Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 05.10.2012, Qupperneq 4
OYSTER PERPETUAL DATEJUST Michelsen_255x50_C_0612.indd 1 01.06.12 07:21 Gistinóttum fjölgaði um 10 prósent í ágúst Gistinætur á hótelum í ágúst voru 239.500 samanborið við 218.500 í ágúst 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 89% af heildarfjölda gistinátta í ágúst en gistinóttum þeirra fjölgaði um 11% samanborið við ágúst 2011. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 3% færri en árið áður, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suður- nesjum, þar sem þeim fækkaði um 7%. Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur 149.000 eða um 12% fleiri en í ágúst 2011. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 17% fyrstu átta mánuði ársins, voru 1.265.800 miðað við 1.085.500 á sama tímabili árið 2011. - jh Aflífa hund sem beit lögregluþjón Framkvæmdaráð Akraneskaupstaðar, yfirvald dýrahalds í bæjarfélaginu, hefur ákveðið að aflífa skuli hund eftir ítrekuð brot eigandans og eftir að hundurinn beit lögregluþjón. Hundurinn hefur verið tekinn úr vörslu eiganda síns, að því er Skessu- horn greinir frá: „Fjöldi kvartana hafði borist vegna lausagöngu hundsins, ónæðis og ógnandi háttsemi og einnig hefur undir- skriftalisti verið afhentur þar sem íbúar í hverfinu óskuðu eftir því að hundurinn yrði fjarlægður. Í lögregluskýrslu kemur fram að hundurinn sé hættulegur og hafi nýverið ráðist á og bitið lögregluþjón. Á myndbandsupptöku sést þegar hundurinn ógnar íbúa með því að hlaupa að honum og gera tilraun til að stökkva á hann.“ - jh Hlutafé Iceland Express aukið um milljarð Hlutafé Ísland Express, rekstrarfélags Iceland Express, var aukið um rúman milljarð á dögunum. Hlutafjáraukningin fór fram með skuldajöfnun. Í henni fólst að kröfum félag- anna Fengs og Sólvalla var breytt í hlutafé. Þetta er annað skiptið á árinu sem hlutafé Ísland Express er aukið með skuldajöfnun við tengd félög, að því er fram kom í Viðskipta- blaðinu í gær. „Það liggur í því að tap var alveg gengdarlaust á síðasta ári eins og við höfum kynnt áður. Til að byrja með var það fjármagnað með lánalínu frá eiganda sem er svo breytt í hlutafé og það fært niður,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Iceland Express, í samtali við Viðskiptablaðið. Þar kemur einnig fram að eignahaldsfélagið Fengur átti áður 100% hlut í Ísland Express og er einnig eigandi Sólvalla ehf. Pálmi Haraldsson er, að því er fram kemur í blaðinu, eigandi Fengs í gegnum félagið Academy S.a.r.l., sem skráð er í Lúxemborg. - jh Doktor í raddheilsu segir að hávaði inni á leikskólum sé langt umfram leyfileg mörk og að slíkt væri aldrei látið viðgangast í vinnuumhverfi fullorðinna. Hún bendir á að fullorðnir njóti laga- legrar verndar fyrir hávaða á vinnustað en ekkert slíkt sé til fyrir börn. Valgerður Jóns- dóttir kallar eftir aðgerðum en hún stendur fyrir ráðstefnu á Landspítalanum 10.