Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 21

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 21
i meira eða minni mæli í ýmsum löndum og lögðu mikla áherzlu á velferð almenn- ings. Rómarsamningurinn er andóf á móti þessu. Greinar Rómarsamningsins bera með' sér, að það er grundvallarhugsun bandalagsins að endurlífga og styrkja hið óupplýsta peningaveldi. Sumir munu kunna vel hinu óupplýsta peningaveldi, aðrir miður. En hvað sem því líður, þá verðum við í umræðum okk- ar að gera okkur fyllilega ljóst, að það er þetta veldi, sem er kjarni Rómarsamnings- ins.“ „Annaö einkenni á Efnahagsbandalag- inu er, að lönd, sem í því eru, mynda ein- ingu án tolla sín á milli, en með tollmúr- um gagnvart umheiminum. Ég kem siðar að því, hverju það skiptir, að bandalags- löndin eru á margan hátt í andstöðu við önnur lönd veraldar mér liggur við að segja, að þau hafi fylkt liði gegn þeim.“ Hverskonar tengsl? „Sá mun tæplega til, sem óskar þess, að þjóð sín hafi ekkert samneyti við löndin í Efnahagsbandalaginu. Eg held mér sé ó- hætt að fullyrða, að í Noregi óskar þess enginn. En samskipti eru margvísleg, og menn geinir mjög á, hver háttur skuli hafður á þeim. Umræðurnar um bandalag- ið hafa orðið erfiðari, af því að það hefir verið villt um fyrir fólki og það látið halda, að allir, sem ekki eru með aðild, vilji, að landið einangri sig alveg frá bandalaginu. Þeir, sem eru hlynntir aðild, hafa stund- um talað um að „vera utan við“, og með því hefur fólk leiðzt til að hugsa sem svo, að aðeins tvennt sé til, full aðiid eða full- komin einagrun frá bandalagslöndunum. Með því að leggja málið fram á svo óraun- sæjan hátt, hefur margur maðurinn sem ekki leggst djúpt, sagt, að þá verðum við að játast undir fulla aðild, þó við verðum það ekki með glöðu geði. Það má hafa ferns konar efnahagssam- vinnu. I fyrsta lagi þess konar vöruskipti við bandalagslöndin, sem eklú styðjast við neitt sérstakt samkomulag fram yfir það, sem nú er eða hafa má innan ramma al- þjóðatollasamningsins (GATT), Sámein- uðu þjóðanna eða slíkra alþjóðasamtaka, sem ekki eru í andstöðu við nokkra eina þjóð eða þjóðahóp. I öðru lagi kemur til álita að óska eftir því að gera viðskiptasamning við banda- lagið. I þriðja lagi getur verið um aukaaðild að ræða. Formlega getur aukaaðild samkvæmt 238. grein því verið svo til hvað sem er, allt frá uppsegjanlegu samkomulagi, sem nær lítið lengra en viðskiptasamningur til þess að vera svo viðtæk, að hún verður í eðli sínu hið sama og full aðild. Þess vegna væri réttara að skilgreina nánar, hversu sterka aukaaðild maður á við eða að minnsta kosti taka fram, hvort átt sé við lausa eða nána aukaaðild. Bandalagsríkin hafa látið í ljós fastan ásetning sinn, að Rómarsamningurinn verði ekki aðeins tæki í efnahagsmálum, heldur einnig áfangi að pólitiskri einingu. Banda- ríkin hafa reynt að styrkja þau í þeim á- setningi með því að þjarma að bandalags- ríkjunum og þeim smáríkjum, sem nú hug- leiða málið. Þess vegna er hyggilegt að ætla, að stofnanir bandalagsins muni ekki vera uppveðraðar fyrir því, að einhver ríki fái lausa aukaaðild, meira að segja spurn- ing, hvort yfirleitt þýði að tala um auka- aðild. Ríki fær ekki ótvírætt svar við spurn- ingu um það, hvort því tekst að fá þess konar aukaaðild, sem það óskar, nema með samningum um aukaaðild, þar sem skýrt er tekið fram, hvað ríkið telur ekki koma til greina. Til að mynda fyrir Island það, sem Ölafur Thors forsætisráðherra sagði skýrum orðum 10. júní við United Press. International: „Eitt er víst. Við látum ekki þumlung af landhelgi við Island“ (heimild er Dagbladet, Osló, 12 júní). 1 fjórða lagi er svo full aðild að banda- laginu. Það er hin fulla aðild, sem felur í sér viðtækar, ævarandi og stórhættulegar afleiðingar. Það, sem nú skiptir mönnum í flokka, er því annars vegar full aðild og hins vegar aðrir liættir í samskiptum við bandalags- löndin. Ef tekst að koma í veg fyrir fulla aðild, þá hefur landið athafnafrelsi áfram. Mín skoðun er sú, að Noregur eigi, hvernig sem veltist, ekki að ganga lengra en gera viðskiptasamning við bandalagið. Það hindrar ekki, að ég á góða samvinnu við annan norskan hagfræðing í norsku starfsnefndinni í samtökum á móti aðild að Efnahagsbandalaginu, sem að- hyllist aukaaðild. Nú er barizt um fulla aðild. Ekki þarf að nefna það, að margs kon- ar samskipti má svo hafa við bandalags- löndin bæði i menningarmálum og öðru. Flestir munu taka undir það, þó að þeir hugsi sitt um efnahagssamskiptin. Auðhringar nýta hráefna- og orku- lindir í fátækum löndum tillitslaust. Nú á tímum hefur auðhringjum tekizt að hagnýta sér hið frjálsa hagkerfi þannig, að þeir hafa beitt fáguðum vinnubrögðum til að nýta hráefna- og orltulindir til að auðgast á. Vinnubrögðin eru svo fáguð, að fólk almennt kemur ekki auga á þau. Til þess er beitt alþjóðakerfi með aðalfélög og dótturfélög og alls konar klækjum þeirra á milli. Þar sem er gróðavon eru sett upp fyrirtæki til að „efla atvinnulifið". En reksturinn er stöðvaður á samri stundu, þegar hann hættir að bera sig eða auð- lindirnar þrotnar eða verðlagið verður ó- hagstætt og starfsfólkið er skilið eftir bjargarlaust. Og meðan fyrirtækið starfár, er almenningur féflettur með alls konar leyndri einokunarstarfsemi. Sumir hugga sig með því, að í Rómar- samningum eru ákvœði um eftirlit með auðhringjum. Bandaríkjamenn hafi um fjölda ára haft löggjöf til að hafa eftirlit með því að samtök fyrirtækja misnoti ekki aðstöðu sína. Það er óttalegur barnaskapur að ímynda sér, að slík lagasetning geti haldið aftur af auðhringjunum í hagkerfi, sem á að mót- ast af frjálsum viðskiptum. Það er eins og ætla að berjast í frumskógi að næturlagi með venjulegum hersveitum, sem æfðar eru að ganga i fylkingu: Einn, tveir, einn, tveir, vinstri snú, eins og reglugerðin kenn- ir. Samsteypurnar gi'unda út tíu nýjar leið- ir til að misnota aðstöðu sína í hvert sinn sem reynt er með löggjöf að koma í veg fyrir misnotkun. Ameríska samsteypan General Electric hefur verið dæmd 29 sinn- um fyrir brot á lögum um auðhringa, en hún blóggast eftir sem áður. Prófessor Ragnar Frisch, einn fremsti liagfraíðiugur Noregs, heldur ræðu sína um EBE í Háskóla Is- lands á dögunum. DAGFARI 21

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.