Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 23
DV Lífstíll þriðjudagur 10. apríl 2007 23 LífsstíLL Minna naMMi oftar Margir foreldrar hafa þann háttinn á að gefa börnum sínum sælgæti eingöngu á laugardögum. það er ágætis siður en þó getur verið betra bæði fyrir líkama og tennur að fá einstaka sinnum sælgæti í lok máltíðar í stað þess að borða mikið magn í einu. Nammi ætti ekki að gefa börnum á undan máltíð því það getur spillt matarlystinni. þá er ís með ávöxtum eða kökusneið góðir eftirréttir við sér- stök tækifæri og einnig heppilegra fóður fyrir tennur en hart og klístrað sælgæti. Í samkvæmisklæðnað á einni mínútu lMandi heiMili Síminn hringir. gestir boða komu sína eftir tíu mínútur. þú hefur engan tíma til að þrífa allt heimilið og finnst vanta góða lykt í húsið. Á mettíma geturðu framkallað slíkan ilm! Settu nokkra dropa af sítrónusafa í ryksugupokann og taktu lauflétt spor með ryksuguna um öll gólf. þetta er töfrum líkast! Heimilið angar eins og þar hafi fólk frá hreinlætisfyrirtæki verið að störfum tímunum saman. StÍfluloSun án eiturefna þegar stífla myndast í niðurfalli veigra margir sér við að kaupa stíflulosandi efni. þótt vissulega sé hægt að kaupa slíkan varning án eiturefna, kjósa sumir að fara „náttúrulegustu leiðina“ til að losa stífluna. Eitt gott ráð er að blanda saman alka Seltzer töflu og ediki, hella ofan í vatnslásinn og láta því næst heitt vatn renna nokkra stund... KaMillute fyrir tærnar þeir sem glíma við fótasveppi og svitna mikið á fótum þurfa stundum að fara í lyfjameðferð. Flestir forðast það með því að ganga sem oftast berfættir, en því er vissulega ekki hægt að koma við á vinnustöðum. Ódýrt og gott ráð til að hindra sveppamyndun er að fara í gott fótabað þar sem kamillutei hefur verið blandað við vatnið. Kjörin leið til að hlífa sveittum tásum og horfa á sjónvarpið um leið! Beint úr vinnu í veislu: Stundum gerist það að fólki er boð- ið í veislu beint eftir vinnu. Enginn tími er til að fara heim og skipta um föt og viðkomandi hefur ekki aðstöðu til að taka sparifötin með sér í vinnuna og skipta alveg um klæðnað. Þetta reyn- ist konum oft erfiðara en karlmönn- um, en það er hægt að breyta útlitinu á svipstundu með litlum tilfæringum. Tískuhönnuðir eru góðir í að gefa ráð og hér fylgja nokkur: Síð, svört peysa við þröngar svart- ar buxur eða „leggings“ og lágbotna skór í vinnunni. Þegar í veisluna er mætt, er flatbotna skónum skipt út fyrir hælaháa skó og samlitt veski í hárauðum eða öðrum áberandi lit. Glitrandi steinar breyta líka útlitinu á svipstundu. Með því að setja á sig háls- men eða belti með steinum breytist hversdagsfatnaðurinn í sparifatnað. Einfalt er líka að vera í víðum, svörtum buxum og peysu í vinnunni, en þegar farið er í veisluna er peysunni skipt út fyrir þunnan bol og svartan jakka úr fíngerðu efni. Einnig er nóg að skella á sig gylltum eða silfurlituðum trefli eða síðri slæðu við svört föt. Það sem ráð tískufræðinganna eiga sameiginlegt er að allir nefna þeir að með því einu að fara á háu hælana sé konan orðin sam- kvæmishæf! Fallegt meðgönguskart Bumbumenið dinglar á bumbunni og spilar fallega bjöllutóna fyrir barnið sem venst hljóðinu í móðurkviði. þegar það er svo komið í heiminn er gott að nota menið til þess að róa barnið með hljóði sem það þekkir. Verslunin Liggalá á Laugavegi hefur hafið sölu á bumbumenum sem ætluð eru ófrískum konum. Menin eru ekki bara fallegur skartgripur heldur gefa einnig frá sér hljómfagurt bjölluhljóð sem veitir bumbubúanum öryggistilfinningu. TónlisT fyrir bumbuna Hin vinsælu bumbumen, sem ætluð eru barnshafandi konum, koma frá Mexíkó og eru í formi lít- illar kúlu á löngu bandi sem gef- ur frá sér lágværan óm. „Á 26. viku meðgöngunnar er heyrn barns- ins fullþroskuð. Það heyrir því hljóðið í meninu sé það haft ding- landi á bumbunni á meðan á með- göngunni stendur. Tilgangurinn er að fá barnið til þess að venjast þessu hljóði og þegar það svo kemur lítur dagsins ljós, þá veitir hljóðið barn- inu öryggistilfinningu sé menið til dæmis látið hanga yfir vöggunni því barnið þekkir það,“ útskýrir Kristín Stefánsdóttir, eigandi verslunarinn- ar Liggalá. Inn í meninu er sílafónn sem gefur frá sér afar léttan og lág- væran bjölluhljóm. Tónlistin er það lágvær að væntanlegar mæður sem eru með það um hálsinn heyra ekki óminn og því truflar það ekki þeirra daglegu athafnir. Tónlistin róar „Það er náttúrulega vel þekkt fyr- irbæri að tónlist hefur róandi áhrif á fóstur. Konur spila oft ákveðna tónlist á meðgöngunni fyrir barnið sem þær halda svo áfram að spila þegar barnið er komið í heiminn til að auka öryggistilfinningu þess,“ segir Kristín og bætir því við að hljómur mensins virki þannig bæði róandi fyrir og eftir fæðinguna. Að hennar sögn hafa ekki ein- göngu barnshafandi konur ver- ið að kaupa menið því það þyki ekki síður fallegt en praktískt og sé því gjarnan keypt sem skartgrip- ur. Hún segir að menið hafi verið mjög vinsælt hjá konum í Svíþjóð, Danmörku og Frakklandi enda hafi það gefið góða raun. Í versl- uninni Liggalá er það til í þremur útgáfum; silfurlitað, með tungli og stjörnum og hvítemelerað með silfurröndum. „Það er líka gaman að punta sig á þessum tíma. Með- gangan er svo stutt tímabil og það er gaman að sökkva sér aðeins í þetta,“ segir Kristín. Lesa má nánar um menin á heimasíðunni www. babylonia.be snaefridur@dv.is Nýjasta nýtt Bumbumenin kosta 4900 krónur í liggalá og það er gaman að punta sig með þeim á meðgöngunni. undralyfin Í eldhúSSKápnuM Fátt er betra til að ná úr sér þreytu og bakverkjum en að leggjast í baðker, fullt af heitu vatni. það þarf ekki að kosta miklu til svo áhrifin verði sem best. Við eigum ekki alltaf sérhann- aðar olíur til að bera á líkamann eða setja út í vatnið, en leyndardómurinn er mjög líklega falinn í eldhússkápn- um. Með því að bera ólífuolíu á þreytublettina og setja sjávarsalt út í heitt baðvatnið, hverfa verkir á braut og kraftar endurnýjast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.