Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 67

Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 67
Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengi- legt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. Föstudagur 8. apríl Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar Gaflaraleikhúsið, Hafnarfirði, kl. 20 Á efnisskránni fer mikið fyrir suðrænum tónum og svítum af ýmsu tagi og þrír trompetleikarar spila Bugler’s holiday eftir L. Anderson. Stjórn- andi er Rúnar Óskarsson. Aðgangur 1.000 kr. Jón Múli níræður Salurinn, Kópavogi, kl. 20.30 Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að efna til aukatónleika. Ragnar Bjarnason, Ellen Kristjánsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Magga Stína og Ómar Ragnarsson syngja mörg þekktustu lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórs- dætur syngja eitt lag ásamt föður sínum, Eyþóri Gunnarssyni, sem jafnframt stjórnar hljómsveitinni. Hana skipa, auk Eyþórs, þeir Óskar Guðjónsson á saxófón, Scott MacLemore á trommur og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á bassa. Aðgangur 3.500 kr. laugardagur 9. apríl Frédérique Friess, Ólöf Sigursveinsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir Norræna húsið kl. 15.15 Frédérique Friess sópran, sem tilnefnd var bjartasta vonin af ungum söngvurum í óperu- tímaritinu Opernwelt 2003, syngur ásamt Ólöfu Sigursveinsdóttur sellóleikara og Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara í 15:15 tónleikasyrp- unni. Tónleikarnir eru tileinkaðir minningu Sigursveins D. Kristinssonar á 100 ára afmæli hans. Aðgangur er 1.500 kr. en 750 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Björgvinshátíð Menningarhúsið Hof, Akureyri, kl. 16 Hátíð til heiðurs Björgvini Guðmundssyni tón- skáldi. Tónverk og valdir þættir, m.a. kantatan Til komi þitt ríki með hundrað manna kór og fjórum einsöngvurum og þættir úr söngleikn- um Skrúðsbóndinn og sýnd kvikmynd (15 mín.) um ferð Kantötukórsins til Norðurlandanna 1951. Aðgangur 2.500 kr. Bryndís Halla og Edda Erlends Salurinn, Kópavogi, kl. 17 Þær Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari eiga langt og farsælt samstarf að baki og hafa oft leikið saman á tónleikum. Að þessu sinni ljá þær Tíbrár-röð Salarins krafta sína og flytja verk fyrir selló og píanó. Aðgangur 3.500 kr. sunnudagur 10. apríl Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur Íslenska óperan kl. 17 og 20 Suðrænn tangó og afrískt hljóðfall verða í fyrir- rúmi á tvennum tónleikum Léttsveitarinnar í Íslensku óperunni á sunnudag. Kristín Jóna Þorsteinsdóttir og Kjartan Guðnason sjá um áslátt. Gunnar Hrafnsson spilar á bassa og Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanóið. Ein- söngvari er Bergþór Pálsson og öllu stjórnar Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Aðgangur 3.500 kr. Handanleikar – Hljóðsóló Kiru Kiru Listasafn Íslands kl. 21 Sólóverkefni Kristínar Bjarkar, Kiru Kiru, spratt upp úr Tilraunaeldhúsinu árið 1999. Hún hefur síðan þá verið iðin við tónleikahald ásamt því að semja tónlist og hljóðmyndir fyrir leikhús og dansverk eða í samhengi við eigin innsetningar. Andi Tilraunaeldhússins svífur enn yfir vötnum því Kristín Björk vinnur mikið í samstarfi við ólíka listamenn. . Signatures of Nature 2. ára afmæli Frábær afmælistilboð um helgina 15-30% afsláttur af öllum vörum Kæru viðskiptavinir við viljum nota tækifærið og þakka fyrir viðskiptin við Signatures Of Nature síðastliðin 2 ár. Verið velkomin til okkar í Smáralind um helgina og fagnið með okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.