Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 70
58 dægurmál Helgin 15.-17. október 2010 Í samstarf við Dahl-Sørensen & Partners A/S í Danmörku veitum við viðskiptavinum okkar víðtæka þjónustu við öflun fjárfesta og aðra M&A þjónustu á norðurlöndunum. Investis fyrirtækjaráögjöf • Lágmúla 7 • www.investis.is FYRIRTÆKJAEIGENDUR Erum með fjárfesta sem vilja taka þátt í yfirtökum, endurfjármögnun og sameiningum fyrirtækja. Frekari upplýsingar á skrifstofu okkar N ei, nú er ég ekki að spá í að senda inn lag í Söngvakeppni Sjón-varpsins. Það er búið að vera svo mikið að gera í öðrum verkefnum,“ segir Örlygur Smári, höfundur íslenska fram- lagsins í Eurovision í fyrra. „Hins vegar hef ég hjálpað nokkrum með demó fyrir keppnina í ár. Þetta eru flott lög.“ Nú fer hver að verða síðastur að senda lag inn í forkeppnina hér heima. Frestur til að senda inn lög rennur út 18. október, á mánudaginn. Jónatan Garðarsso, fer fyrir valnefnd Sjónvarpsins: „Nú hrúgast lögin inn um helgina. Við vitum hvernig þetta er, flestir senda lögin inn á síðustu stundu,“ segir hann og býst við á bilinu 150 til 300 lögum í heildina, þótt fá hafi borist hingað til. Eurovision-keppnin verður haldin í Düsseldorf í Þýskalandi í maí á næsta ári. Jónatan segir keppnina milli Berlín- ar, Hamborgar, Hannover og Düsseldorf hafa verið gríðarlega harða. „En Düs- seldorf marði þetta.“ Örlygur fer á flakk Á meðan Jónatan grúskar í lagabunk- anum verður Örlygur á Írlandi. „Mér var boðið í gegnum Félag tónskálda og textahöfunda að fara út í vinnubúðir að semja tónlist með fólki víðsvegar úr heiminum,“ segir hann. „Mér er sagt að einhverjir þungavigtarmenn verði í hópnum en ég hef ekki heyrt nein nöfn. Þarna verður fólk parað saman og látið semja lög. Vonandi verður eitthvað stór- kostlegt til.“ Örlygur segir tækifærið frábært þar sem hann nái enn að stækka tengslanet sitt. Verði útkoman góð fari hjólin á fullt við að koma lögunum á framfæri. Hvetur fólk til að taka þátt Örlygur segir undankeppni Sjónvarpsins fyrir Eurovision síðustu tvö ár hafa ver- ið hörkuspennandi. Þátttakan sé mjög skemmtileg. „Ég hvet því alla til að taka þátt,“ segir hann, og komist lagið alla leið sé takmarkinu náð. „Maður fær al- veg fullt af tölvupóstum frá fólki víðsveg- ar úr heiminum og fréttir af laginu hér og þar í veröldinni. Þessi sköpun manns ferðast því víða.“ Spurður um lögin sem hann hefur heyrt fyrir undankeppnina neitar hann að gefa nokkuð upp. En eru þetta dans- lög: „Það er ekki bara leitað til mín með danslög. Ég geri svo miklu meira en danslög!“ En eiga þau bestu upp á pall- borðið: „Það aldrei hægt að spá fyrir um þetta. Það er sjarminn við keppnina.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  SíðuStu forvöð að SeNda iNN lög í SöNgvakeppNi SjóNvarpSiNS  airwaveS: Ný tækNi auðveldar tóNleikageStum lífið Örlygur Smári ekki meðal keppenda í ár Of mikið að gera, segir Örlygur Smári og stefnir því ekki á að keppa í Söngvakeppninni í ár. Hann er á leið í vinnubúðir með lagahöfundum á Írlandi Örlygur Smári hefur aðstoðað fimm aðra lagahöfunda við að koma lögum sínum í forkeppnina fyrir Eurovision. Sjálfur er hann á leið til Írlands og stefnir ekki á þátttöku. Ljósmynd/Hari Framboðið á tónleikum á Airwaves-hátíðinni er svo magnað að þeir áköfustu mega hafa sig alla við, ætli þeir sér að fleyta allan rjómann ofan af. Ring hefur sett upp þrjár tækninýjungar í tilefni hátíðarinnar með það fyrir augum að gera farsímann að öflugu vopni í baráttunni við að þéttskipaða dagskrána. Á meðan hátíðin stendur yfir getur fólk fylgst með lengd biðraða fyrir utan tónleikastaði með því að sækja myndir úr vefmyndavélum í símann. „Airwa- ves er svo stór og flottur viðburður að við fórum að velta fyrir okkur hvernig hægt væri að nota símtækið til þess að gera upplifun fólks af viðburði sem þess- um sem ánægjulegasta,“ segir Einar Sigurðsson hjá Ring. „Biðraðir gera fólki oft lífið leitt og fólk lendir stundum í því að fara af einum góðum viðburði til þess að ná öðrum en endar svo í langri röð. Með síma í vasanum getur fólk nú kannað ástandið á öðrum stöðum og athugað hvort það borgi sig að stökkva út án þess að fara fýluferð.