Prentarinn - 01.03.2001, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.03.2001, Blaðsíða 12
þjóðfélaginu. Þessi ævintýra- mennska er í genunum okkar. Hins vegar hefur önnur eins tækniþróun ekki skollið jafn hart á neinni grein og prentverkinu og því vaknar sú spuming hvort ekki hafi hreinlega verið kominn tími fyrir íslenskar prentsmiðjur til að endurnýja vélakostinn. Hvort við bítum úr nálinni með þetta verður svo tíminn að leiða í ljós. Oli: Magnið skelfir mig samt og sú verðþróun sem er farin að fylgja í kjölfarið. Ég hef séð dæmi, þegar Oddinn hefur gert tilboð í prentverk og þau eru bor- in saman við niðurstöður milli- stærða prentsmiðja með þessar nýju vélar sem bjóða 50% lægra en hæsta tilboð. Þórleifur: Hvernig er það hægt? Það þarf að skaffa prent- vélunum verkefni og borga fólk- inu kaup. Svo þarf að borga jafnt og þétt af vélunum bæði á páska- dag, aðfangadag og föstudaginn langa því klukkan stoppar aldrei í bönkunum og lánastofnunum. Kristín: Fyrst minnst er á aug- lýsingastofur þá hef ég lent dálít- ið í því að vera spurð hvaða metnaðarleysi hrjái mig að vera að vinna í prentsmiðju. Af hverju ég stefni ekki hærra og fari inn á auglýsingastofu. Það þykir hálf- partinn púkó að vera prentsmiður í prentsmiðju. Agústa: Það er að sumu leyti rétt en þetta viðhorf - sem ekki er hægt að kalla annað en minni- máttarkennd - er aðeins hjá prentsmiðunum sjálfum. Ég fann það best þegar ég fór sjálf að vinna á auglýsingastofu að sú þekking sem prentsmiður býr yfir þykir jafn mikilvæg og sú sem góður grafískur hönnuður býr yfir. Viðhorfið er að þetta séu hæfileikar á mismunandi sviðum. Pétur Marel: Það er orðum aukið að minnimáttarkennd hrjái prentstéttina, nema hvað námið er almennt aðhlátursefni og styrkir sjálfsmynd fagfólksins að sjálf- sögðu ekki. Oli: Er þetta ekki líka spurning um markaðssetningu? Eins og í fermingarveislunni forðum þegar maðurinn var spurður hvað hann Krístín Helgadóttir starfaði. „Ég er bara prentari,“ svaraði hann. „En þú, hvað gerir þú?“ „Ég er bókasafnsfræðingur." Bókasafnsfræðingurinn var að vinna fyrir 98.000 á mánuði, en prentarinn fyrir 180.000 á mán- uði. Prentarinn þurfti ekkert að skammast sín, en það þykir bara ekki fínt að vera iðnaðarmaður. Þórleifur: En á sama tíma segja stjórnvöld að iðngreinar beri að efla og dá. Oli: Já, já, það er bara á 17. júní eða nýársdag og ekkert nema orðin tóm. Agústa: Ef ég miða við mig sjálfa myndi ég segja að það að vinna á auglýsingastofu væri meira fjör og meira „gaman“ en sjálf hef ég verið mjög heppin með þá prentvinnustaði sem ég hef starfað á í gegnum tíðina. Aðal munurinn er kannski sá að þegar þú vinnur í prentfyrirtæki ertu að taka við verkefnum utan úr bæ sem eru mjög misjafnlega unnin og gengið frá - og það get- ur verið frekar leiðigjarnt og erfitt. Það er ólíkt skemmtilegra að vinna verkefnið frá byrjun, að fá að hanna útlitið eftir eigin höfði og geta síðan sent það frá sér í frekari vinnslu. Þórleifur: Það er greinilegt, Ágústa mín, að þú hefur ekki komið lengi upp í GuðjónÓ. Óli: Þetta hefur líka eitthvað með stærðina á fyrirtækjunum að gera. Þegar ég byrjaði að vinna hjá Prentsmiðjunni Odda á Grett- isgötunni fyrir réttum 35 árum var alltaf rosalega mikil stemmn- ing og sérstaklega á föstudögum. 