Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 12
Mikael Torfason bókagerbarmanns „Þú hefur prófað flest er það ekki?“ „Jú,“ segi ég og glotti. Er svona nokkurn veginn með það á hreinu að hann er að tala um dóp en þar sem spumingin er loðin get ég alltaf sagst hafa misskilið hana ef hann þrumar á mig ein- hverjum fyrirlestri. „Já,“ segir Pétur hugsi þar sem hann stendur við vélina mína. Við erum báðir með heyrnartól en höfum dregið þau af öðru eyr- anu. Rás eitt ómar í höfðinu á mér ásamt sogskálahljóðum. Sog- skálarnar kippa pappírnum inn í vélina. Eg er að brjóta saman reikninga í takt við upplestur Ingvars E. Sigurðssonar á Gaura- gangi Olafs Hauks Símonarsonar. Þetta var uppáhaldsbókin mín þegar ég var unglingur og ég kann ekki við að slökkva á heyrn- artólunum þó Pétur standi yfir mér eins og bjáni. „Hvenær farið út?“ spyr hann loks eftir að hafa vandræðast yfir hausamótunum á mér alltof lengi. Mig grunar hvert hann er að fara með þessu þó ég voni að hann sé bara að spyrja af því að vélin hans er biluð og honum leiðist. Og ég sem hélt að bóka- gerðarmenn væru álíka göfug kvikindi og rithöfundar. Hafði ímyndað mér, í barnaskap mínum, að ef ég fengi vinnu í prentsmiðju væri ég aðallega í því að fram- leiða stórvirki bókmenntanna í stað reikninga í tví- og þríriti. Maður hafði allavega lesið um prentara og bókbindara sem gengu í ábyrgðir fyrir gömlu snillingana. Þessir menn áttu að hafa tekið þátt í að skapa stór- brotna listamenn á borð við Þór- berg og Laxness. Og snillingarnir sjálfir voru víst svo helteknir af verkum sínum að þeir mættu í prentsmiðjurnar til að fylgjast með og endurskrifa bækumar um leið og þær voru settar. Svo sagði sagan allavega en eini rithöfund- urinn sem ég hef rekist á á vappi um prentsmiðju er ég sjálfur. Og ég vann þama og hafði góða og gilda afsökun. Að vísu rakst ég einu sinni á lítinn og ómerkilegan útgefanda sem var að spá í að skipta um prentsmiðju og mér datt í hug að heilsa honum en ég þorði því ekki. „Sautjánda," svara ég en þá er áætlað að við ógiftu hjónin fljúg- um til Lundúna. Planið er að versla bamaföt á Vísa og skipta reikningnum út í hið óendanlega. „Já,“ heldur Pétur áfram og það er bara eitt sem þessi þunnhærði fjölskyldumaður á eftir að segja: „Ekki værirðu til í að taka pakka með þér heim aftur?“ ,Jú, jú,“ segi ég og vélin stöðvast. Stórt húnt af reikningum bíður þess að ég stokki þá og strokki. „Frá hverjum?" spyr ég og get ekki annað en glott út í annað því ég veit alveg um hvað hann er að tala þótt ég þykist vera voðalega naív varðandi allt sem hann segir. „Þú þarft að ná í hann,“ svarar Pétur og ég kippi reikningunum úr vélinni og bæti á hana. Við höfðum bara unnið saman í nokkra mánuði, við Pétur, þegar ég ákvað að smygla inn í landið okkar 2000 pillum af Ecstasy fyr- ir eina milljón í beinhörðum pen- ingum. Og á þessum tíma, meðan ég var að kaupa mér íbúð og skrifa fyrstu bókina mína, fannst mér sú upphæð stjarnfræðileg. Þar að auki var þetta helvíti spennandi. Ég hef aldrei haft for- dóma Framsóknarmanna gagnvart dópi. Mér hefur frekar fundist það vera bara eins og brennivín. Gerir fullt af fólki snarvitlaust og kem- ur ákveðnum hluta af því í gröf- ina. En það kom mér ekkert við. Ég notaði ekki dóp og var alveg sama þótt viti borið fólk neytti eiturlyfja í tíma og ótíma. Það hreinlega snerti mig ekki. Þar að auki hef ég aldrei verið hlynntur boðum og bönnum og leit á dóp- bannið sem rómantískt fyrirbæri eins og áfengisbannið var í gamla daga. Þá var afi að smygla og brugga og þær eru líka ófáar bíó- myndirnar sem gerðar hafa verið um rómantíska og heiðarlega bófa sem smygluðu brennivíni á bann- árunum í Bandaríkjunum. Það leit því út fyrir að einhver rómantík: leyndist í prentsmiðjunum eftir allt saman. Og þetta var mjög einfalt plan. A leiðinni út keypti ég tvær flösk- ur af koníaki í Fríhöfninni (við vorum þama bæði, ógift og í okk- ar fínasta pússi, og máttum taka tvær sterkar inn og út úr landinu) en áður hafði ég gert mér ferð í Ámuna og keypt svona tæki til að innsigla vínflöskur. Síðan þegar út var komið fann ég tengiliðinn og fékk afhentar tvö þúsund pillur sem ég skipti niður í litla poka og tróð ofan í flöskurnar. Þær fylltust alveg en mér tókst samt að hella smá af koníakinu ofan í þær aftur. Síðan innsiglaði ég flöskurnar, drakk restina af koníakinu, hélt 12 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.