“ Þá eru strikamerki á öllum tónlistarstöðum og þeir símar sem lesa slík merki geta sótt tónleika- dagskrána á viðkomandi stað. Síðast en ekki síst er búið að merkja alla tónleikastaði með hnitum með forritinu Layer en þegar hugbúnaðurinn er virkjaður má segja að síminn breytist í nokkurs konar áttavita. Hann birtir dagskrá þess staðar sem honum er beint að og leiðir fólk upp að dyrum, vilji það taka stefnuna þangað. Biðraðir gera fólki oft lífið leitt. Syngjandi fjölmiðlakempur Karlakórinn Fóstbræður verður á hvínandi siglingu um helgina en fjörið hefst á föstudagskvöld þegar kórinn syngur með finnska karlakórnum Manifestum í Lang- holtskirkju. Samanlagðir telja kórarnir rúmlega eitt hundrað söngmenn. Ætla má að tengsl Fóstbræðra við almenning eflist nokkuð í náinni framtíð þar sem tveir reyndir fjölmiðlakappar, þeir (heitur) Teitur Þorkelsson og Hafliði Helgason, fyrrverandi ritstjóri Markaðarins, eru gengnir til liðs við kórinn en auk þess að syngja senda þeir út fréttatilkynningar um viðburði sem kórinn kemur að. Síminn orðinn áttaviti í tónleikafrumskóginum Hægt er að fá við- burðadagatal Airwaves í farsímann og skipuleggja sig. Hjálmar spila á Nasa í kvöld, föstudag. Lífsmark með Mannlífi Hið fornfræga tímarit Mannlíf hefur verið í öndunarvél hjá útgáfufélaginu Birtíngi og útgáfa þess hefur verið vægast sagt óregluleg undanfarin tvö ár eða svo. Brynjólfur Þór Guðmunds- son, fyrrverandi fréttastjóri á DV, var síðasti ritstjóri Mannlífs en hann hætti eftir að hann skilaði Tekjublaði tímaritsins af sér í byrjun ágúst. Síðan hefur ekkert til blaðsins spurst og var það almennt talið af. Karl Steinar Óskarsson, dreifingarstjóri Birt- íngs, hefur nú fengið það verkefni að blása lífi í líkið. Hann virðist ætla blaðinu að höfða sterkt til karlmanna og biður nú valda álitsgjafa að tilnefna heitustu konu Íslands árið 2010 sem síðan verður kynnt í Mannlífi. Naglbítur í stað Gnarrs Efnahagshrunið, og sú lömun atvinnulífsins sem fylgdi í kjölfar þess, kom illa við auglýsinga- stofur sem þurftu flestar að draga saman seglin. Skömmu eftir hrun var til dæmis sjálfum Jóni Gnarr sagt upp sem hugmynda- smiði hjá EnnEmm. Eitthvað virðist landið nú vera að rísa þar sem Vilhelm Anton Jónsson, lang- best þekktur sem Villi Naglbítur, hefur verið ráðinn til EnnEmm og mun að einhverju leyti fást við sömu störf og Jón Gnarr gerði og fer væntanlega létt með það enda með eindæmum fjölhæfur og hugmyndaríkur maður þar á ferð. Horn í síðu borgar- stjóra Og enn af Jóni Gnarr. Ákvörðun borgar- meirihlutans um að tefla fram sérstökum staðgengli borgarstjóra til þess að minnka álagið á Jóni Gnarr mælist misvel fyrir. Fulltrúum minnihlutans er ekki skemmt og eitthvert nöldur heyrist úr ýmsum blogg- hornum. Hins vegar má ætla að embættis- mannakerfið og hinir ýmsu deildar-og milli- stjórnendur í borgarapparatinu fagni þar sem hin óhefðbundni borgarstjóri virðist fara eitthvað í fínustu taugar margra rótgróinna blýantanagara hjá borginni. Almennu starfsfólki og verkamönnum hjá borginni blöskrar víst stundum hvernig yfirmenn þeirra tala um borgarstjórann á fundum en meðal þess sem fundið er að í fari Jóns er menntunarskortur og of frjáls- legur klæðaburður. Yoko í KronKron Eins og víða hefur komið fram notaði Yoko Ono, ekka Johns Lennon, Íslandsferð sína meðal annars til innkaupa og kom hún við í ýmsum búðum í Reykjavík. Hún leit meðal annars inn í hátískuskóbúðina KronKron þar sem uppnumið og andaktugt starfs- fólkið sinnti henni með stjörnur í augunum. Ekki fylgir sögunni hvort Yoko yfirgaf verslunina með mörg skópör. „Þarna verður fólk parað saman og látið semja lög. Vonandi verður eitt- hvað stórkost- legt til.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.