Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2007, Blaðsíða 22
Menning föstudagur 8. júní 200722 Menning DV 25 tíma dans- leikhús/sam- keppni Í kvöld verða sýnd í Borgar- leikhúsinu þau verk sem taka þátt í keppninni 25 tíma dans- leikhús/samkeppni og skorið úr um hvert verkanna er best. Í keppninni fá sex upprenn- andi dansleikhúshöfundar úr ýmsum áttum 25 klukkustundir til að skapa stutt dansleikhús- verk. Þetta er í fimmta sinn sem samkeppnin er haldin. Að verð- launaafhendingu lokinni er slegið upp teiti og dansað fram á nótt. Samkeppnin er haldin af Leikfélagi Reykjavíkur og Ís- lenska dansflokknum. Bönd Bergsteins Bergsteinn Ásbjörnsson opnar sýninguna Bönd á morgun í Listasal Mosfellsbæjar. Grunnur verksins er í norrænni goðafræði og tengist hugleiðingum listamannsins um hjónaband, ættarband en þó að mestu um tímann og er verkið tilraun til að gera tímann og tímans bönd sýnileg. jóðl Rektorinn í Skálholti tók á móti jóðlandi Tírólakór í vikunni: Jóðlandi Tírólar í Skálholti Karlakór frá fjallabænum Schwoich í Tíról er staddur hér á landi um þessar mundir fyrir til- stilli Kristins Ólasonar, rektors í Skálholti. Kórinn kom hingað til lands á þriðjudaginn og hélt kvöld- ið eftir tónleika í Réttinni í Úthlíð, Árnessýslu. Annað kvöld kl. 20 verða svo haldnir stór- tónleikar í Salnum í Kópavogi og á sunnudag mun kórinn taka þátt í guðsþjónustu í Skálholtsdóm- kirkju. Meðal söngvara í kórnum, sem telur 20 manns, eru þrír feiki- góðir jóðlarar sem láta ljós sitt skína á tónleikunum. „Þeir eru einhverjir frægustu jóðlarar á Tírólsvæðinu,“ segir Kristinn, en tónlistin sem kór- inn flytur er mjög einkennandi fyr- ir Tíról. Hann kynntist kórnum fyrir þremur árum þegar kórinn heim- sótti kirkjukór Hornafjarðar. „Ég var með þeim í nokkra daga og við fór- um meðal annars upp á jökul. Þeir voru mjög heillaðir af landinu og vildu því gjarnan koma aftur. Okk- ur fannst þá alveg upplagt að fá þá í Skálholt og gera með þeim dagskrá í uppsveitum Árnessýslu og á höf- uðborgarsvæðinu. Þannig að það verður mikið um að vera og mikið sungið,“ segir Kristinn. Hann tek- ur undir það að líklega verði einnig mikið jóðlað. „Ég þyrfti nú að reyna að læra þetta hjá þeim,“ bætir hann við og hlær. Kristinn segir tónlist- ina sem kórinn flytur vera mjög skemmtilega. „Þetta er hefðbund- in Tírólatónlist, með harmónikku og gítar.“ Hann á þó ekki von á að það verði mikið jóðlað í Skálholts- kirkju á sunnudaginn. „Nei, ætli þeir syngi nú ekki eitthvað sem á betur við þar,“ segir Kristinn. Sinfóníuhljómsveit Íslands og söngdívurnar Eivör Pálsdóttir og Ragnheiður Gröndal eru á leiðinni til Færeyja í næstu viku til að halda þar tvenna tónleika. Ætlunin er að syngja og spila fyrir þarlenda göm- ul, íslensk dægurlög sem Hrafn- kell Orri Egilsson hefur útsett. Tón- leikarnir bera yfirskriftina Manstu gamla daga? og voru fluttir tvisvar hér á landi í apríl í fyrra fyrir fullu húsi. Í tilefni Færeyjaferðarinnar fá Íslendingar eitt tækifæri enn til að heyra hinar gömlu perlur í flutningi þríeykisins í Háskólabíói á þriðju- daginn. Hrafnkell Orri segir að upplag- ið sé lög sem sungin voru af söng- konunum Ellý Vilhjálms, Ingibjörgu Smith, Ingibjörgu Þorbergs og Erlu Þorsteinsdóttur á sjötta og sjöunda áratugnum. „Þetta eru fjórtán lög í heildina, þar á meðal eru Sveitin milli sanda, Við gengum tvö, Kata rokkar og