Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1978, Blaðsíða 27
21 SkoÖunMjög lasburða, grannholda ung kona með grábrúnan liúOlit, en föl undir. Ekki áber- andi dökkvi þrýstipunkta né dökkvablettir í munnslímu. BÞ 90/70. Þyngd lfi kg. Hæð 167 cm. Rannsóknir: Hgb, 8.3—9.8 gr%, <8/7.74 e. fæðingu var hgb 13.9 gr%. Hct 40%, MCHC 34.7), sökk 24—40 mm/klt. Elektrolýtar við komu eðlilegir, en 14/1.1975, áður en meðferð var hafin mældist Na 13If og K J/.9 mEq/l. Serum járn, TIBC og folinsýra í blóði var eðli- leg, en B12 reyndist 1350 pg/ml. Fast. blóðsyk- ur 41 mg%, sykurþolskúrva flöt. T+ 2.4 mcg% (2.9—6.4), TSH 38.3 mcE/1 (0—25, MAYO) frítt tyroxin 1.2 ng/100 ml (0.6—2.6, MAYO), skjald- kirtilsmótefni ekki til staðar. Rtg.rannsóknir af lungum, höfuðkúpu og nýrum ásamt maga og ristli voru eðlilegar. Mantoux-próf var já- kvætt. Sjúkl. var sett á cortison og Florinef og útskrifaðist á þeirri meðferð 30/1.1975. I nóvember 1976 skoðuð af höfundi og var þá geysiánægð með líðan sína og sagði betri en nokkru sinni. Einkum lagði hún áherzlu á betrumbót, er Florinef skammtur var aukinn úr 0.05 í 0.075 mg dag. Við skoðun þá: 59.9 kg, 169 cm há, BÞ 140/98, ptosis á v. augnloki. Auðþreifanlegur skjöldungur, u.þ.b. 20 g, h. lappi stærri en vinstri. Rannsókn, nóv. ’76. Blóðhagur eðlilegur, T4: 9.7 mcg% (p-pilla), TSH: 2.1 mE/1 (< 1.9). Varð síðan barnshafandi og eignaðist barn í desember 1977. TSH f. og e. fæðingu var 6.3 og 4.2 mE/1 (<1.9) og T4 samtímis síðari mæl- ingunni var 5.7 mcg% (4.5—9.0). Thyreoglobul- in-mótefni mældist ekki, en nú mældust nýrna- hettumótefni jákvæð, en voru ómælanleg í nóv- ember 1976. Umsögn: Sérlega greindur sjúklingur, sem gefur góða sögu. Því freistandi að halda, að NHBV hafi jafnvel byrjað 9 árum fyrir grein- ingu, er sj. „neyddist“ að hætta hjúkrunarnámi. Þrekaukning við meðferð umfram hennar bezta áður gæti samrýmzt því. Orsökin er IAD sbr. NHB-mótefnamælingu og hækkun TSH- gilda. Eftirtektarverð er sveifla TSH-gildanna, úr hámarki fyrir meðferð NHBV til nær eðli- legs gildis eftir 22gja mánaða meðferð og svo aukningu þeirra síðar. Sjúkrasaga XX: M.H., húsmóðir f. 03.09.1915 í Barðastranda- sýslu, en búsett frá 1942 á Selfossi var lögð inn á Landakot 14/6.1975 með sögu um vaxandi slappleika í 2—3 ár. 1 marz 1974 jókst slapp- leikinn mjög og lystarleysi með megrun kom fram. Ögleöi varð og vart, sérlega s.hl. dags, en uppköst fylgdu aðeins sjaldan. 1 júlí 1974 snöggveiktist hún með hita og niðurgangi. Ýtarleg rannsókn á meltingarvegi leiddi í ljós grunsemd um kölkun í briskirtli og annað ekki. I 6 mánuði fyrir komu veitti sj. athygli vaxandi dökkva liúöar og gisnun líkhára. Heilsuhraust utan þess að vera rúmföst í 4 ár frá 1938 vegna berkla i baki. Skoöun: Grannholda kona, í sæmilegu á- standi, með mjög áberandi dökkva húðar al- mennt, en dekkst yfir núningsstööum ölnboga, lmjáa og rista. 44 kg. BÞ 100/60 og í legunni mældist hann rétt ofan eða neðan 100/60—70 og lægst 45 diastoliskt. Líkhár í holhöndum og á lífbeini nánast horfin. Rannsóknir: Blóðmynd eðlileg. Sökk 30 mm. Urea 60—40 mg%. Blóðsykur 64 mg%. Na:l'Z8— 136 mEq/l, K: 5.3—4.3 mEq/l. Ca eðlilegt. T4: 3.7 mcg% (2.9—6.4), TSH: 5.9 mcE/ml (0— 15), 17-KS og 17-KGS voru 1.22 og 1.1 mg i sólarhringsþvagi. Fast. ser. cortisol endurtekiö 2 mcg% (9.7—30). Steragildi breyttust ekkert við langvarandi ACTH-gjöf. Rtg.rannsókn stað- festi kölkun sv.t. nýrnahettusvæöa. Sjúkdómsgreiningin nýrnahettubarkarvani (Addison veiki) þótti staðfest með ofannefnd- um rannsóknum og vegna hættunnar á upp- vakningum virkra berkla, var sjúkl. sett á Isoniazid 300 mg daglega ásamt með tabl. cortison 25 mg að morgni og 12.5 mg kl. 16:00. Auk þess tabl. Florinef 0.05 mg daglega. I við- tali í nóvember 1976 var sjúkl. mjög ánægð með líðan sína, sem hún taldi alla aðra en áður. Aðeins einu sinni fengið sjúkleikaeinkenni með hita og jók hún þá stera um helming og gengu veikindin fljótt yfir. Matarlyst hefur verið góð og hefur sjúklingur þyngzt og náð fyrri þyngd um 60 kg. Umsögn: Þessi sjúklingur flokkast að hafa TAD á grundvelli berkla í baki fyrir 37 árum og greinilegra kalkana á nýrnahettusvæði skv. rtg.mynd. Einkenni, skoðun og viðbragð við meðferð algerlega dæmigert. Nákvæm skjöld- ungsrannsókn fyrir sterameðferð staðfesti al- gerlega eðlilega skjöldungsstarfsemi. UMRÆÐA Tilviljun olli, að upphaf könnunar þess- arar miðast við árið 1943. Tímalengd könn- unarinnar eða þaðan farandi 33 ár til árs- loka 1975 er líka háð tilviljun. Þótt skeiðið sé ekki langt í aldanna rás er sögulegt mikilvægi þess alhliða stórt, sem drýgt hefur komið fram í feyki framförum tækni hverskonar. Þróun skilnings á eðli NHBV og öryggi í greiningu hans og meðferð er hin stórstígasta, sem orðið hefur frá því að Addison lýsti sjálfur fyrstu tilvikunum.1 Algengi NHBV á íslandi í lok könnunar- tímabilsins reyndist 6.85 fyrir hverja hundrað þúsund íbúa, sem er hærri en við- líka tölur annars staðar frá, þótt ekki muni miklu við þá, sem næst kemur, en það er vel grundvölluð spá Nerup, byggð á könn- un hans í Danmörku frá árunum 1950—’72, að þar í landi séu 60 Addison sjúklingar meðal hverra milljón íbúa.18 Könnun Nerup og þessi eru þær einu í tiltækum heimild- um, sem segja má um, að byggi á landsvísu.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.