Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 32
Sub-Samlokur Salöt m/kjöti Pizzur +2 l gos Matur fyrir Þú getur valið um: Nýbýlavegi 32 kynnir Himneskar bollakökur hverju í ofninum og finni bruna- lykt. Ég nefnilega klúðra alveg í eldhúsinu „big tæm“. Ég er bara orðin góð að koma mér út úr mis- tökum, búa til eitthvað allt annað og segja fólki að það hafi átt að vera svona,“ segir Nanna sem missir það þó út úr sér að hún hafi á sínum tíma tekið sjókokkapróf. „Og ég hef aldrei komið á sjó! Ég hafði mætt svo illa í menntaskóla og það var hægt að fá sjókokk- anámið metið sem tvöfalda val- grein. Það voru akkúrat eining- arnar sem mig vantaði. Þetta er eina prófið sem ég er með sem gefur mér einhver réttindi, ef það gerir það þá enn, vegna þess að ég er ekki einu sinni með bílpróf. Þess vegna bý ég í 101 og hef alla tíð gert.“ Nanna bloggar um mat á nann- arognvaldar.wordpress.com. Þar leiðir hún lesendur í gegnum elda- mennsku á einfaldan hátt, bæði í texta og myndum sem hún tekur sjálf. „Maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Ég er búin að vinna með mörgum ljósmyndurum í gegnum árin og var alltaf að verða forvitnari um það hvernig maður sæi matinn í gegnum linsuna. Það endaði með því að ég keypti mér þokkalega vél og fór að prófa að taka myndir sjálf. Þá opnaðist fyrir mér nýr heimur og ég fór að sjá matinn öðruvísi,“ segir Nanna sem tók einmitt allar myndir í Múffu- bókina sína. Hún segir að það sé mikil breyting að þurfa ekki að elda marga rétti í einu til að taka á móti ljósmyndara. Nú geti hún haft sína hentisemi á hlutunum. „Ég var búin að grínast með það í mörg ár að ég hefði átt að hafa vit á því að giftast ljósmyndara. Eins og svo oft áður þá endaði ég með því að verða bara að bjarga þessu sjálf.“ Orðin vön því að búa ein Hvernig er að búa ein – er gaman að vera alltaf að elda fyrir sjálfa sig? „Það er misskemmtilegt. Ég elda alltaf rúmlega og hef með mér í nesti en svo finnst mér líka mjög gaman að elda úr afgöngum. Það getur verið mjög skemmtilegt að taka eitthvað sem maður eldaði og var alveg ágætt og búa til eitthvað allt annað úr því. Ég er ekki mikið fyrir að láta hluti fara til spillis.“ Á ekkert að kippa öðrum kalli inn fyrir þann sem þú skilaðir? Eða er svo gott að vera ein? „Ég er búin að vera ein í að ég held 23 ár og er orðin dálítið vön því. Reyndar bjó ég lengi með syni mínum og einhverjir vildu meina að við værum oft eins og gömul hjón. Svo var ég búin að gefast upp á því að losna við hann að heiman svo ég seldi honum bara íbúðina og flutti sjálf. Síðan eru liðin sex ár og ég hef verið ein síðan. Mér líður í rauninni mjög vel að vera ein. Ég er dálítið mikill einfari í mér og sækist ekkert endilega eftir félags- skap annarra. Ég fer mjög lítið út á kvöldin til dæmis, ég vil frekar að fólk komi í heimsókn til mín.“ Nanna segist vera með margar hugmyndir í kollinum að næstu matreiðslubókum. Hún sé í raun alltaf að vinna í nokkrum bókum sem séu mislangt komnar. Hún á sér þó draumabók. „Mig langar dálítið til að skrifa persónulega bók um matarminningar. Ég hef að vísu talað um það í mörg ár. Ég er búin að skrifa eitthvað inn í þetta og veit ekkert hvaða stefnu þetta tekur eða hvort þetta verður einhvern tímann bók. Hugmyndin er að rekja minningar sem eru sterkar í huga mér og tengjast mat og flétta uppskriftum saman við þær. Ég þarf bara að finna tíma til að skrifa þetta, ég stórefa að þetta verði næsta bók.“ Að síðustu, hver er uppáhalds- matur Nönnu Rögnvaldardóttur? „Ég fæ þessa spurningu oft og get varla svarað henni. Mér þykir flestur matur góður og það getur jafnvel komið fyrir að mér finnst vondur matur góður. Þetta náttúrlega sést utan á mér. Ég man í fljótu bragði ekki eftir neinu sem ég borða ekki en verulega gott hangikjöt finnst mér mjög gott. Hrátt, ekki tvíreykt eða þríreykt heldur fimmtánreykt hangikjöt eins og það sem ég ólst upp við sem hékk bara uppi í hlóðaeld- húsinu mánuðum saman og var nánast orðið svart að utan. Það eru margir sem halda að Íslendingar hafi lært að borða hrátt hangikjöt af parmaskinku eða einhverju svoleiðis en þegar ég var krakki og mamma var að sjóða hangikjöt þurfti hún að passa bitann því það voru allir að laumast í hann með vasahnífnum sínum. Mér fannst þetta svo gott að ég var stundum að hugsa um af hverju væri verið að sjóða þetta. Þannig að ef ég ætti að nefna eitthvað eitt sem mér finnst betra en annað þá hugsa ég að það væri verulega gott skag- firskt hangikjöt.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is „Ég væri nú alveg til í að losna við sumt af þessu. Ég slapp við 50 Shades af því ég var með Fantasíu- bókina.“ Hún fær nú ekki góða dóma, eina stjörnu hjá Páli Baldvini í þessu blaði og hálfa stjörnu í DV... Já, en þessir dómar ganga báðir út á það hvað það er mikið klám í bókinni. Ég held að það sé bara ágætis auglýsing.“ Tók sjókokkapróf í menntó Nanna er ekki menntaður mat- reiðslumaður og hefur alltaf lagt áherslu á að hún sé eins og hver önnur húsmóðir. Hún segist gera mistök eins og allir aðrir. „Það kemur oft fyrir að ég gleymi ein- Nanna og bókasafnið „Ég hef alltaf haft gaman af að lesa um mat. Ég byrjaði að safna matreiðslubókum í menntaskóla þó ég hefði ekki einu sinni aðgang að eldhúsi þá. Ég átti sjaldnast peninga þá svo þetta var mikið keypt á fornbókasölum og svoleiðis. Þegar ég fór svo að nota mat- reiðslubækurnar var safnið kannski um þrjátíu bækur. Nú eru þær um tvö þúsund, dreifðar um alla íbúðina.“ 32 viðtal Helgin 7.-9. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.