Prentarinn - 01.04.1996, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.04.1996, Blaðsíða 8
JÓLASAGA Lesmál og lífsháski Ingólfur Margeirsson segir í eftir- farandi grein, að jólabókaflóðið sé líkt og náttúru- hamfarir; það ógni lífi og eignum margra en skapi einnig hetjur og auðœfi. Hins vegar séu Islendingar viðbúnir náttúru- hamförum og öðrum óvœntum atburðum en hið augljósa og fyrirsjáanlega komi þeim ávallt í opna skjöldu. Jólabókaflóðið er skollið á okkur eina ferðina enn. Við sogumst, viljug eða óviljug, í boðaföll og straumköst þessa sérkennilega flóðs, sem virðist eiga upphaf sitt og endi jafn óvænt og skyndilega og síðasta Skeiðarár- hlaup. Það er engu líkara en útgefendur, prentarar, rithöfundar, bókabúðaeigendur og gagnrýnendur séu á einu máli um, að þetta mikla bókahlaup geti aðeins átt sér stað einu sinni á ári: Skömmu fyrir jól. Og almenningur getur dregið af þessari þöglu samþykkt þá ályktun, að allar bækur séu í raun jólabækur. Bók er sem sagt ekki lengur bók, heldur jólagjöf. Hvað hefði nú Snorri gamli sagt við þessari staðreynd? Hvaða aug- um hefði hann litið söguþjóð sína í ir, bænabækur, upplýsingabækur, ljóðabækur, lífsháskabækur, sagn- fræðirit, handbækur, fræðslurit, bamabækur, unglingabækur, ástar- sögur, reynslubækur og forsetabæk- ur. Sennilega hefði Snorri flett öll- um Bessastaðabókunum, kinkað þögull kolli og hugsað sem svo: , Jamm, þetta er byggt á sömu hug- mynd og Heimskringla en stfllinn kannski ekki alveg sá sami.“ Islendingar em reyndar vanir hamfömm; eru eins konar hamfara- þjóð, snöggir að bregðast við eld- gosum, árhlaupum, öskufalli, jarð- skjálftum og gengisföllum. Islend- ingar eru þjóð sem er í sífelldri við- bragðsstöðu; þjóð sem aldrei slakar á og er ávallt viðbúin hinu óvænta. Þess vegna eru Islendingar ávallt undir það búnir að hreppa hæsta ^þt/rés '96 dag? Eða hefði hann bara yppt öxlum og tekið sér spólu á næstu myndbandaleigu í Reykholtsdal eða keypt sér afmglara? Kannski hann hefði flett Bókatíðindum kampa- kátur og hugsað sem frumhöfundur íslenskra endurminningabóka, að vel hafi hefðin dafnað: I dag gæfi þjóð hans út alla hugsanlega þætti INGÓLFUR um íslendinga, ekki aðeins ævisög- MARGEIRSSON ur, heldur skáldsögur, ferðaffásagn- Víkingalottóvinninginn eða húsið þeirra flytjist um tuttugu metra í jarðskjálftahrinu. Það era aðeins hlutir sem liggja í augum uppi sem koma Islendingum á óvart. Þannig verða þeir ævinlega botnlaust undrandi þegar grænmetið okkar er sífellt hið dýrasta í heimi. Þeir skilja hvorki upp né niður í því hvers vegna talsmenn útgerðarinnar gráta allt árið yfir slæmum kjörum og skilyrðum meðan kvótakóngamir og sægreifamir græða tugi og hundrað milljóna á ári. Islendingar verða alveg hlessa þegar börn þeirra fá falleinkunn í námsgetu í alþjóð- legum könnunum og þá rekur í rogastans að frétta að fólk á lands- byggðinni (sem löngu er flutt suður) sé ekki flutt inn í allar félagslegu íbúðimar sem stjómvöld byggðu fyrir það á staðnum. Hið augljósa kemur landanum sífellt í opna skjöldu. fslendingurinn er hins vegar alltaf viðbúinn hinu ófyrirséða og fáránlega sem myndi gjörsamlega kollvarpa öðram þjóð- um. Þess vegna era líka íslendingar hamingjusamasta þjóð í heimi. Þessi þjóð verður aðeins vansæl þegar ládeyða skellur á; ekkert að gerast og jafnvægi rflcir. Eðlilegt þjóðarástand á illa við íslensku þjóðarsálina. Kannski að þetta sé hin djúpsál- fræðilega skýring á jólabókaflóðinu. Að bókamenning sé aðeins marktæk ef hún er eins og náttúrahamfarir; dynur fyrirvaralaust á, stendur ekki of lengi og að lokum standa nokkrar björgunarhetjur upp úr en aðrir hafa misst mannorðið og allar eigur sínar. Eiginlega ætti að vera til viðlaga- sjóður íslenskrar bókaútgáfu. Lífsbjörg hinna pattaralegustu Jólabókahlaupið verður því lífsbjörg hinna hæfustu; „survival of the fittest" eins og Darwin orðaði þróunarkenn- inguna á einum stað. Flosi Olafsson leikari myndi sennilega segja að þessi Kfsbjörg væri „survival of the fattest" - hinir pattaralegu komast af. Hinir hæfustu eða hinir feitustu era þeir sem seljast mest, þeirra er nkið og dýrðin en ekki að eilífu heldur aðeins ífam yfir skiptibókamarkað. Þess vegna er jólabókaflóðið ekki aðeins náttúrahamfarir heldur einnig samkeppni; keppni í afkomu; eins konar íþróttasamkeppni afkomunnar. Byijum á byijuninni: Rithöfund- um. An þeirra væri ekkert jólabóka- hlaup. An þeirra væru engar bækur gefnar út yfirleitt. Án þeirra væru 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.