Fréttatíminn - 08.10.2010, Page 8

Fréttatíminn - 08.10.2010, Page 8
Guðrún Jónsdóttir Svik fremur en nauðgun „Maðurinn hefur augljóslega svikið konuna en ég hef ekki klára sýn á hvort skilgreina á það sem nauðgun,“ segir Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta, um kanadíska dómsmálið sem hún segir fjarri því að vera klass- ískt viðfangsefni samtakanna. “Það er nauðgun að gera manneskju eitthvað sem hún vill ekki, að virða ekki kyn- frelsi hennar. Þetta er hins vegar eitthvað sem ég hoppa ekki á, mér finnst ekki sjálfgefið að tala um þetta sem nauðgun, heldur svik, en þá erum við farin að tala um annað.” Kynferðisleg misnotkun eða svik í ástum Ástin á piparsveininum dofnaði þegar í ljós kom að hann hafði sagt rangt til nafns, var kvæntur og tveggja barna faðir Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Kanada Eru KynmöK á fölsKum forsEndum rEfsivErð? 8 fréttir Helgin 8.-10. október 2010 Ef kynmök eru stunduð á fölsk- um forsendum, hver er þá staða þess sem blekktur var? Kanadískur dómstóll stendur frammi fyrir því að úrskurða um það hvort blekkingin hafi verið nauðgun, kynferðislegt misneyti eða svik í ástum – en hið síðastnefnda er varla refsivert. „Ég gaf Kam Ali samþykki mitt til kynmakanna, piparsveini sem var að leita að varanlegu sambandi,“ segir Minki Basu. Hún hafði kynnst hinum meinta einhleypa manni á netinu en komst að því eftir fimm mánaða samband að hann var kvæntur og tveggja barna faðir – og hét alls ekki Kam Ali heldur Kaz Akbar. Minki sætti sig ekki við lygarnar og kærði manninn, sagði hann hafa brotið gegn sér og hverjar samfarir þeirra kynferðislega árás af hans hálfu. Kam, eins og hann kallaði sig þá, hafi vísvitandi villt á sér heim- ildir í því skyni að táldraga hana. Ljóst er að konan gekk viljug til samræðisins en á forsendum sem hún sættir sig ekki við eftir að hið sanna kom í ljós um manninn. Spurt er hvers eðlist svik geti verið svo saknæm teljist; að ljúga til um aldur, atvinnu eða trú, svo dæmi séu tekin. Ísraelskur dómstóll komst t.d. nýlega að þeirri niður- stöðu að um „svika-nauðg- un“ hefði verið að ræða þeg- ar kona, gyðingur, féllst á samræði með manni sem sagðist vera gyðingur en eftir á kom í ljós að um Palestínumann var að ræða. F ólk grét á Húsavík þegar það frétti að skera ætti niður fé til Heilbrigðisstofnunar Þing- eyinga um 40%, segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norður- þings. Hann er reiður: „Eldra fólk er með áhyggjur, börn koma í skólann með áhyggjur af pabba og mömmu. Hver kemur svona fram við fólk? Þessi ákvörðun hefur haft hræði- leg áhrif.“ Á annað þúsund Þingeyingar funduðu um niðurskurð fjárfram- laga til stofnunarinnar um fjörutíu prósent, sem þýðir að segja þarf upp 60 til 70 starfsmönnum. „Eng- inn fyrirvari, ekkert samráð. Þessu er dengt framan í samfélagið og við það verður ekki unað,“ segir Bergur Elías. Leggja byggðina í rúst Guðrún Á. Guðmundsdóttir, yfir- hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðis- stofnuninni, segir áfallið skelfilegt: „Við erum gáttuð, hissa, sorgmædd og öskureið „Þeir sem missa vinnuna munu lenda á atvinnuleysisbótum. Ein- hverjir munu flytja úr landi. Sér- fræðimenntaðir fara. Við missum fagþekkingu og menntun burtu. Við eigum hér hús og komumst ekki í burtu. Við okkur blasir gjaldþrot,“ segir Guðrún sem hugsar þó fyrst og fremst um sjúklinga sem nú þurfi að senda heim og þá sem ekki verði hægt að sinna: „Hér eru biðlistar en samt ber okkur að fækka rým- um og senda sjúklinga heim,“ segir hún. “Við eigum skilið að horft sé framan í okkur og að við fáum svör og útskýringar og getum þá fært rök fyrir því af hverju þetta má ekki gerast.” Svæðinu veitt náðarhögg Í grein sem Steingrímur J. Sig- fússon fékk birta í þingeyska fréttamiðlinum Skarpi á Húsavík í febrúar 2007 tíundaði hann tæki- færi Þingeyinga, önnur en álver á Bakka, og á toppnum trónaði Heil- brigðisstofnunin, sem mætti efla. „Það er mitt mat að Steingrímur sé úr takti við samfélagið hér,“ segir Bergur Elías. „Þessari vitleysu þarf að afstýra strax.