Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 46
30 LÆKNABLAÐIÐ BRéf tiL BLacísins ER ÞAÐ SEM MÉR HEYRIST? Ekki er að undra þó ritstjóri Læknablaðsins velji ofangreinda fyrirsögn eftirritun úr útvarpsumræðum, sem fóru fram í viðtölum fréttamanna Ríkisútvarpsins síðustu daga maímánaðar sl. við nokkra framámenn í íslenskum heilbrigðismálum. Ég býst við að fleirum en mér hafi orðið á að hvá og vart trúað sínum eigin eyrum. Umræðuna hóf Stefán Þórarinsson héraðslæknir á Egilsstöðum og hafði miklar áhyggjur af því ».. .hvað stór hluti þjóðarinnar býr við lélega almenna heilbrigðisþjónustu...« »Ástæðan er sú, að skipulag heilbrigðismála er vitlaust og verði ekki að gert, stefnir í óefni á fáum árum«. Og ennfremur segir Stefán: »Við höfum í raun enga heilbrigðispólitík í þessu landi«! Og Skúli Johnsen, borgarlæknir, sem ætti nú að þekkja vel til, er ekki myrkur í máli og segir að ekki leiki vafi á því, að Reykvíkingar búi við lakari heilsugæslu en fólk úti á landi og svo hafi verið lengi. »Það skipulag, sem gildir í íslenzkum heilbrigðismálum er meingallað«. Og manni skilst á ummælum Skúla að ekki dugi minna en bylting: »Það þarf að koma því til skila hér rækilega bæði til stjórnmálamanna og almennings, að það verður að byggja heilbrigðisþjónustuna upp með ákveðnum hætti, allt öðru vísi en við gerum í dag....«! En útlitið er sennilega ekki gott því Skúli talar um vanþekkingu stjórnmálamannanna á heilbrigðismálum og Stefán tekur undir og segir að þekkingarleysi stjórnmálamanna, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum sé ástæðan fyrir allri vitleysunni. Þá er rætt við Ragnhildi Helgadóttur, heilbrigðisráðherra, sem reynir að bera hönd fyrir höfuð stjórnmálamanna af mikilli kurteisi enda hættir fréttamaður fljótlega að ræða við hana. Næsta er viðtal við Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlækni. Og fréttamaður spyr eftir að hafa fullvissað sig um að Guðjón sé á sama máli og Stefán og Skúli: Hvað veldur? »Ástæðan held ég, að hljóti að vera sú, að hér eru svo margar og miklar heilbrigðisstofnanir. Helstu sjúkrahús landsins eru staðsett hér. Hér er Mekka (!!) sérhæfðrar læknisfræði og heilbrigðisþjónustu...« Og í næsta orði talar aðstoðarlandlæknir um »óarðbæra sérfræðiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu«! Og Guðjón er sammála kollegum sínum um stefnuleysið en lætur vera að skamma stjórnmálamennina enda embættið vafalítið einn helsti ráðgefandi aðili þeirra í heilbrigðismálum. Nú er skörin farin að færast upp í bekkinn, þegar eitt helsta heilbrigðisvandamál okkar í dag er »óarðbær sérfræðiþjónusta í Mekku sérhæfðrar læknisþjónustu«. En það er ekki allt búið enn. Það hefur sem sagt komið í ljós, að sýklalyfjanotkun hér á landi er meiri er annars staðar. Og nú er nafni minn Mixa leiddur fram til að staðfesta orsök vandans og hann telur það sína persónulegu skoðun, að samhengi sé á milli dýrrar sérfræðiþjónustu og mikillar notkunar sýklalyfja og skýringin er engin önnur en sú að: »Lyf eru oft gefin út af óöryggi þess, sem skrifar upp á þau«. Það er einmitt það. Síðan er farið út í að skamma læknadeildina fyrir að útskrifa ekki heimilislækna og deildarforseti tekur að sér að svara þeirri gagnrýni og engu þar við að bæta. HEILBRIGÐISSTEFNAN Ekki virðast kollegar mínir sammála þeirri heilbrigðisstefnu, sem rekin hefur verið undanfarin ár. En hver skyldi hún nú hafa verið í stórum dráttum? Línurnar eru að sjálfsögðu lagðar í lögum um heilbrigðismál frá 1973. Þar er að finna ákvörðun um uppbyggingu heilsugæslustöðva um allt land og það er fyrst og fremst sú stefna, sem fylgt hefur verið undanfarinn áratug. í riti heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 1/1985 um Heilsugæslustöðvar eftir Ingibjörgu Magnúsdóttur er fjallað um þessar framkvæmdir ítarlega. Þar kemur m.a. fram, að varið hefur verið talsvert á annan milljarð króna til þessarar uppbyggingar miðað við verðlag í ársbyrjun 1985. Þá eru í landinu taldar 79 heilsugæslustöðvar, þar af 29 nýbyggingar, 8 átti að ljúka við á árinu 1985 og 13 til viðbótar voru í smíðum eða hönnun. í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.