Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.07.1999, Blaðsíða 60
644 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 heimsókna á bráðamóttöku sjúkrahúss, 0,3% innlagna á sjúkrahús og allt að 0,3% dauðsfalla á sjúkrahúsum. I nýlegri bandarískri könnun kom í Ijós að yfír 100.000 Bandaríkjamenn deyja árlega af völdum aukaverkana lyfja en það þýðir að meiri líkur eru til þess að deyja af aukaverkun lyfs en af slysförum, sykursýki eða lungnabólgu. Einng kom í ljós að sem dánarorsök meðal Bandaríkjamanna koma auka- verkanir lyfja í fjórða sæti, á eftir hjartasjúkdómum, krabba- meinum og heilablóðfalli. Engin ástæða er til að ætla að þetta sé öðruvísi í Evrópu og ætti að hvetja alla til árvekni og varfærni. Sjö dauöasyndir auka- verkanatilkynninga Árið 1986 birtist bókarkafli eftir Inman og Weber þar sem meðal annars var fjallað um tregðu lækna til að tilkynna aukaverkanir og tregðu heil- brigðisyfirvalda til að taka á vandamálum sem tengjast auka- verkunum. Þeir skilgreindu það sem þeir kölluðu sjö dauða- syndir varðandi aukaverkanatil- kynningar (eða skort á þeim) en þær eru: 1. áhyggjuleysi, 2. ótti við að flækjast í málaferli, 3. sektarkennd, 4. áhugi á að safna tilfellum og birta eigin niður- stöður, 5. vanþekking á skipu- lagi aukaverkanaskráningar, 6. tregða við að tilkynna eitthvað sem bara er grunur og 7. sinnuleysi ásamt tímaskorti. Höfundar telja að öll þessi at- riði skipti máli og hindri lækna að einhverju marki í að tilkynna aukaverkanir. Hvenær eru tengsl aukaverkunar og lyfs sönnuð? Greiningu aukaverkunar og tengsla hennar við ákveðið lyf hefur stundum verið líkt við sjúkdómsgreiningu, taka verð- ur tillit til fjölmargra atriða varðandi sjúkdóminn sem ver- ið er að meðhöndla, tímasetn- inga og annarra lyfja. Margar aukaverkanir fylgja styrk lyfsins í blóði og eru því mest áberandi þegar hann er mestur, sem fyrir flest lyf er einni til þremur klukkustund- um eftir töku lyfsins. Annað sem styrkir mjög tengsl auka- verkunar og lyfs er ef auka- verkunin hverfur þegar notk- un lyfsins er hætt og enn frek- ar ef hún kemur aftur við það að lyfið er gefið aftur (re- challenge). Einnig skiptir máli hvort sjúklingurinn er með sjúkdóm sem getur gefið einkenni er líkjast óþægind- unum sem um ræðir. Til þess að hægt sé að flokka tengsl lyfs og aukaverkunar sem ólíkleg, hugsanleg eða líkleg, er nauðsynlegt að allar þessar upplýsingar liggi fyrir. Tilhneiging framleið- enda til að gera lítið úr aukaverkunum Lyfjaframleiðendur, eins og aðrir framleiðendur, reyna að sjálfsögðu að selja sína vöru og beita til þess ýmsum ráð- um. Sumir lyfjaframleiðendur reyna á ýmsan hátt að gera lít- ið úr aukaverkunum sinna lyfja en flestir framleiðendur taka ábyrga afstöðu. Dæmi um villandi framsetningu, sem nokkrir framleiðendur hafa stundað, er að birta töflu þar sem einn dálkur sýnir tíðni aukaverkana þegar lyfið var tekið og annar sýnir það sama fyrir lyfleysu. Látið er í það skína eða stundum sagt berum orðum að lyfið hafi ekki auka- verkun nema hún sýni meiri tíðni hjá þeim sem tóku lyfið. Gallinn við þetta er oftast sá að venjulega er um að ræða niðurstöður úr lítilli klínískri rannsókn og ekki er gerð nein tilraun til tölfræðilegs mats eins og til dæmis með því að gefa upp öryggisbil eða styrk (power). Hér er því um að ræða mjög villandi framsetn- ingu sem virðist hafa farið í vöxt á undanförnum árum. Tilhneiging vissra hópa í þjóðfélaginu til að mikla aukaverkanir og hættu við lyfjanotkun Þeir sem stunda skottu- lækningar af einhverju tagi tala gjarnan um aukaverkanir og eiturverkanir eins og eitt- hvað sem eingöngu fylgi lyfj- um en ekki þeim vörum eða aðferðum sem viðkomandi býður upp á. Ekki þarf að eyða mörgum orðum að þessu enda vita flestir að skottu- lækningum fylgja aukaverk- anir. Þar nægir að nefna al- gengar og alvarlegar auka- verkanir sumra náttúrulyfja og fjölda aukaverkana og dauðsfalla við nálastungu- lækningar. Aukaverkanir náttúrulyfja Tilkynningar um aukaverk- anir náttúrulyfja hafa lengst af verið í molum en eru að taka á sig form á allra síðustu árum. I flestum löndum þar sem auka- verkanaskráning er stunduð er hvatt til að læknar sendi frá sér tilkynningar um aukaverkanir lyfja og náttúru- lyfja (hér er átt við náttúrulyf í víðri merkingu). Augljóslega er jafn mikil þörf fyrir að skrá aukaverkanir lyfja og náttúru- lyfja. Magnús Jóhannsson læknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.