Manstu gamla daga? svo einhver séu nefnd. Eivör og Ragn- heiður syngja fimm lög hvor og eitt saman, Gling gló. Síðan spilar hljómsveitin nokkur í viðbót,“ segir Hrafnkell. Betri tónleikasalur en á Íslandi Það var í gegnum hina fær- eysku Eivöru sem ferðalagið þang- að komst á koppinn. „Þetta er skilst mér að frumkvæði Færeyinga og Sinfónían tók bara vel í hugmynd- ina,“ segir Hrafnkell en ekki náðist í Eivöru. Og hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin fer til eyjanna. „Sinfónían hefur farið nokkrum sinnum til Færeyja, síð- ast fyrir sex eða sjö árum. Þeir eiga góðan tónleikasal í Norræna hús- inu í Þórshöfn, sem er til dæmis betri en sá íslenski,“ segir Hrafnkell sem auk þess að útsetja lögin spil- ar á selló með Sinfóníuhljómsveit- inni og hefur gert síðastliðin fimm ár. Þess má geta að öll hljómsveitin, um 75 manns, fer með en tónleik- arnir verða á fimmtudag og föstu- dag í næstu viku. „Ég held að það sé að verða uppselt á aðra tónleikana og vel selt á hina,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell játar því að það hafi verið feikileg vinna að útsetja lögin fjórtán. „Þetta var stíf tveggja mán- aða vinna. Nótt við dag.“ Hrafnkell spilaði ekki með á tónleikunum í fyrra vegna vinnu sinnar við útsetn- ingarnar en mun munda sellóið að þessu sinni. Hann segist ekki gera upp á milli spilamennsku og út- setninga hvað skemmtigildi varð- ar. „Ég hef gaman af því að fást við ólíka hluti þannig að mér finnst hvort tveggja skemmtilegt, alla vega í augnablikinu. En maður veit ekki hvað gerist í framtíðinni.“ kristjanh@dv.is Tónleikadagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar, Eivarar Pálsdóttur og Ragnheiðar Gröndal, sem flutt var hér á landi í fyrra, verður flutt í Færeyjum í næstu viku. Nokk- ur ár eru síðan hljómsveitin spilaði þar síðast. Afmælissýn- ing ÍR Næstkomandi sunnudag kl. 14 verður opnuð í Árbæjarsafni sýning um sögu Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR, sem verður 100 ára á þessu ári. Sýningin er í gamla ÍR húsinu, sem áður stóð á Landakotshæðinni, en húsið var upphaflega byggt árið 1897 sem kirkja kaþólska safnaðar- ins. Árið 1929 fékk ÍR húsið til afnota og var það í notkun sem íþróttahús fram að aldamótun- um 2000. Fyrir nokkrum árum var húsið flutt í Árbæjarsafn til varðveislu þar sem það hefur nú verið endurgert. Endurbætt fjórðungskort af Íslandi Mál og menning hefur gefið út fjögur ný fjórðungskort af Íslandi í mælikvarða 1:300 000. Kortin ná yfir Suðvestur- land, Norð- vesturland, Norðaustur- land og Suð- austurland. Við endur- gerð kortanna hefur sérstök áhersla verið lögð á nýtt og vandað hæðarlíkan af land- inu í náttúrulegum litum þar sem sérstök áhersla er lögð á gróðurlendur landsins og myndræna skyggingu hálendis- ins. Fjölmörg náttúrufyrirbæri, eins og fjallgarðar og jöklar, sjást nú mun betur en áður auk þess sem á kortunum eru nýj- ustu upplýsingar um vegakerfi landsins, tjaldstæði, sund- laugar, söfn og annað það sem gagnast ferðamönnum. Við Jökulsárlón Kórinn kom hingað til lands fyrir þremur árum og heillaðist mjög af landinu. Sinfó og söngdívur til Færeyja Hrafnkell Orri Egilsson útsetur lögin auk þess að spila á selló með sinfóníu- hljómsveitinni Eivör Pálsdóttir Hin færeyska Eivör hefur heillað landann með söng sínum á undanförnum árum. tónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.