Baldur - 07.06.1947, Blaðsíða 3

Baldur - 07.06.1947, Blaðsíða 3
BALD U R 3 Sýslufundur Norður-ísafjarðarsýslu Hvað verður síldarverðið í sumar? Sjómenn og útgerðarmenn eiga réttlætiskröfu á að minnsta kosti 50 kr. verði fyrir síldarmálið. Aðalfundur sýslunefndar Norður- ísafjarðarsýslu var haldinn á ísa- firði dagana 29. apríl — 2. maí. 1. Lagður fram reikningur sýslu- sjóðs fyrir 1946. Tekjuhliðin var kr. 78 056,09. Aðaltekjuliðir sýslusjóðs- gjöld kr. 60 000,00 og stríðsgróða- skattur kr. 9584,97. Aðalútgjalda- liðir: Menntamál kr. 26 540,00, heilbrigðismál kr. 8916,00, at- vinnumál kr. 5909,00, samgöngu- mál kr. 20 200,00. Eignir voru í árslok kr. 97 382,30, en skuldir engar. Varasjóður var í árslok kr. 63 058,16. Eignir ýmissa sjóða, sem eru undir eftirliti sýslunefndar, voru eins og hér segir samkv. reikn- ingum þeirra, er lagðir voru fyrir sýslunefnd: 1. Kristsfjársjóður Sléttuhrepps kr. 2815,79. 2. Lendingarsjóður ögurhrepps kr. 2430,91. 3. Lendingarsjóður Ytri-Snæ- fjallastrandar kr 4060,46. 4. Þjóðminjasafn Vestfjarða kr. 2332,96. 5. Styrktarsjóður gamalmenna í Isafjarðark. og sýslu kr. 465,31. 6. Fræðslusjóður ögurhrepps kr. 10 355,06. 7. Framfarasjóður kr. 2127,16. 8. Minningarsjóður Þuríðar Ól- afsdóttur kr. 1139,75. 9. Líknarsjóður ögurhrepps kr. 7015,76. 10. Búnaðarsjóður Norður-lsa- fjarðarsýslu kr. 24 441,27. 11. Farmannasjóður kr. 2468,71. 12. Gjöf Jóns Hermannssonar og Gríms Jónssonar kr. 3806,99. 13. Styrktarsjóður ekkna og harna Isfirðinga sem í sjó drukkna kr. 22 426,64. Helztu liðir fjárhagsáætlunar fyrir 1947 voru þessir: Sýslusjóðs- gjöld kr. 60 000,00 og stríðsgróða- skattur kr. 13824,28. Tekjuhliðin kr. 81 328,42. Aðalliðir gjalda voru þessir: Kostnaður við stjórn sýslu- málanna kr. 7600,00, menntamál kr. 29 200,00, heilbrigðismál kr. 11100,00, samgöngumál krónur 20 200,00. Helztu samþykktir fundarins voru þessar: 1. Þessir menn voru kosnir i fræðsluráð: Séra Þoi’steinn Jóhannesson, Vatns- firði. Sigurður Pálsson, Nauteyri, Páll Pálsson, Þúfum. Bjarni Sigurðsson, Vigur. Séra Jónmundur Halldórsson, Stað. 2. Samþykkt var að skora á vegamálastjóra, að hlutast til um að lokið verði við bryggjugerðina á Arngerðareyri á þessu sumri. 3. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar vegna hins erfiða á- stands í Sléttuhreppi: a) Komið verði upp fiskmót- töku á Sæbóli og Hesteyri, eða þeim verði séð fyrir bát þegar aðalver- tíð er yfirstandandi, til að flytja fisk frá þeim til fiskkaupanda þess eða þeirra, sem fáanlegir væru til að kaupa afla þeirra. b) Ibúum Sléttuhrepps verði greitt hliðstætt verð fyrir afla sinn og öðrum er greitt fyrir hliðstæða vöru að gæðum. c) Halli sá, sem verða kann vegna þessara framkvæmda verði greiddur úr ríkissjóði. 4) Meðan meðaltekjur Sléttu- lireppsbúa eru það litlar, að þær geta *ekki talizt lífvænlegarj þá verði greitt úr jöfnunarsjóði bæja og sveitarfélaga tillag til Sléttu- hrepps er svari til lýðtryggingar- upphæðar þeirrar, er þeim ber að greiða til Almannatrygginga og þeim.verður nú að teljast ofviða að greiða. 4. Samþykkt var að skora á vegamálastjóra, að hlutast til um að veginum út Langadalsströnd að Armúla verði lokið á komandi sumri. * 5. Samþykkt var að leggja til elliheimilis á Isafirði 50 þús. kr., sem greiðist á 5 árum og fari 1. greiðsla fram á árinu 1948. 6. Samþykktir voru sveitarsjóðs- reikningar allra hreppa í sýslunni fyrir 1946. Skuldlausar eignir þeirra voru í árslok eins og hér segir: a. Slettulireppur kr. 13 939,63. b. Grunnavíkurhr. kr. 40 955,81. c. Snæfjallahr. kr. 15 269,42. d. Nauteyrarhr. kr. 4 932,52. e. Reykjarfj.hr. kr. 24 491,09. f. ögurhreppur kr. 30 896,25. g. Súðavíkurhr. kr. 105 275,98. li. Eyrarhreppur kr. 264 332,87. i. Hólshreppur kr. 95 782,88. 