12 ■ PRENTARINN Pétur Marel Gestsson á síðastliðnu ári hefðu gengið í gildi ný lög og því voru þessi kaup alveg á síðustu metrunum með að ganga upp. I dag yrði Samkeppnisstofnun að taka tillit til nýju laganna. Ágústa: Oddinn er orðinn risa- stór en heldur því svo fram að markaðsstaða hans sé ekki svo sterk út af litlu prentsmiðjunum og prentþjónustunum. Þórleifur: Já, ég var nú næst- um búinn að missa stjóm á bfln- um þegar ég var að keyra Ártúns- brekkuna og heyrði í útvarpinu viðtal við Þorgeir Baldursson vegna úrskurðar áfrýjunamefndar um samþykki sölunnar. Þá segir Þorgeir þessa lflca dýrðarinnar setningu: „Svo má nú heldur ekki gleyma öllum einyrkjunum sem eru með 10 milljónir og undir í ársveltu. Ef þeir sameinast í eitt og stórt apparat myndum við standa mjög illa að vígi.“ Ég er nú á tiltölulega nýjum bfl og hafði engin önnur úrræði en að stoppa við Nesti og hlæja mig máttlausan. Mér var raunar skapi næst að bmna niður í Odda, banka upp á og segja: Þorgeir, segðu mér annan! Áður en ég dey. Góður brandari þar. Að halda því fram að Oddinn þurfi að hræðast einhveija sextán til þrjá- tíu einyrkja með 10 milljón króna veltu! Þótt slfk sameining kæmi einhvern tímann til framkvæmda yrði hún miklu dýrari en ávinn- ingurinn með alla þessa sextán til þrjátíu forstjóra. Óli: Kaupin voru samþykkt án nokkurra kvaða. Mér finnst sjálf- Kristín: Var ekki landlægt fyllirí á prentstéttinni í þá daga? Óli: Það var voðalega gott að vita af „einni“ í Tvistinum ef eitt- hvað kom uppá... Þórleifur: Og „hálfri" í hvarfi... Óli: Já, já, en þegar fyrirtæki eru orðin jafn stór og Oddi er í dag slitnar oft þessi innanhúss- mórall. Því miður. Þórleifur: Uss, þetta er orðið eins og lítið þjóðfélag þarna upp frá, enda vinnur 0,1% þjóðarinnar hjá Odda, ekki rétt? Rétt imdir alciarlokin keypti Prentsmiöjan Oddi pretit- smiðjuna Gutenberg og náði þar með yfir 50% hlutdeild á íslenska prentmarkaðn- um. Kaupin voru kœrð til Samkeppnisráðs ett Oddi áfrýjaði og fékk kaupin gild. Hafði þá Oddi bœtt þriðju skrautfjöðrinni í hatt sinn, en fyrir átti fyrirtœkið Off- setþjónustuna og Grafík. Óli: Það vinnur eitt prómill af íslensku þjóðinni hjá Odda fyrir utan dótturfyrirtækin Grafík, Off- setþjónustuna og Gutenberg, en til að missa ekki verkin úr landi er nauðsynlegt fyrir Oddann að hafa til taks þessa bakhjarla sem ráða við risaverkefni sem annars færu annað. Ef við búum ekki að svona öflugri prentsmiðju töpum við stórum hluta af prentverkinu úr landi. Þegar Oddi keypti fyrstu fjögurra lita vélina 1981 endur- heimtum við tímarit Fróða og Iceland Review aftur heim en þau höfðu verið prentuð í útlöndum. Þórleifur: Það eru hvorki göm- ul né ný sannindi að svona stækk- un og sameining er gerð til að há- marka hagnað. Þetta er þróun allra fyrirtækja sem hafa eitthvað umleikis, eru með sæmilega góð- an viðskiptamannahóp, hafa gott starfsfólk og geta jafnvel bætt við sig. En einhvern tímann er allt stopp. Einhvers staðar er brota- punkturinn. Þið leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér, en það kom lítil klásúla frá Samkeppnis- stofnun þess efnis að í desember

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.