Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 809 Arfgengar heilablæðingar af völdum cystatin-C mýlildisútfellinga Myndrænar vefjabreytingar í þessum séríslenska sjúkdómi Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir1), Hannes Blöndal2 *’, Ólafur Kjartansson31, Gunnar Guömundsson4) Mynd 1. Sýnir hún tvœr segulsneiðmyndir af heila 28 ára gamals einstaklings, sem fengið hefur síendurteknar litlar lieilablœðingar og heilablóðföll. Á myndunum sést lítil lieila- blœðing í hægra ennisblaði (lobus frontalis) með nokkrum bjúg umhverfis. í hvíta efni heilans sjást dreifð svœði með litlum œðastíflum eða leifum eftir fyrri heilablœðingar, sem eru áberandi íbáðum heilahvelum. Til hliðar viðfremri liluta vinstri hliðarhols sést bjúgkennt svæði sem lýsir upp og er hér um leifar af allstórri blœðingu að ræða. Mynd 2. Yfirlitsmynd (liematoxilin-eosin lituð), sem sýnir taugameinafræðilegar breytingar, sem gjarnan sjást í sjúk- dómnum. Fjölmörg lítil og afmörkuð Ijósleit svœði eru smá- drep í heilaberki, en einnig sjást aukin rými í kringum æðarn- ar (perivascidarspaces) ílivíta efninu og óeðlilega Ijósirflákar þar vegna afmýlingar (demyelinization). Mynd 3 (Itemaroxilin-eosin litun) og4 (congo rauð litun) sýna dæmigerðar æðabreytingar í mikilli stækkun. Æðaveggurinn er lilaðinn cystatin-C mýlildi og lítil aðliggjandi slagæð hefur lokast alveg vegna samhverfrarþykknunar í æðaveggnum af völdum cystatin-C mýlildisútfellinga. Öræðagúll hefur rofnað lír æðinni og blæðing orðið í aðliggjandi vef. Frá "endurhasfingar- og hæfingardeild Landspítalans, 2,rannsóknarstofu í taugameinafræöi, Læknagarði, 3,rönt- gendeild Landspítalans, 4,taugalækningadeild Landspítal- ans. Arfgengar heilabæðingar af völdum cysta- tin-C mýlildisútfellinga er frílitnings ríkjandi (autosomal dominant) erfðasjúkdómur sem einungis hefur greinst í íslenskum sjúklingum. I sjúkdómnum fellur mýlildi (amyloid) af göll- uðum cystatin-C út í æðaveggi lítilla og meðal- stórra slagæða í heila og aðra vefi, en mestar útfellingar verða í heilaæðar, og lýsir sjúkdóm- urinn sér eingöngu með endurteknum heila- blæðingum eða æðastíflum í heila. Oftast koma fyrstu einkennin í ljós á aldrinum 20-40 ára, og veldur sjúkdómurinn nokkuð hratt versnandi andlegri og líkamlegri örkumlun, þótt í fáein- um tilvikum hafi arfberar sjúkdómsins verið einkennalausir fram á efri ár. Svipuðum mýl- ildissjúkdómi hefur verið lýst í fjölskyldum í Hollandi, en þar er um aðra mýlildisgerð að ræða, svonefnt 8-prótín, sem einnig finnst í mýlildisútfellingum hjá sjúklingum með Alz- heimer sjúkdóm og einstaklingum með heil- kenni Down. Tengsl á milli þessara mýlildis- sjúkdóma eru óþekkt, en vitað er að bæði cystatin-C og 8-prótín eru kröftugir próteasa hemjarar. Lífefnafræðilegur galli í íslenska sjúkdómn- um er ókunnur, en erfðagallinn er þekktur og situr á litningi 20. Unnt er að greina sjúkdóm- inn á frumstigi í húðsýni, og er ónæmisfræði- legri litun beitt til þess að greina á sérstakan hátt cystatin-C mýlildisútfellingar í æðunum. Erfðagreining á blóði og fósturvökvafrumum hefur verið möguleg hérlendis síðustu ár, og er sú rannsókn gerð á rannsóknarstofu í erfða- fræði á Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.