Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.03.1997, Blaðsíða 5
STARFSMANNAFÉLÖG ■ ■H Starfsmannafélag Odda og Sveinabókbandsins Starfsmanna- félag Odda og Sveinabók- bandsins, skammstafað SOS, var stofnað í mars 1966. Síðan liefur félagið vaxið og dafnað í takt við fyrirtœkin og eru nú hátt á þriðja hundrað manns íþví. SOS stendur fyrir ýmsum uppá- komum á hverju ári og meðal fastra liða má nefna pylsupartí í byrjun sumars, sumarferð sem er ýmist dagsferð eða helgarferð, árs- hátíð og jólaball. Pylsupartíið var haldið í júní sl. og er þá ávallt valinn góður, sólríkur dagur, mörg hundruð pylsur grillað- ar og boðið upp á konfekt á eftir. Arshátíðin var haldin í byrjun október sl. í Danshúsinu Glæsibæ. Vegna þrítugsafmælis starfsmanna- félagsins var farið til Glasgow í Skotlandi og var mikil ánægja með þá ferð. Sumarútilegan var að þessu sinni í Miðdal, þar sem tjöldum var slegið upp og margt sér til gamans gert. Jólatrésskemmtun er orðin ómissandi þáttur í lífi og tilveru barna starfsmanna og hafa þessar skemmtanir verið haldnar í Templ- arahöllinni undanfarin ár við mikla kátínu ungviðisins. Einnig hefur SOS beitt sér fyrir leikhúsferðum sem hafa verið vel sóttar. Starfandi er Golfklúbbur Oddaverja sem stendur fyrir móts- haldi a.m.k. tvisvar á ári, Vormóti og Meistaramóti. Síðastliðið sumar voru þessi mót haldin á Hellu. Nýbúið er að endurvekja Keiluklúbb og eru æfingar einu sinni í viku í Keilu- höllinni við Öskjuhlíð. Þorrablót hafa af og til verið haldin þegar næg þátttaka hefur fengist. • PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.