Innsýn - 01.03.1974, Blaðsíða 18

Innsýn - 01.03.1974, Blaðsíða 18
14 innsýn Halinn myndast út frá hjúpnum og að 'einhverju leyti einnig kjam- anum. Þegar halastjarnan er all- langt frá sólu, hefur hún engan hala. Hann myndast fyrst þegar hún er komin tiltölulega nálægt sólunni. Þegar halastjarnan nálgast sólina, verður hún meira og meira fyrir áhrifum frá geislaorku hennar. ðtgeislunin frá sólunni þrýstir þá á hjúpinr. og "blæs" hluta af honum út úr halastjörnunni, og þar meö byrj- ar halinn að myndast. Þegar halastjarnan kemur enn nær sólu, eykst þrýstingurinn jafnt og þétt og lengir halann samsvar- andi. Halinn snýr því alltaf frá sólu eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Stærð halast jqirna. er mismun- andi. Nokkrar eru ininni en jörðin, en margar nokkru stærri. Þessi samanburður á við hala- stjörnurnar begar þær eru í mik- illi fjarlægð frá sólu. Þegar - þær nálgast sólina, þenjast þær út, eins og nefnt var að framan, og geta tugfaldast að stærð. Halinn getur orðiö allt að 10 milljón km langur (fjarlægðin frá jörBu til sólarinnar er að meðaltali um 150 milljón km). Hvaðan koma halastjörnurnar og hvert fara þær? Margar þeirra tilheyra só.lkerfi okkar og koma þar af leiðandi aftur og aftur inn að sólu. Þær sveima í kring- um sóiina eins og pláneturnar, en hafa óreg.lulegri brautarferla. Ferlar plánetanna eru allt að því hringlaga, en halastjörnurnar, sern tilhsyra sólkerfinu, hafa mjög ílanga og sporbaugslagaða ferla. Aðrar halastjörnur hafa annað hvort "parabólska" eða "hyper- bólska" ferla og koma því ekki nema einu sinni að sólinni,vegna þess aö slíkir ferlar eru opnir, þ.e. mynda ekki lokaðan feril. Slíkar halastjörnur hljóta þvl að eiga upptök sín utan okkar sólke-rf is. Tlðni halastjarna (tími miili þess sem þær sjást) er misjafn, allt frá 3.3 árum hjá halastjörn- unni Enoke upp í 7ó,2 ár hjá halastjörnunn.i Halley. Áður fyrr voru halastjörnur mjög tengdar hjátrú, enda vel til þess fallnar, þar eð þær voru hjúpaðar hinumleyndardómsfuLla blæ þekk.ingarleysisins til skamms tíma. Litu margir svo á, að halastjörnur væru fyrirboðar merkra tíðinda svo sem náttúru- hamfara,'stríðs og annarra af- drifaríkra atburða. Slík hjátrú virðist koma fram í l.itlu ritunum, sem nefnd voru hér í upphafi. En nú mætti spyrja eftirfar- andi spurninga varðandi hala- stjörnur: þjóna halastjörnur ákveðnu hlutverki í sköpunar- verki Guðs? Er mögulegt að þær þjóni ákveðnum tilgangi, sem vi? mennirnir höfum enn ekki komið auga á? Það er erfitt að hugsa sér eitthvaö I sköpunarverki Guðs, sem ekki hafi sinn ákveðna til- gang. Sumir hafa látið sér detta í hug, að halastjörnur séu ekki hluti af upprunalegu sköpunar- verki Guðs, heldur séu af sömu rótum runnar og t.d. þyrnar og þistlar á yfirborði jarðarinnar. Ekki er unnt að slá neinu föstu í aðra hvora áttina varð- andi þetta atriði, þar sem þekk- ing okkar á þessu sviði, sem og flestum öðrum, er svo takmörkuð eða "í mo.lum" eins og Páll postuli orðar það. Næs ta halastjarna sem við megum búast viö að sjá - að öllu óbreyttu - er ha.lastjarnan Halley, sem mun verða hér næst árið 1987.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.