Baldur - 08.01.1955, Blaðsíða 2

Baldur - 08.01.1955, Blaðsíða 2
2 BALDUR Útgefendur: Sósíalistafélögin á Vestfjörðum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Halldór Ólafsson. Árgangurinn kostar kr. 20.00. Gjalddagi 1. júlí. Lausasöluverð 1.00 króna. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiini Málgagn sósfalista á Vestfjörðum. Frá því Baldur fyrst hóf göngu sína, hefir hann litið á sig sem málgagn sósíalista og annarar alþýðu á Vestfjörðum, og reynt að rækja það hlutverk eftir því, sem unnt hefir verið. Meðan blaðið var fjölritað, eða fram til ársins 1942, reyndist þetta ógerlegt, enda var það þá eingöngu selt í lausasölu hér inn- anbæjar. En þegar blaðið fór að koma út prentað, bötnuðu skil- yrðin á margan hátt, þó hafa verið ýmsir erfiðleikar í vegi. En þeir eru einkum þessir: Blaðið hefir komið mjög óreglu- lega út, oftast nær, og þar af leiðandi orðið að eyða mestu af rúmi sínu í þau mál, sem ísa- fjörð varðaði sérstaklega, þó hef- ur það ætíð reynt að taka þátt í umræðum um almenn landsmál, eftir því sem rúm þess hefur leyft. Það hefur reynzt mjög erfitt að fá Vestfirðinga utan Isafjarð- ar til að skrifa í blaðið og senda því fréttir, en til þess að fólk í hinum ýmsu byggðarlögum á Vestfjörðum líti á blaðið, sem sitt málgagn, verður það að hafa möguleika á að skrifa um þau mál, sem þar eru efst á baugi, en það er ekki hægt nema með að- stoð einhvers í hverju byggðarlagi, Útbreiðsla blaðsins hefur held- ur ekki verið eins góð og æski- legt væri, stafar það m.a. af fyrrgreindum ástæðum og einnig vondum samgöngum, einkum á veturna, en þá er oftast bezt regla á útkomu þess. Á ráðstefnu, sem sósíalistar á Vestfjörðum héldu hér á ísafirði Á jólunum í vetur var kveikt hér á þremur nýjum jólatrjám auk þeirra tveggja, sem áður hafa verið, hjá Skátaheimilinu og á Austurvelli. Þessi nýju jólatré voru á Sjúkrahússtúninu, Silfur- torgi og á hafnargarðinum í Neðsta. Umhverfis jólatréð á Silfurtorgi voru hengdir greni- sveigar prýddir marglitum ljós- um. Að öllum þessum stóru jóla- trjám var mikil prýði og settu þau sérstakan hátíðasvip á bæinn. Veður var líka sérstaklega gott alla hátíðisdagana, jörð hvít af snjó, logn og örlítið frost, en í vor, var rætt um útgáfu Bald- urs og nauðsyn þess að hann verði raunverulegt málgagn sós- íalista á Vestfjörðum. Á þeirri ráðstefnu var eftir- farandi samþykkt: „Sósíalistafélögin á Vestfjörð- um taki að sér útgáfu Baldurs, vinni að því að gera hann að málgagni sósíalista á Vest- fjörðum og reyni að útbreiða blaðið eftir megni. Einnig sjái sósíalistafélögin utan lsafjarðar til þess, að blaðinu verði sendar reglulega almennar fréttir og greinar um þau mál, sem efst eru á baugi á hverjum stað, og hjálpi til þess að gera blaðið þannig úr garði, að almenningur finni að það sé hans málgagn. Verði stefnt að því, að blaðið fái umboðsmenn í hverju byggðar- Iagi á Vestfjörðum“. í samræmi við þessa samþykkt, þykir rétt að það komi fram í blaðinu sjálfu, að það er málgagn sósíalista á Vestfjörðum og gefið út af sósíalistafélögunum þar. Á Vestfjörðum eru nú starf- andi fjögur sósíalistafélög, á Þingeyri og í Mýrahreppi í Dýrafirði, á Suðureyri í Súganda- firði, í Bolungarvík og á Isafirði. Er hér með skorað á þessi félög að hefjast nú handa og gera allt sem þeim er mögulegt til að áðurnefnd samþykkt verði fram- kvæmd, einkum hvað snertir út- breiðslu blaðsins og tengsl þess við hin ýhisu byggðarlög. Jafn- framt er þess vænzt að alþýða á Vestfjörðum leggi hönd á plóginn. það er jólaveður, sem vert er um að tala. Þá má líka geta þess, að á forhlið Alþýðuhússins og í gluggana á turni slökkvistöðvar- innar voru sett ljós í öllum regn- bogans litum, auk þess sáust lítil jólatré úti hjá einstaka húsi. Ekki þarf að efa, að þessi jóla- skreyting hefur glatt bæjarbúa og komið þeim í hátíðaskap. Þó var þar ein undantekning. Rétt fyrir jól var tilraun gerð til að eyðileggja jólatréð á Silfurtorgi að næturlagi. Voru þar að verki tveir ungir menn, sem báðir eru NÍIR BORGARAR: Friðlín fædd á ísafirði 4. febr. 1954, skírð 30. nóvember 1954. Foreldrar: Eva Júlíusdóttir' og Amar Jónsson, ísafirði. Jón fæddur