Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1950, Síða 22

Læknablaðið - 01.12.1950, Síða 22
144 LÆKNABLAÐIÐ það er ekki hægt að sjá þau með peritoneoskopi. 1940 reyndi Te Lind að skoða inn í kviðarholið með því að stinga peritoneoskopi inn í gegnurn aftari hvilftina í leggöngunum og inn í fossa Douglasi. Hann hafði konuna liggjandi á bak- inu, eins og venja er við skoö- un á konum, og blés síðan inn lofti,, Þetta tókst þó ekki, þvi loftið rann jafnharðan úl aft- ur. Um tveim árum seinna datt Decker í hug að hafa konuna á fjórum fótum, en þá falla inn- ýfjin niður að þynndinni og um leið og búið er að stinga pípu inn í fossa Douglasi sogast loft inn í holið. Þannig verður fullt af lofti í grindarholinu og má þá auðveldlega skoða eggjakerf- in, sjá stærð þeirra, og hvorl þar eru corpora lutea eða egg- blöðrur og á hvaða þroskastigi slíkar breytingar eru. Þá sjást líka samvextir í lífhimnunni, séu þeir ekki svo miklir að skoðun sé ómögujeg. Þessi svo nefnda ,,culdoscopia“ er nú orð- ið mikið brúkuð við rannsókn- ir á ófrjósemi. Slík rannsókn getur sennilega orðið mikils virði í framtíðinni til þess að fylgjast með árangri af meðala- gjöfum (gonadotrop hormona) á eggjakerfin, þegar um trufl- anir á starfsemi þeirra er að ræða, Þessa rannsókn má hæg- lega endurtaka nokkrum sinn- um. Ennþá hefir ekki tekizt að finna neitt það meðal, sem geti örvað starfsemi þeirra eggja- kerfa, sem einhverra hluta vegna eru ófullkomin í starf- semi. Ýmislegt hefir verið reynt, bæði af hormonum og bætiefnum, en mjög lítill ár- angur fengizt af því. Á seinni árum hefir mikið verið athug- að ,,mucinolytic enzyme“ sem fyrirfinnst í ýmsum vefjum lík- amans, og alltaf þar sem þarf að eyða eðlilegum samfestum vefjanna og komast gegnum vefi, eins og þar sem illkynjuð æxli ryðja sér braut, fylgjuvef- ur, sýklar, og önnur eiturefni. í sambandi við frjóvgunina er viðfangsefnið það, hvernig egg- blöðrufrumurnar séu eyðilagð- ar, til þess að frjóvgunin geti farið fram. Þetta efni er nefnt hyaluronidase og hefir verið sannað að það hefir þann eig- inleika að eyða follicel-frumun- um, sem ennþá umlykja eggið eftir að það er komið inn í egg- göngin. Það er talið, að sá gíf- urlegi fjöldi sæða, sem losnar við sáðlosið, sé ef til vill til þess að flytja með sér hyaluronidas, sem greiðir götu sæðanna að egginu og gerir þar með þessu eina, sem nægir til þess að frjóvga eggið, kleift að fram- kvæma það. Við rannsóknir hefir kom- ið í ljós að þetta efni vantar. þar sem er azoospermia og as- permia. Sumir af þeim sem við þessar rannsóknir hafa fengizt

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.