“ Undir það tekur Guðbjartur Ellert Jónsson, fjármála- stjóri sveitarsfélagsins: „Fólk hefur barist áfram og reynt að byggja upp atvinnulífið. Í hvert skipti er lagður steinn í götu þess. Þetta er náðar- högg sem á að veita samfélaginu hér.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Fólk grét á Húsavík Þingeyingar eru slegnir yfir þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að skera niður fjárframlög til Heilbrigðisstofnunarinnar um 40%. Gjaldþrot blasir við þeim sem ekki flýja land og samfélagið er lagt í rúst, segir yfirhjúkrunarfræðingur. Sveitarstjórinn harmar samráðsleysið. ÞinGEyinGar bErJast fyrir HEilbriGðisstofnuninni Þitt sjónarmið á erindi Framboðsfrestur rennur út á hádegi 18. október 2010 Stjórnlagaþing - Borgartúni 24 – 105 Reykjavík – sími 422-4400 - www.stjornlagathing.is - www.kosning.is - www.landskjor.is Stjórnlagaþing 2011 Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta. Ljósmynd/Hari Guðrún Á. Guðmundsdóttir horfir á eftir 85% sviðsins sem hún stýrir, verði af niðurskurðartillögum fjárlaga ríkis- stjórnarinnar. Hér er hún á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga. Hætt að taka á móti börnum í Eyjum Hætt verður að taka á móti börnum í Vest- mannaeyjum gangi niðurskurðaráform ríkisstjórnarinnar eftir. Nýir Eyjamenn fæðast þá uppi á fastalandi, segir í Eyjafréttum. Þar er greint frá því mati Gunnars K. Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðis- stofnunarinnar í Vestmannaeyjum, að loka verði skrifstofu, hætta fæðingarþjónustu og segja upp allt að þrjátíu starfsmönnum til að mæta niðurskurðinum. Bæjarráð Vest- mannaeyja fordæmir niðurskurðarhugmynd- irnar og ætlar að óska eftir öryggisúttekt frá landlækni í ljósi landfræðilegrar sérstöðu eyjanna. Þrjár heilbrigðisstoðir riða til falls Grunnþjónusta við íbúa verður stórlega skert ef fram fer sem horfir, segir m.a. í ályktun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem allir bæjarfulltrúar skrifuðu undir. Þar er harðlega mótmælt fyrirhuguðum niðurskurðartil- lögum í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Einnig segir þar að þrjár stoðir og stolt í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) séu að bresta; fæðingardeild og sjúkradeild auk þess sem heimahjúkrun riði til falls, að því er Víkurfréttir greina frá. Hljóð mótmæli voru boðuð vegna niðurskurðarins í skrúðgarðinum við HSS í gærkvöld. Skelfing í Skagafirði Það er mikill ábyrgðarhluti af hálfu stjór- nvalda að leggja fram svo óraunsæjar tillög- ur sem aukinheldur valda ótta og skelfingu í þeim byggðarlögum þar sem harðast er borið niður, segir í tilkynningu sveitarstjórnar Skagafjarðar sem mótmælir harðlega þeirri aðför sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næst árs, eins og þar segir. Þar kemur fram að Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki er ætlað að taka á sig um 30% niðurskurð á næsta ári til viðbótar við 11% niðurskurð á yfirstandandi ári. Sveitarstjórnin segir að stofnunin muni ekki halda velli í núverandi mynd ásamt því að stór hluti af þeirri þjónustu sem hún hefur veitt verði aflagður. Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði mun standa fyrir táknrænum mótmælum fyrir utan sjúkrahúsið á Sauðár- króki á morgun, laugardag kl. 16, að því er segir í tilkynningu stjórnarinnar -jh Aðför að Vestfjörðum Vestfirðingar segja tillögur ríkisstjórnarinnar um 40% niður- skurð á sjúkrahúsþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða aðför að öryggi og lífsgæðum íbúa á Vestfjörðum, að því er fram kemur á bb.is. Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarkaup- staður og Súðavíkurhreppur efndu til opins borgarafundar í íþróttahúsinu Torfunesi í gærkvöld. Í ályktun sem lögð var fyrir fundinn var alfarið hafnað þeim stórfellda niðurskurði á heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum sem lögð var til í fjárlaga- frumvarpinu og þess krafist að fallið yrði frá honum. 40% niðuRSKuRðuR aðför að öryggi og lífsgæðum íbúa á Vestfjörðum Borgarafundur Allt að fimmtán hundruð sátu fund um mikinn niðurskurð hjá Þingeyingum. Fólk er gáttað, hissa, sorgmætt og öskureitt yfir áformunum. Ljósmynd/Heiðar Kristjánsson/Skarpur

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.