Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1997, Side 7

Læknablaðið - 15.05.1997, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 287 kynslóðar. Þó hlutverk þessara arfbrigða sé ekki þekkt er hægt að tengja ýmsa eiginleika mannsins, svo sem blóðflokkakerfið og ýmsa sjaldgæfa erfðasjúkdóma, við ákveðin erfða- mörk. Þannig fæst vitneskja um á hvaða litn- ingasvæði viðkomandi gen, sem stjórna ákveðnum eiginleika eða stökkbreytt afbrigði gens sem veldur erfðasjúkdómi, liggja. Þessi erfðamörk eða arfbrigði þjóna nú sem vörður við áframhaldandi genakortlagningu. Fyrst og fremst hefur verið gerð leit í sjaldgæfum sjúk- dómum og þegar litningastaðsetningin er fund- in hefst leit að geninu sjálfu og bygging þess er dregin fram með raðgreiningu á svæðum sem tjá prótínið, stjórnsvæðum og innskotsröðum. Fljótlega varð ljóst að ekki er nóg að hafa veg- vísa á leiðinni sem nú skipta þúsundum, heldur er nauðsynlegt að þekkja hverja þúfu og hvern stein. Því hófst næsti kafli sem er raðgreining allra litninga og er stefnt að því að þeirri gena- kortlagningu ljúki árið 2005. Á hverjum degi finnast ný gen og rannsóknir á hlutverki þeirra og hvar afurðir þeirra koma fram leiða til nýrr- ar vitneskju um eðli og starfsemi mannslíkam- ans og tilurð sjúkdóma. Þróun síðustu missera hefur leitt til þess að vísindamenn eru ekki lengur bundnir við rannsóknir á sjaldgæfum erfðasjúkdómum heldur er meginkraftur lagð- ur í kortlagningu arfbreytileika sem stuðla að algengum og kostnaðarsömum heilbrigðis- vandamálum. Nú vitum við til dæmis að sam- spil arfbreytileika í sjö til 10 genum stuðla að sykursýki. í dag er þegar farið að nota þessar nýju upp- lýsingar um erfðameingerð við sjúkdómsgrein- ingar á erfðasjúkdómum og á fyrirbyggjandi hátt með því að bjóða fósturgreiningu og í ein- staka tilfellum fósturvísagreiningu, sé þess óskað af viðkomandi fjölskyldu. Það hefur orðið meginregla að slíkar fjölskyldur óska eft- ir að sú þjónusta sé í boði, þótt notkun á þjón- ustunni geti verið einstaklingsbundin og mótist af mörgum ólíkum sjónarmiðum. I vaxandi mæli vakna líka spurningar um hvort hin nýja þekking geti leitt til lækninga á erfðasjúkdómum og umfangsmiklar genalækn- ingatilraunir eru í gangi. I flestum tilfellum er um að ræða lækningar á víkjandi erfðasjúk- dómum, svo sem efnaskiptagöllum, en einnig hefur verið reynt að koma starfhæfum genum í frumur sjúklinga með slímseigjusjúkdóm (cyst- ic fibrosis) sem er algengasti erfðasjúkdómur í Norðvestur-Evrópu. Ymsar aðferðir hafa ver- ið reyndar, svo sem að nota umbreyttar veirur sem boðbera genanna og smita vef sem þarf á afurð gensins að halda til dæmis lungnavef eða mergfrumur og blóðvef sem getur borið afurðir þess um líkamann. Einnig hefur verið reynt að nota ýmis fituleysanleg efni sem boðbera eða jafnvel að skjóta genum inn í húð- eða vöðva- frumur með sérhönnuðum aðferðum til dæmis í vöðvarýrnunarsjúkdómum (Duchenne mus- cular dystrophy) eða blæðarasjúkdómi (hae- mophila), þar sem aðeins þarf að koma á fram- leiðslu gensins en nákvæm stjórnun er síður mikilvæg. Þótt dýratilraunir sýni nokkurn ár- angur sem vekja vonir um að hér sé um raun- hæfa möguleika að ræða, hafa tæknilegir erfið- leikar og aukaverkanir komið í veg fyrir að verulegur árangur hafi náðst í mönnum. Því er hæpið að þessar aðferðir verði notaðar á næstu árum í miklu mæli. Því hefur athyglin beinst að því að skilja erfðameingerð sjúkdómsins og nýta aðferðir hefðbundinnar lyfjafræði til að hafa áhrif á sjúkdómsferlið. I dag er þekkt að stökkbreytingar í slím- seigjugeni eru margvíslegar og hafa mismun- andi áhrif á protínframleiðsluferlið. Til dæmis veldur algengasta stökkbreytingin því að pró- tínið sem á að sitja í frumuhimnu festist í frumulíffærum og kemst ekki á áfangastað, en þegar það nær þangað fæst fram fullnægjandi starfsemi þó skert sé. Því eru vangaveltur um hvort, í stað genalækninga með flutningi á geni inn í lungnafrumur, megi ekki þróa lyfjameð- ferð sem stuðlar að því að yfirvinna þröskuld- inn sem er á leið prótínsins og meðhöndla þannig einkenni sjúkdómsins. Meðferð sjúk- dómsins gæti því orðið mismunandi á milli ein- staklinga þar sem tekið yrði tillit til stökkbreyt- ingarinnar sem veldur sjúkdómnum. Þó þessar rannsóknir séu enn á frumstigi er í vaxandi mæli horft í þessa átt og byggist áhugi lyfja- fyrirtækja á erfðarannsóknum ekki hvað síst á þessum möguleikum. Búast má við því að í framtíðinni muni lyfjameðferð ýmissa algengra heilbrigðisvandamála taka mið af slíkum upp- lýsingum. Því er, á sama tíma og keppst er við að vinna hugmyndir um hvernig nota eigi slíkar upplýsingar, unnið hörðum höndum við að kortleggja alla algengustu sjúkdóma, svo sem krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, sykur- sýki, geðsjúkdóma og ofnæmissjúkdóma til að öðlast rétt til ákveðinna greiningaraðferða og meðferðarhugmynda. Á meðan vísindaafrekum fjölgar frá degi til

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.