Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 15

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Blaðsíða 15
13 Varðandi almannatryggingakerfið hafa yfirlitin verið unnin upp úr reikning- um Tryggingastofnunar ríkisins, þ.e. reikningum sjúkratrygginga, lífeyristrygg- inga, slysatrygginga og atvinnuleysistrygginga, en reikningar þessir hafa verið birtir í Félagsmálum, tímariti Tryggingastofnunar ríkisins. 3.2 Tekju- og útgjaldareikningar og fjármagnsstreymi. í skýrslu þessari eru settir fram annars vegar tekju- og útgjaldareikningar og hins vegar reikningar yfir fjármagnsstreymi hvers árs fyrir ríki, sveitarfélög og almannatryggingar. Sömuleiðis eru birt yfirlit yfir starfsemi hins opinbera í heild, en þar falla niður innbyrðis tilfærslur milli hinna ofangreindu þriggja þátta í opinberri starfsemi. Einnig kemur fram í þessari skýrslu frekari sundurliðun á starfsemi hins opinbera, sérstaklega hvað varðar samneyslu og verga fjármuna- myndun. Slík sundurliðun, sem snertir bæði hið opinbera í heild sinni og hvern undirþátt þess, er gerð með tilliti til tegundar og viðfangsefnis starfseminnar. Nú skal vikið að einstökum liðum í þessum reikningum, en í næsta hluta að frekari sundurliðun þeirra. 3.2.1 Tegundasundurliðun í tekju- og útgjaldareikningi og reikningum um fjármagnsstreymi. Fylgt er sömu röð liða og í fyrstu töflunum í töfluhluta skýrslunnar. 1. Eignatekjur: Hér vega þyngst vaxtatekjur, fyrst og fremst dráttarvextir af útistandandi álögðum gjöldum. Einnig eru skráðar hér tilfærslur frá opinberum fyrirtækj- um eins og Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og Happdrætti Háskóla íslands. Þá er lóðarleiga sveitarfélaga færð undir leigu jarðnæðis. 2. Skattar: Sköttum er skipt í beina og óbeina skatta. Til óbeinna skatta telst t.d. söluskattur, sem lagður er á verð vöru og þjónustu á síðasta stigi viðskipta; aðflutningsgjöld, sem lögð eru á innflutningsverð vöru, sem flutt er til landsins. Þá teljast og óbeinir þeir skattar, sem koma óbeint inn í verð vöru og þjónustu, eins og launaskattur. Beinir skattar eru aftur á móti fyrst og fremst lagðir á tekjur og eignir, þ.e. á tekjuafgang fyrirtækja og launatekjur einstaklinga, svo og á hreina eign; þá eru gjöld, sem renna til almannatrygg- inga, skilgreind sem beinir skattar. Með beinum sköttum ríkissjóðs eru tilfærð sóknar- og kirkjugarðsgjöld. Slik gjöld eru ekki færð í ríkisreikningi og þarf að áætla þau, þar sem ekki liggur fyrir heildarálagning þeirra. Gatnagerðargjöld sveitarfélaga eru færð með óbeinum sköttum þeirra. 3. Sektir: Hér er um að ræða sektir og upptækar vörur. 4. Tekjutilfærslur frá öðrum opinberum aðilum: Til þessa liðar teljast tilfærslur til almannatrygginga frá ríkissjóði og sveitarfélögum og til sveitarfélaga frá ríkissjóði. Eins og yfirlitin í töfluhluta skýrslunnar bera með sér, eru engar skatttekjur tilfærðar hjá almannatrygg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.