á ísafirði 21. sept. 1954. Foreldrar: Jóhanna Bárðar- dóttir og Grímur Jónsson, Isa- firði.. Snæbjörn fæddur á ísafirði 21. sept. 1954. Foreldrar: Fríða Gísla- dóttir og Pétur Blöndal Snæ- björnsson, ísafirði. Kristinn Búnar fæddur á ísa- firði 29. júlí 1954. Foreldrar: Gréta Jóna Jónsdóttir og Her- mann Sigurðsson, Isafirði. Harry Samúel fæddur á ísafirði 17. ágúst 1954. Foreldrar: Þor- björg Samúelsdóttir og Stígur Herlufsen, ísafirði. Hrólfur fæddur á ísafirði 23. apr. 1954. Foreldrar: Sesselja Ásgeirs- dóttir og Ólafur Halldórsson, Isa- firði. Þórliallur Jónas fæddur á ísa- firði 15. sept. 1954. Foreldrar: Þorgerður Ragnarsdóttir og Krist- ján Jónasson, ísafirði. Grétar Alfons fæddur í Hnífs- 25. júlí 1954. Foreldrar: Helga Alfonsdóttir og Halldór Jakob Þórarinsson, Hnífsdal. Halldór fæddur á ísafirði' 26. júní 1954. Foreldrar: Þórunn Frið- rikka Vernharðsdóttir og Sigurð- ur Anton Ólafsson, Hnífsdal. Freyja Margrét fædd í Reykja- vík 25. júlí 1954. Foreldrar: Stein- unn Gestsdóttir og Bjarni Gests- son Ingibjörg Margrét fædd á ísa- firði 15. júní 1954. Foreldrar: Ingibjörg Elín Valgeirsdóttir og Jónas Pétursson Isafirði. Kristjana Margrét fædd á Isa- firði 31. marz 1954. Foreldrar: Hjaltlína Agnarsdóttir og Jóhann- es Bjarnason, ísafirði. María fædd á Isafirði 20. sept. 1954. Foreldrar Herborg Vern- harðsdóttir og Ingólfur Hálfdán Eggertsson, ísafirði. Öll skírð 25. des. 1954. W komnir af óvitaaldri. Sennilega hafa þeir verið ölvaðir, en það afsakar ekki ómenningu þeirra og lubbaskap, enda áreiðanlega vitað hvað þeir voru að gera. Er það einkennileg ónáttúra að hafa gam- an af aú eyðileggja það, sem gert er aimenningi til ánægju og miklum tíma og fé kostað til. Væri san rarlega ástæða til að birta nöf i slíkra pilta, þó að það verði ekki gert að þessu sinni. Svanfríður fædd á ísafirði 18. marz 1954, skírð 26. des 1954. Foreldrar: Málfríður Halldórs- dóttir og Arnór Stígsson, ísafirði. Elísabet María fædd á ísafirði 16. nóv. 1954, skírð 31. des 1954. Foreldrar: Ingileif Guðmunds- dóttir og Ástvaldur Björnsson, ísafirði. Guðrún Hansína fædd á Isafirði 25. ágúst 1954. Foreldrar Ásgerð- ur Kristjánsdóttir og Guðmundur Eðvarðsson, ísafirði. Gunnar Benedikt fæddur á ísa- firði 4. sept. 1954. Foreldrar: Halldóra Benediktsdóttir og Bald- vin Árnason Ísafirði. Guðmundína fædd á ísafirði 14. nóv. 1954. Foreldrar: Pálína Páls- dóttir og Sturla Ólafsson, ísafirði. Guðrún Ásgerður fædd á Isa- firði 25. apríl 1954. Foreldrar: Elín ólafsdóttir og Jens Markús- son, Isafirði. Öll skírð 1. janúar 1955. Halldór fæddur á Isafirði 14. október 1954. Foreldrar: Ólafía Elísabet Agnarsdóttir og Ebenez- er Þórarinsson, Tungu Eyrarhr. Guðmundur Stefán fæddur á ísafirði 30. október 1954. For- eldrar: Málfríður Finnsdóttir og Marías Þ. Guðmundsson, Isafirði. Lilja Svanhvít fædd á Isafirði 9. ágúst 1954. Foreldrar: Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Stefán Jóns- son, Isafirði. Öll skírð 2. janúar 1955. Dánardægur. Aðalsteinn Jónasson bóndi á Laugabóli í Ögursveit andaðist þar 27. nóv. s.l. Hann var fæddur á Birnustöðum í Ögursveit 17. apríl 1888. Vigfús Sigurðsson vistmaður á Elliheimili Isafjarðar andaðist 22. nóv. s.l. Hann var fæddur 26. sept 1864 í Flatey á Breiðafirði. Adolph Schmidt, 56 ára gamall vélstjóri frá Hamborg í Þýzka- landi, varð bráðkvaddur um borð í þýzku skipi, sem statt var á Húnaflóa 2. des. s.l. Hann var jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju. Hjúskapur. Gefin verða saman í hjónaband á Suðureyri n.k. sunnudag Sig- ríður Friðbertsdóttir og Albert Karl Sanders skrifstofumaður ísa- firði. Þann 25. desember s.l. voru gefin saman í hjónaband af sóknarpresti, séra Sigurði Krist- jánssyni, Sesselja Brynjólfsdóttir og Garðar Jónsson, Isafirði; Bára Magnúsdóttir Isafirði og Ámi Brynjólfsson Akureyri. Þann 1. þ.m. voru gefin saman í hjónaband af sóknarpresti, séra Sigurði Kristjánssyni, Anna Sól- veig Bjarnadóttir og Kári Sam- úelsson Isafirði; Jónína Nielsen hjúkrunarkona og Gunnlaugur Ó. Guðmundsson, póstmaður, Isa- firði. Jðlaskreyting og lubbamennska.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.