7. Ýmis önnur mál lágu fyrir fundinum svo sem kosningar í stjórnir sjóða o. fl. --------O------- Helgi Sigurgeirsson Framhald af 1. síðu. sínum, og þykir mjög skemmti- legur og góður spilamaður. Helgi hefur alla tíð verið einn vinsælasti borgari liér í bænum. Glaðvær og skemmt- inn svo af ber; manna prúð- astur í allri framkomu og snyrtimenni bið mesta. Er ó- hætt að fullyrða, að fáir munu vinsælli en Helgi Sigurgeirs- son“. 1 þessum ummælum er ekk- ert ofmælt, og munu allir þeir, sem Helga Sigurgeirssyni hafa kynnst, geta tekið undir þau af heilum hug. Fram á sitt siðasta ár var Helgi ungur í anda og kvikur í hreyfingum. Dag hvern fór hann langar gönguferðir út úr bænum svo að segja hvernig sem veður var, og mátti þá enginn sjá að þar færi maður á níræðisaldri. En á s. 1. sumri varð hann að hætta þessum reglubundnu göngu-ferðum og halda kyrru fyrir sökum las- leika. Eftir það fór heilsu hans og lífsþrótti hnignandi unz Elli kerling hafði að fullu yfir- höndina og hann sofnaði hinsta svefni. DRENG EÐA STULKU vantar til að bera Þjóðvilj- ann í efri bæinn. Talið við ritstjóra Baldurs. Prentstofan Isrún h.f. Sildarverðið hefur enn ekki verið ákveðið i sumar. Hins- vegaj.’ er kunnugt að sjómenn og útgerðarmenn munu ekki sætta sig við lægra verð en 50 krónur fyrir málið og eiga líka fyllstu réttlætiskröfu á þvi verði, miðað við það verð, sem ákveðið hefur verið á sildarlýsi. 1 ályktun um sjávarútvegs- mál, sem stofnþing Alþýðu- sambands ‘Norðurlands sam- þykkti, er þess meðal annars krafist að hræðslusíldarverðið i sumar verði ekki lægra en 50 kr. fyrir málið og saltsildai'- verðið tilsvarandi. Bak við þessa kröfu standa ekki aðeins verkalýðs- og sjó- mannafélögin á Norðurlandi, heldur munu útvegsmenn og sjómenn um land allt fylgja henni. Ríkisstj órnin mun aftur á móti treg til að samþykkja þetta verð, en reyna að hanga í lagaákvæðinu um „sildar- verðskúfinn“, en samkvæmt þvi á sildarverðið að vera 40 kr. fyrir málið. Þessi lagaá- kvæði, sem eru um það, að „kúfurinn“ verði tekinn af síldarverðinu i sumar vegna á- byrgða ríkissjóðs á fiskverð- inu s. 1. vetur, voru sett án samráðs við útvegsmenn og sjómenn og meira að segja gegn mótmælum þeirra. Sósí- alistaflokkurinn einn barðist gegn þehn á Alþingi. Það má þvi telja víst að sjó- menn og útvegsmenn láti rikis- stjórnina ekki komast fram með að ganga þannig á rétt þeirra, en haldi fast fram kröfunni um 50 króna verð. Innilegt þakklæti vottum við öllum, sem sýnt hafa samúð við fráfall og jarðarför Helga Sigurgeirssonar gullsmiðs. Börn, barnabörn og tengdasonur Vorhreinsun. Húseigendur og aðrir umráðamenn lóða og lendna í bænum eru hér með áminntir um að hreinsa rækilega lóð- ir sínar, húsagarða (port) og aðrar lendur, í þessari viku og þeirri næstu. Sorp og rusl ber að láta í sorpílátin eða í hrúgur við götur, þar sem hreinsunarmenn bæjarins eiga greiðan aðgang að því til brottflutnings. Ákveðið hefir verið, að hreinsuninni skuli vera lokið laugardaginn 7. júní n. k. Láti einhverjir hjá líða að hreinsa lóðir sínar og lendur fyrir nefndan dag, verður hreinsun framkvæmd á þeirra kostnað, án frekari aðvör- unar. Isafirði, 28. maí 1947. F. h. Heilbrigðisnefndar. St. Leós. Hinn 3. júní 1947 framkvæmdi notaríus publicus á Isafirði útdrátt á sérskuldabréfaláni Hafnarsjóðs Isafjarðar frá 23. nóvember 1946. Þessi bréf voru dregin út: LITRA A. nr. 50, 78, 100, 101, 104, 142, 143, 163, 209, 210. LITRT B. nr. 38, 39, 48, 51, 73, 170, 191, 199. Gjalddagi litdreginna bréfa og vaxtamiða er 1. ágúst n. k. og fer innlausn þeirra fram i skrifstofu hafnargjaldkera. Vextir greiðast ekki af útdregnum bréfum eftir gjalddaga þeirra. Isafirði, 5. júní 1947. , F. h. hafnarstjóra Steinn Leós.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.