Baldur - 07.03.1952, Blaðsíða 3

Baldur - 07.03.1952, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 að fara til að tryggja afkomu útgerðarinnar, eins og marg oft hefur verið bent á hér í blaðinu; má einstakt heita ef útgerðarfélög- in verða ekki sammála um að taka slíku boði og furðulegast ef ríkis- stjómin verður þar þrándur í götu og afhendir einhverjum öðrum en bæjarstjórn hluta fsfirðinga af á- áðumefndu atvinnubótafé. Að vísu má með nokkrum rétti segja, að mestu máli skipti að þetta fé fáist hingað, en minna varði hvaða aðili fær það, aðeins að því verði varið til atvinnuaukningar. Þó ber þess að gæta, að með þeirri ákvörðun, sem bæjarstjóm hefur tekið um ráðstöfun þessa fjár, fái hún það til umráða, kemur það óneitanlega útgerðinni, og þar með atvinnulíf- inn í bænum, að jafnari notum en í höndum einhvers annars aðila, t. d. togarafélagsins, þó að það félag sé alls góðs maklegt og sjálfsagt að allt sé gert til að tryggja sem bezta afkomu þess til jafns við önnur útgerðarfélög, eins og líka ætlun bæjarstjórnar er að gera. Aftur á móti er það tæplega við- eigandi, að þetta félag hagnist á kostnað annarra útgerðarfélaga, en það yrði, ef það ætti eitt íshúsið og hirti allan gróða af þeim báta- fiski, sem það tæki til vinnslu. Þriðji og síðasti liður tillögunn- ar sýnir, að meirihluti bæjarstjórn- ar gerir sér ljóst, að með þessum íshúskaupum er engu lokatak- marki náð í fiskiðju þessa bæjar, en þá aðstöðu, sem þar með skap- ast, ætlar hann að nota til þess að hér verði sem fyrst reist fuUkomið fiskiðjuver. IV. Hér hefur á mjög lauslegan hátt verið reynt að gera almenningi Ijóst hvað fyrir meirihluta bæjar- stjómar vakir með því að tryggja bænum umráðarétt yfir þessu at- vinnutæki. Enginn getur með sann- girni neitað, að sú stefna, sem þar með er mörkuð, er rétt, hvernig sem um framkvæmd hennar verð- ur. Um verð á hinum keyptu eign- um hljóta vitanlega að verða deildar meiningar. Þó skal þess getið, að árið 1948 framkvæmdu þeir Jón H. Sigmundsson, húsasmíðameistari og Guðmundur Þorvaldsson, vél- smíðameistari, mat á þessum eign- um og verðlögðu þær, að íshúsinu Glámu undanskildu, á 1.403.000,00 kr. Að vísu hafa þessar eignir gengið mjög úr sér síðan, en einn- ig hafa verið gerðar á þeim nokkr- ar umbætur. Hér við bætist, að á þessu tímabili hafa allir hlutir margfaldast í verði og hraðfrysti- hús eru talin mjög arðsöm fyrir- tæki, verður því tæplega sagt, að hér sé um óhæfilega hátt verð að ræða. Þá má geta þess, að 4. þ.m. fór fram mat á þessum sömu eign- um, framkvæmt af sömu mönnum og 1948. Meta þeir eignimar allar á kr. 2.615.200,00. Af þeirri upp- hæð er Gláma metin á 485.000,00 krónur. Baldur mun ekki ræða þetta mál frekar í bili, en vill þó að end- ingu geta þess, að í umræðunum um það boöuðu íhaldsmenn að þeir mundu láta bóka mótmæli. Ekki var þó framtaksemi þeirra í því efni meiri en það, að þessi mót- mæli komu ekki fram fyrr en búið var að lesa upp og undir- rita fundargerð. Þau eru því inn- færð aftan við hana. Þetta er al- gerlega einstæð aðferð og bendir til þess að þeir hafi þegar á átti að herða fundið hve höllum fæti þeir stóðu í þessu máli og þess- vegna ætlað sér að sleppa þessum mótmælum, enda hefði það verið þeim miklu sæmra. Kjörskrá til alþingiskosninga í Isafjarðarkaupstað, er gildir frá 15. júní 1952 til 14. júní 1953 liggur frammi á bæjarskrif- stofunni. Aðfinnslur við kjörskrá skulu vera skriflegar og send- ast bæjarstjóra. ísafirði* 3. marz 1952, BÆJARSTJÖRI. AÐVÖRUN um olíukyndingartæki og notkun þéirra. Að gefnu tilefni er bæjarbúum enn á ný bent á, að ó- heimilt er að setja upp olíukyndingartæki eða að taka ný tæki í notkun, hvort sem þau eru smíðuð hér eða annars- staðar, nema þau séu viðurkennd af brunavarnareftirliti ríkisins. Mönnum ber að snúa sér til Björns Guðmundsson- ar, slökkviliðsstjóra, um upplýsingar, áður en tæki eru sett upp. ísafirði, 4. marz 1952, BÆJARSTJÓRI. Frá Húsmæðraskólanum. Vegna veikindaforfalla getur ein stúlka komist að við matreiðslunám í skólanum til vors. SkólastjórL TILKYNNING frá félagsmálaráðuneytinu. x Vegna mikillar hættu, sem talin er á því að gin- og klaufaveiki geti borizt til landsins með fólki frá þeim löndum, þar sem veiki þessi geisar, svo og með farangri þess, hefur félagsmálaráðherra ákveðið að fyrst um sinn verði hvorki bændum né öðrum atvinnurekendum veitt atvinnu- leyfi fyrir erlendu starfsfólki neina sérstök, brýn nauðsyn krefji, og þá með því skiiyrði að fylgt verði nákvæmlega öllum öryggisráðstöfunum, sem heilbrigðisyfirvöld setja af þessu tilefni. Ákvörðun þessi nær einnig til skemmtiferðafólks og annarra, sem hingað koma til stuttrar dvalar, en hyggst, að þeirri dvöl lokinni, að ráðast til atvinnu hér á landi. Útlendingum, sem hér dvelja nú við störf, verða af sömu ástæðum heldur ekki veitt ferðaleyfi til útlanda. Þá hafa og verið afturkölluð leyfi, sem veitt höfðu verið til fólksskipta við landbúnaðarstörf. Þetta tilkynnist liér með. Félagsmálaráðuneytið, 16. febrúar 1952. e Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar BJARNA DÓSÓÞEUSSONAR frá Aðalvík. Börn og tengdaböm. tmm' ...... " " Öllum þeim, sem heiðruðu minningu móður okkar og tengda- móður BJARNEYJAR J. FRIÐRIKSDÓTTUR, tjáðu okkur samúð sína og veittu aðstoð við andlát hennar og jarðarför, vottum við okkar innilegustu þakkir. Isafirði, 25. febrúar 1952. Fyrir hönd systkina og tengdafólks Jón Á. Jóhannsson. TAKIÐ EFTIR! TIL LEIGU Tek heim þvott. — Sæki — Sendi. er stór stofa í Fjarðarstræti 9. Upplýsingar í síma 109. Uppl. á Bæjarskrifstofunni.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.