Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1971, Side 17

Læknablaðið - 01.08.1971, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 123 Safnað var upp'lýsingum um allar fæðingar í Reykjavik á limabilinu 1. janúar 19öl til 31. desember 1970. Var fjöldi fæð- inga á þessu tímabili 23245, en heildarfjöldi nýfæddra barna var 23520. 1. tafla sýnir fæðingarstaðina og fjölda fæðinga á hverjum stað. Geta má þess, að Fæðingarheimili Guðrúnar Valdimarsdótt- ur hætti störfum 1965, og liafa önnur fæðingarheimili ekki hætzt í hópinn í þess stað í höfuðborginni. Heimafæðingum hefur fækkað ört á þessu árahili, einkum síðastliðin fimm ár — sjá 1. mynd. — Sama þróun hefur átí sér stað á öllu landinu. Sem dæmi má nefna, að árið 1968 fæddu einungis 6.8% íslenzkra mæðra í heimahúsum. Er þessi þróun hliðstæð þeirri, sem átt hefur sér stað með öðrum Noröur- landaþjóðum. Eins og 'sjá má í l. töflu, hafa fæðzl að meðaltali urn 2350 börn á ári í Reykjavík á ofangreindu tíu ára tímabili, en það er um það bil helmingur allra barna, sem fæddust i landinu á sama tíma (sjá 2. töflu). Þessar tölur gefa því nokkra bugmynd um perinatal mortalitet í landinu í heild síðastliðinn áratug. 2. tafla Barnsfæðingar á Islandi 1960 — 4916 börn 1961 — 4563 — 1962 — 4711 — 1963 — 4891 — 1964 — 4845 — 1965 — 4792 — 1966 — 4749 — 1967 — 4454 — 1968 — 4225 — 1969 — 4200 — Úrvinnsla Unnið var úr ofangreindum tölum á marga vegu. Þannig var í. d. áðurnefndu tíu ára tímabili skipt í tvö fiinm ára bil, þ. e. fyrra tímabilið frá 1.1. 61 21.12. 65 og seinna tímabilið frá 1.1. 66 — 31.12. 70. Var þetta gerl i því skyni að skapa saman- burðargrundvöll. 2. mynd skýrir þetta atriði nánar. Myndin sýn- ir perinatal mortalitet á fæðingardeild Landspítalans 1961 1970. Eins og sjá má, eru töluverðar sveiflur á dánartölum frá

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.