Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1997, Page 53

Læknablaðið - 15.02.1997, Page 53
í skálarræðunni var pabba óþægilega tíðrætt um leiðina að hjartanu sem liggur í gegnum... Milliverkanir: Ómeprazól getur minnkað umbrotshraða díazepams. warfarfns og fenýtóíns í lifur. Fylgjast skal með sjúklingum. sem fá warfarín eða fenýtófn og getur verið nauðsynlegt að minnka skammta. Eiturverkanir: Engar upplýsingar liggja fyrir um eiturverkanir í mönnum. Nákvæmar leiðbeiningar um meðferð eru því ekki þekktar Athugið: Ekki er ráðlegt að gefa lyfið á meðgöngutíma og við brjóstagjöf nema brýn ástæða sé til. Skammtastærðir handa fullorðnum: Sýruhjúphylkin á að gleypa heil með a.m.k. 1/2 glasi af vatni. Tæma má innihald hylkjanna í t.d. skeið og taka það þannig inn en þau má ekki tyggja. Gæta skal þess að geyma hylkin í vandlega lokuðu glasi. Skeifugarnarsár: Venjulegur skammtur er 20 mg á dag í 2 vikur. Hafi sárið ekki gróið, má halda meðferð áfram í 2 vikur í viðbót. Hjá sjúklingum, sem hafa ekki svarað annarri meðferð, hafa 40 mg einu sinni á dag verið gefin og sárið gróið, oftast innan 4 vikna. Magasár: Venjulegur skammtur er 20 mg á dag í 4 vikur. Hafi sárið ekki gróið, má halda meðferð áfram í 4 vikur til viðbótar. Hjá sjúklingum sem ekki hafa svarað annarri meðferð, hafa 40 mg einu sinni á dag verið gefið og sárið gróið. oftast innan 8 vikna. Bólga í vélinda vegna bakflæðis: Venjulegur skammtur er 20 mg á dag í 4 vikur. Hafi bólgan ekki læknast. má halda meðferð áfram I 4 vikur til viðbótar. Hjá sjúklingum, sem hafa ekki svarað annarri meðferð, hafa 40 mg einu sinni á dag verið gefin og bólgan læknast, venjulega innan 8 vikna. Zollinger- Ellison heilkenni (syndrome): Venjulegur skammtur er 60 mg einu sinni á dag. Finna þarf hæfilega skammta hverju sinni, en þeir geta verið á bilinu 20-120 mg á dag. Fari dagsskammtur yfir 80 mg þarf að skipta honum í tvær lyfjagjafir. Langtímameðferð vegna bakflæðis í vélinda eða vegna síendurtekins sársjúkdóms ( maga eða skeifugörn: Venjulegur skammtur er 20 mg einu sinni á dag. Ef einkenni versna má auka skammtinn í 40 mg einu sinni á dag. Skammtastærðir handa börnum: Engin reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum. Pakkningar og verð 1. nóv. 1995: Sýruhjúpshylki 20 mg: 14 stk. - 3953 kr„ 28 stk - 7546 kr„ 56 stk. - 13984 kr,; 100 stk. - 23494 k HÉRtNÚ AUClÝSINCASTOfA / SÍA

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.