Búskapur hins opinbera 1990-1998 - 01.11.1999, Blaðsíða 11

Búskapur hins opinbera 1990-1998 - 01.11.1999, Blaðsíða 11
1. Inngangur Töfluhefti þetta gefur talnalegt yfirlit um búskap hins opinbera, þ.e. ríkis, sveitar- félaga og almannatryggingakerfis. Heftið, sem er númer 18 í ritröð Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagsreikninga, er með sérstaka áherslu á nýtt uppgjörsár, 1998, og á samræmt uppgjör aftur til ársins 1990. Heftið er að hluta framhald rits um sama efni, sem kom út i mars 1999. I heftinu er "hið opinbera" í meginatriðum notað sem heiti á starfsemi sem tekna er aflað til með álagningu skatta en ekki með sölu á vöru og þjónustu á almennum markaði. Af þessu leiðir að starfsemi fyrirtækja og sjóða í eigu ríkis og sveitarfélaga fellur utan við efni ritsins, nema að því marki sem þessir aðilar eiga viðskipti við hið opinbera. Að því er ríkissjóð varðar fellur þessi skilgreining að mestu að A-hluta rikisreiknings og hvað sveitarfélög varðar að sveitarsjóðum. I ritinu er fylgt þeirri breyttu skilgreiningu á umfangi hins opinbera sem kynnt var í Búskap hins opinbera 1992-1993. Eldra uppgjör um ljármál hins opinbera hefur því verið leiðrétt til samræmis við þessa nýju skilgreiningu. Hér er um að ræða ýmsar viðbætur við tekjur og útgjöld hins opinbera, sem nú teljast að réttu með samkvæmt þjóðhagsreikningakerfí Sameinuðu þjóðanna. Á sínum tima var ekki unnt að taka tillit til allra þeirra breytinga sem nýjar fjárreiður ríkisreiknings hafa í för með sér. Við uppgjör ársins 1998 er því tekið tillit til þeirra viðbótartekna og -útgjalda hins opinbera sem ekki voru talin með við ofangreindu leiðréttingu. Nær þessi leiðrétting nú, sem ekki er stór í sniðum, aftur til ársins 1990, þannig að um samræmt uppgjör er að ræða fyrir tímabilið 1990-1998. Þá eru nú gerðar ýmsar lagfæringar sem ná til þessa tímabils, s.s. að hækka afskriftir til samræmis við umfang eigna hins opinbera í þjóðarauðsmati, lækkun samneyslu um þann hluta gjaldfærðra lífeyrissjóðs- skuldbindinga sem telja má að séu vaxtagreiðslur en voru áður færður sem laun. Nánari grein er gerð fyrir þessum breytingum í Viðauka 4 en vegna þeirra breytist samneyslan nokkuð í þessu riti og ekki lengur í samræmi við áður birtar tölur um samneyslu og þar með landsframleiðsluna í heild1. Reikningakerfi opinbera búskaparins, eins og það birtist í þessu riti, er hluti af stærra reikningakerfí fyrir þjóðarbúskapinn í heild og er unnið samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna um gerð þjóðhagsreikninga. Birt eru sérstök yfirlit um ríki, sveitarfélögin í heild og almannatryggingakerfið hvert um sig og síðan eru dregnar saman tölur fyrir hið opinbera í heild. Þessi yfirlit eru þrískipt. í fyrsta lagi er tekju- og útgjaldareikningur, sem sýnir tekjur og rekstrargjöld á hverju ári. í öðru lagi er yfirlit um fastafjárútgjöld, en þar færast meðal annars fjármunamyndun og Qármagns- tilfærslur ársins. Að lokum er svo íjárstreymisreikningar, sem sýna kröfu- og hlutafjárbreytingu hins opinbera og lána- og sjóðshreyfmgar þess á hverju ári. Töfluheftið skiptist i níu flokka. Fyrst eru yfirlitstöflur, en síðan sundurliðanir á tekjum og gjöldum, s.s. á samneyslu, framleiðslustyrkjum, fjármunamyndun o.fl. í 1 Frekari breytinga á samneyslunni er hins vegar að vænta í tengslum við nýja þjóðhags- reikningastaðal, ESA 95, sem tekinn verður i notkun fyrir árslok 2000 og þá verða samneyslutölumar að fullu samræmdar. Samkvæmt hinum nýja staðli á nú að afskrifa samgöngumannvirki og mun samneyslan því hækka af þeim sökum. Jafnhliða upptöku nýja staðalsins er áformað að meta lifeyrisskuldbindingar sveitarfélaga, líkt og þegar hefúr verið gert fyrir ríkissjóð, og mun samneysla sveitarfélaganna hækka af þeim sökum. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Búskapur hins opinbera 1990-1998

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1990-1998
https://timarit.is/publication/1011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.