-13. október um vandann sem hún segir djúpstæðan. E ngar reglugerðir eru til um vinnuumhverfi barna á Ís-landi en hávaði á leikskól- um er farinn að hafa teljandi áhrif á málþroska barna. Þetta staðfestir dr. Valgerður Jónsdóttir en hún hef- ur um árabil stundað rannsóknir á áhrifum hávaða og hljóðmengun- ar á börn. Hún segir það ótækt að ekki skuli vera til vinnuverndarlög- gjöf sem verndi börn á leikskólum. Vinnuverndarlögin ná aðeins yfir fullorðna. Valgerður segist greina mikla aukingu á meðal vel greindra barna sem leiti aðstoðar vegna málrask- ana. Þetta megi rekja beint til auk- ins hávaða í umhverfi þeirra. „Sendu fullorðinn einstakling til einbeitingarvinnu inni á flugvelli,“ segir hún og bætir við, „það finnd- ist viðkomandi ekki hægt. Hvað þá með börnin okkar sem að eyða heilu dögunum í kringum stóran og ólíkan hóp með mismunandi þarfir inni í litlu rými og eru skikkuð til þess að einbeita sér.“ Valgerður segir hávaðann inni á leikskólunum vera kominn svo langt yfir leyfileg mörk að slíkt væri ekki látið viðgangast á vinnu- stöðum fullorðinna. „Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu teljast 55 desíbil til ólöglegrar há- vaðamengunar. Inni á leikskólun- um mælist hávaðinn oft upp í 80 desíbil, inni í litlu rými. Það er gjör- samlega ótækt. Ég spyr af hverju enginn verndar börnin okkar fyrir slíku álagi. Það vantar skýran laga- ramma.“ Valgerður segir vandann orðinn svo djúpstæðan að boðið sé upp á heyrnarskjól á mörgum leikskólum. „Er það ekki bara eins og að plástra skítugt sár? Það verður að ráðast beint á vandann og hreinsa sárið, ekki bara plástra það.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is  Engar rEglugErðir til um hávaðamEngun í vinnurými barna Skýr tengsl á milli hávaða og málraskana Ráðstefnan „Skaðleg áhrif hávaða á rödd, heyrn og líðan í námsumhverfi barna“ verður haldin í hringsal Landspítalans. „Börnin varnarlaus“ Minni hávaði hjá Hjallastefnu Árin 2010-2011 stóð Valgerður Jónsdóttir fyrir könnun á sjálfsmetinni raddheilsu og áliti leikskólakennara á hávaða í leikskólaumhverfi. Markmiðið var að vita hvort munur væri á líðan kennara hjá Hjallastefnunni, sem fylgir sérstefnu, og kennurum frá almennum leikskólum. Samanburður á svörum kennara hjá Hjallastefnunni og kennara almennra skóla sýnir að kennarar Hjallastefnunnar kvarta síður undan einkennum sem geta myndast út frá álagi á rödd. Álag á rödd kennara er rakin til hávaða í vinnurými. Niðurstöður könnunarinnar benda eindregið til að hópastærð, agastjórnun og val á leikföngum hafi áhrif á hávaða. vEður Föstudagur laugardagur sunnudagur BjartvIðrI og LægIr á LandInu. HELdur HLýnandI. HöfuðBorgarsvæðIð: SóLRÍkT oG FrEkAr Hægur VINdur. rIgnIng og strEkkIngsvIndur vEstan- og suðvEstantIL, En Bjart austantIL. HöfuðBorgarsvæðIð: rIgNINg MEð köFLuM og ALLHVASS VINdur. áfraM strEkkIngur MEð skúruM s-Lands og vEstan, En nokkuð Bjart na- og austantIL HöfuðBorgarsvæðIð: SV-Átt og SkúrALEIðINgAr. Blautt suðvestanlands Stund milli stríða í dag með hæðarhrygg á leið yfir landið, en í kvöld þykknar upp frá nýrri lægð vestanlands. úrkoma með henni verður á ferðinni vestanlands meira og minna allan laugardaginn. Frekar svalt og slydda eða snjókoma á hærri fjöllum. Á sunnudag snýst til SV-áttar með skúrum og áfram frekar svalt. Á meðan á þessu stendur verður veður betra austan- og norð- austantil, þurrt og nokkuð bjart með næturfrosti. 7 6 5 5 8 6 5 3 5 7 6 4 5 5 7 Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 5.-7. október 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.