Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1922, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.04.1922, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 55 en æskilegt væri, aö geta þvegiö fatnaö sjúkrahússins þar. Matur er ætl- ast til að sé búinn til í eldhúsi læknis, og aö hann reki skýlið. Við örsmá skýli kernur ekki til tals, að hafa sérstakt forstöðufólk. Þau geta þá aldrei svarað kostnaði. Um stærra skýlið get jeg verið fáorður. Þar eru rúmin 9, og berkla- sjúkl. ætlað pláss á lofti. Þar er og herbergi að grípa til fyrir smitandi sjúkl. Salernið niðri er illa sett við ytri forstofu og hlýtur frost að kom- ast í það. Skolunarklefi er undir stiga, en mun þó fullhár. Snigilstiginn upp á loftið er ekki allskostar hentugur fyrir sjúkraflutn- ing, en ekki verður i alt horft. Baðklefinn er auðvitað lítill. Hræddur er eg um, að þakið á stærri byggingunni verði dýrt. Svo er ætíð um brotnu þökin. Eg hefi þá bent á það helsta, sem eg hefi að athuga, og mun sumum firinast að- jeg geri lítið úr uppdráttunum. Svo er þó ekki. Eg veit, hve erfitt er að gera góða skipulags-uppdrætti, þegar reynt er að spara alla hluti. og margt gott má um uppdrættina segja. Eg hefi af ásettu ráði tekið það einkum fram. sem mjer þvkir ábótavant, til þess að vekja athygli góðra manna á viðfangsefnunum, sem helst þyrfti að ráða enn betur fram úr. G. H. Konur í Barnsnauð. Memoranda et memorabilia úr fæðingarpraxis eftir S t e i n g r í m M a 11 h i a s s o n. Ruptura uteri propter foetum emphysematosum. Mors. Eg hefi einu sinni á æfinni séð ruptura uteri og þó post mortern. Það var 1908. Mín var vitjað til konu XII para 45 ára g. sjómanni, Hjalteyri. Hún var komin að falli, hafði verið lasin um tíma með nokkrum hita og verkjum í kviðnum, en þó henni reiknaðist nú fylling tímans komin, komu engar hriðir og hún var því orðin óþolinmóð. Ellefu undangengnu fæðingarnar höfðu allar gengið vel og ekki þurft að leita læknis. Því fremur furðaði hana á þessu ástandi sínu og lét sækja mig til skrafs og ráðagerða. Konan var nokkuð præsenil og mögur. Kviðurinn í stærra lagi. Höfuðlega, með hrygg til vinstri. Engin grindarþrengsli. Útvíkkun eng- in, svo höfuðmót fundust ekki. Fósturhljóð heyrðust ekki, en hún þóttist hafa fundið hræringar ])ar til fyrir stuttu. Eg var hjá henni ásamt yfirsetukonunni eina nótt, og varð ekki vart við neina samdrætti i leginu, en það var viðkvæmt. Um morguninn reyndi eg skolun með heitu vatni. Hríðir komu ekki að heldur. Eg fór heim, átti annríkt, enda fanst mér ekkert hægt að gera að svo stöddu; en símasam- band við Hjalteyri. svo eg sagði yfirsetukonunni að láta mig vita, ef nokkuð breyttist. Hún hélt áfram heitum skolunum og sagði mér um kvöldið, að legopið hefði víkkað litið eitt og gengi nú dálítið en seint Eg sagði henni að sjá til enn um stund og sprengja þá himnur. Hún gerði

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.