir leikara, rithöf- unda og stjómmálamanna, svo sem Frið- finnur Guðjónsson, Guðmundur Magn- ússon (Jón Trausti) og Jón Baldvinsson. Svo að umfjöllunin flæði ekki yfir bakka takmarkast athugun mín aðallega við formenn Prentarafélagsins eftir 1960. Það gefur nokkuð glögga mynd af for- ystumönnum félagsins því margur for- maðurinn hóf sín stjórnunarstörf sem meðstjórnandi, var ritari eða gjaldkeri um skeið áður en honum var falið að hafa formennsku á hendi. Helsta heim- ild mín um störf formannanna er ritið Bókagerð- armennfrá upphafi prentlistar á íslandi. Magnús Astmarsson var formaður HIP1946 og 1955-58 og 1960, jafnframt gjaldkeri félags- ins um hríð. Hann sat í miðstjórn ASI um fjög- urra ára skeið, og var gjaldkeri samtakanna í tvö ár. Magnús gegndi jafnframt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn. Hann var formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík, sat í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir Alþýðuflokkinn 1950-62 og átti sæti í miðstjóm flokksins. Hann hóf prentnám á 15. aldursári 1923 hjá Prentfélagi Vestfjarða á Isafirði og vann þar til 1933. Fór þá í kennaraskólann og fékkst við kennslu í þrjá vetur að loknu námi þar. Magnús vann í Prentstofu Jóns H. Guð- mundssonar 1938 og í Gutenberg frá 17. janúar 1939. Hann var forstjóri Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg frá 1961 til dánardægurs í febrúar- mánuði 1970. Ellert Ág. Magnússon var formaður Prent- arafélagsins 1959-60. Af margvíslegum störfum í þágu félagsins má nefna að hann var ritari fé- þórssyni, Björgvin Benediktssyni, Finnboga Rúti Valdimarssyni o.fl. og var þar um skeið stjórnarformaður. Sumarið 1950 seldi hann hlut sinn í Odda og réðst til prentsmiðju Leifturs og vann þar um fimm ára skeið. Starfaði í Borgar- prenti 1955-56, er hann hóf aftur störf í Prent- smiðjunni Odda þar sem hann starfaði til 1979. Vann við vélsetningu í Hagprenti til miðs árs 1985 er hann lét af störfum. Óskar Guðnason var kjörinn varaformaður Hins íslenzka prentarafélags 1959-61 og for- maður 1961—63. Ungur var hann kjörinn til trúnaðarstarfa fyrir félagið, því 23 ára var hann kjörinn ritari félagsins árið 1929. Átti auk þess sæti í skemmtinefnd og trúnaðarmannaráði. Óskar var kjörinn heiðursfélagi HÍP vorið 1972. Hann hóf prentnám í Prentverki Odds Björns- sonar á Akureyri 1. júní 1920 og lauk þar námi. Fluttist þá til Reykjavíkur. Vann í Alþýðuprent- smiðjunni 1926-35, í Félagsprentsmiðjunni nokkra mánuði á árinu 1935. Réðst til ísafoldar- prentsmiðju 1936 og starfaði þar í tíu ár, lengst af sem verkstjóri í setjarasal. Síðan lá leið hans í 6 PRENTARINN1/95

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.