Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 363 Table II. The etiology of visual impairment (< 6/18) by sex of eyes by 809primary open angle glaucoma patients attending the Glaucoma Clinic St. Joseph’s Hospital Reykjavík, June 1987. Number i Males of eyes Females Both sexes Primary open angle glaucoma 190 108 298 Cataract 86 93 179 Macular degeneration 33 63 96 Retinal vein occlusion 5 1 6 Retinal detachment 3 3 6 Amblyopia 4 2 6 Keratopathy 4 0 4 Hemianopsia 2 2 4 Myopia 0 1 1 Retinopathy sequelae 1 1 2 Trauma 5 2 7 Unknown 10 0 10 All eyes 343 276 619 en aftur á móti eru glákuskemmdir á hærra stigi hjá körlum, þ.e.a.s. sjúkdómurinn er lengra genginn. Um 43,1% af öllum augum eru með meiri eða minni glákuskemmdir í sjónsviði (46,3% karla og 39,7% kvenna). Með glákuskemmdir í báðum augum eru 12,8% (14,2% karla og 11,6% kvenna). SKIL Með samanburði á aldursflokkadreifingu glákusjúklinga í ýmsum könnunum, sem gerðar hafa verið hér á landi frá því fyrir síðustu aldamót, samanber töflu IV, kemur í ljós að mun fleiri hlutfallslega eru i eldri aldursflokkum á síðustu áratugum en fyrr á öldinni (2-6, 9). Virðist því sem hægfara gláka á klínísku stigi sé að færast upp í eldri aldursflokka eða að eldri sjúklingum hafi verið illa sinnt fyrr á árum og því ekki komið í leitirnar. Æskilegt er að geta greint sjúkdóminn á forklínísku stigi, þar sem vitað er að um helmingur taugaþráða, sem bera boð frá Ijósnemum í sjónhimnu, utan miðsvæðis (macula), eru orðnir óstarfhæfir þegar fyrst er hægt að sýna fram á eyður i sjónsviði með núverandi tækjum, og einnig er oft torvelt að sjá skemmdir i sjóntaugarósi á fyrstu stigum sjúkdómsins. Af augnþrýstingi einum er ekki heldur unnt að fullyrða að um gláku sé að ræða nema hann sé verulega hækkaður eða að þrýstingsmunur augna sé umtalsverður. Þess ber og að geta að þrýstingssveiflur geta verið verulegar frá degi til dags og á mismunandi tímum sólarhrings hjá glákusjúklingum og nægir því oft ekki að gera eina þrýstingsmælingu til að Blindness, both eyes 369.0 Blindness, one eye, low vision other eye 369.1 Low vision, both eyes 369.2 Blindness, one eye 369.6 Low vision, one eye 369.7 H Males Percentage □ Females Fig. 4. Categories of visual impairment (WHO) due to POAG. Percentage of total by sex. Low vision, one eye 369,7 Blindness, one eye 369.6 Low vision, both eyes 369.2 Blindness, one eye, low vision other eye 369.1 Blindness, both eyes 369.0 d Males Percentage □ Females Fig. 5. Categories of visual impairment according to WHO classification. Sex distribution percentage of total. 01 Males Percentage □ Females Fig. 6. Percentage distribution of glaucoma in Iceland 1892-1987 by sex. taka af öll tvímæli hvort um háþrýsting (ocular hypertension) í augum eða gláku sé að ræða, þ.e. þrýstingur hærri en 21 mmHg. Forklínískt stig getur varað 10 ár eða lengur. Með nýrri tækni, svo sem myndatöku af taugaþráðum í augnbotni, er hugsanlega hægt að auðvelda greiningu sjúkdómsins á forklínísku stigi. Hlutfall karla og kvenna með hægfara gláku er nú orðið svipað, en allt fram á sjöunda áratuginn voru karlar í miklum meirihluta sjá mynd 6. Þetta þýðir ekki að algengi sjúkdómsins sé orðið það sama hjá báðum kynjum þar eð konur eru fleiri í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.