Bæjarblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 7

Bæjarblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 7
BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð Þóra Hauksdóttir hlaut 1. verðlaun — í teiknimyndasamkeppni Lionsklúbba As.l. hausti efndi Al- þjóðahreyfing Lions- klúbba til samkeppni meðal grunnskólanema um gerð friðarveggspjalds undir kjörorðinu „Sjáðu fyrir þér friðsælan heim“. Nemendur í Holtaskóla í Keflavík unnu að gerð mynda í keppnina, undir leiðsögn teiknikennara síns Olínar Björnsdóttur og skiluðu um 120 nem- endur myndum í keppn- ina. Þann 22. des. voru börnunum afhent verð- laun og viðurkenningar fyrir þátttökuna. 1. verðlaun hlaut Þóra Sigrún Hjaltadóttir. 2. verðlaun hlaut Hafdís Lára Kjartansdóttir. 3. verðlaun hlaut Eygló Tómasdóttir. Með þátttöku í þessari keppni hafa Lionsklúbbar fengið tækifæri til að hvetja íslenska grunn- skólanemendur til um- hugsunar um mikilvægi heimsfriðar og jafnframt tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi Lionshreyfing- arinnar, sem telur að með þessari keppni' geti hún lagt grunn að varanlegum heimsfriði. Á myndinni eru verðlaunahafar í teiknimyndasamkeppninni. Að neðan frá v.: Eygló Tómasdóttir, Þóra Sigrún Hjaltadóttir og Hafdís L. Kjartansdóttir. Fyrir ofan eru Guðrún Guðmundsdóttir og Bergþóra Bergsteinsdóttir frá Lionessum. Ljósm.: ELG Glæsilegt ferskt fiskborö alla daga Nýr fiskur daglega Kartöflur á kr. 198.- pr 2 kg. Hringbraut 92 - Keflavik - Sími 12566 Um leið og við fögnum nýju ári býður Sparisjóðurinn upp á ráðgjöf * vegna kaupa og sölu á húsnœði * vegna húsbréfakerfisins * vegna ávöxtunar sparifjár * við gerð greiðsluáœtlana Ráðgjöfin er öllum opin síminn er 15800 eða lítið við að Suðurgötu 4. n SPARISJOÐURINN — sér um sína

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.