Bæjarblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 25.07.1990, Blaðsíða 3
BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð 3 Bakhliðarnar málaðar Keflavíkurbær fékk ein- hverntímann það við- urnefni að vera Ijótasti bær séður frá sjó. Og vissulega bar hann það vafasama viðurnefni með réttu. En ef ekið er eftir vegin- um nýja meðfram fjöruborð- inu, þ.e. neðan við Hafnar- götuna, má glögglega sjá að ýmislegt hefur breyst til batn- aðar. Fjaran hefur verið hreinsuð, en hún var í slæmu ástandi áður, nánast eins og ruslahaugur. Og nú bregður svo við að menn eru farnir að mála bakhliðarnar á húsunum. Myndin hér var tekin af mál- urum sem voru í síðustu viku að mála bakhliðina á Hafnargötu 35. Þó svo menn séu farnir að huga að því að afmá viður- nefnið vafasama af bænum, skortir samt mikið á til að ástandið sé viðunandi, og óljóst er hvenær gerð vegar- ins líkur. En góðir hlutir gerast hægt. ELG. Lísetta Samkaup Opnum ný]a snyrtivöru- verslun föstudaginn 27. júlí kl. 13.00. ■ Kynnum Juvena - snyrti- vörur frá kl. 14-18. Gjörið svo vel að líta við. Snyrti vöru verslunin Lísetta Samkaup — Sími 13310. TILSÖLU! Raðhúsaíbúðir við Fríholt í Garði Ennfremur til leigu gott 120 fermetra íbúðarhúsnæði Byggingaraðili: Húsabygging hf. Upplýsingar gefur Már í sfmum 27740 og 985-28665

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.