Stormur


Stormur - 01.05.1938, Blaðsíða 8

Stormur - 01.05.1938, Blaðsíða 8
8 STORMUR Lffið í Rússlandi. (Margir hafa saknað þess, að greinaflokkurinn: Lífið í Rússlandi, hætti að birtast í Stormi. Er það líka að vonum, því að bókin, sem þeir eru teknir úr, er vel rituð, og gefur ágæta hugmynd um daglegt líf í Rússlandi og kjör almenn- ings. Er heldur ekki svo ófróðlegt að kynnast því, hvernig verða muni umhorfs hér, er þeir rauðliðarnir hafa náð völd- um og gert ísland að nýlendu Stalins. — Var þar síðast frá horfið í Stormi, er höfundurinn var kominn til áfangastað- arins, bæjarins Pavórinó, og þótti ekki sem vistlegast í íbúð- inni, sem honum og fjölskyldu hans var ætluð). Eg verð aftur að minnast á salernin, þótt mér þyki fyrir því, en það er nauðsynlegt til þess að lesandinn geti skilið í hve hörmulegu lagi þau voru, og hvað vesalings fólkinu var boðið. Fólkið varð að halda sér í jafnvægi á löngum plönkum, alin frá jörðu, þegar það gekk örna sinna, og átti það á hætt- unni að falla þá og þegar niður í saurinn. Lá mörgum sinn- um við slysi á meðan við vorum á búgarðinum. Einusinni munaði minstu, að barn og gamli gjaldkerinn drukknuðu í óþverranum. Að vísu höfðu karlmenn salerni fyrir sig og konur annað, en dyrunum á þeim, sem vissu út að götunni, var ekki hægt að loka, op skilveggirnir á milli þeirra voru löngu farnir veg allrar veraldar. En blygðunar- leysið er alveg takmarkalaust hjá Rússanum. Það, sem hér bar fyrir augu, var hvorttveggja í senn svo spaugilegt og þó viðbjóðslegt, að því fá engin orð lýst, enda væri því ekki lýsandi. Hafið þér ekki annan vagn, spurði eg forstjórann, en eins og vanalega hristi hann bara höfuðið. Hann hafði ekki aðra. Bíllinn — nýr Ford-flutningabíll — var kominn í rúst, en það var verið að gera við hann, en að því hafði nú verið unn- ið í hálft ár, svo að sennilega mundi hann verða tilbúinn á morgun — Saftra. VI. Klukkan hálftvö kom „Dasistgut“; hann hafði fengið ann- an hest til að beita fyrir vagninn, sem var ekki svipað því eins góður og sá fyrri, en álíka fælinn. Þegar við hjónin, drengurinn, ,,Dasistgut“ og „die Marushka“ komum til Po- vórínó, lagði hlandforarlyktina eins og venjulega á móti okkur. Fyrst gengum við inn í fjalahreysið, því að „die Marush- ka“ hafði sagt okkur, að það væri besta búð bæjarins. Inni í búðinni var troðfult af fólki, sem ætlaði að fá sér sykur. Mánaðarskamturinn var V> kíló af hvitasykri. Þetta var fólk, sem vann að járnbrautarlagningu, og eftir því, sem „die Marushka“ sagði okkur, hafði það betra fæði en annað verkafólk í Rússlandi. Konurnar stóðu þolinmóðar og sveittar með ullarsjölin sín vafin um höfuðin og biðu eftir sykurpundinu sínu. „Die Marushka" skýrði öllum frá því, að við værum út- lendingar, og sá „oberste“ — æðsti — af öllum þeim „ober- ste“ í þessu samvinnufyrirtæki kom brosandi og ástúðlegur til okkar og spurði, hvers við þörfnuðumst. Þetta leit nú prýðilega út, en því miður sýndi það sig, að það var nákvæmlega sama, hvað við spurðum um. — Svarið var altaf það sama. Þvottasápa, teiknisaumur, öryggisnælur, seglgarn, spíritus, naglar o. s. frv. o. s. frv. — allir þessir ótal smáhlutir, sem auðvelt er að afla sér í öllum löndum ver- aldarinnar, fyrirfundust ekki. „Ekki hjá okkur“, eða „ekki til“, er á rússnesku: „Ún as njet“, og þetta var svarið, sem sífelt lét í eyrum okkar. Skaftpottar? „Ún as njet“.— En hvað hafið þér þá? spurði konan mín, sem var orðin óþolinmóð og örvingluð. Nú fór maðurinn að sýna okkur skóræfla og sokka, ferlega útlítandi ullarsjöl, og gamlan, góðan vetrax’frakka úr ágætu klæði, en því miður var hann talsvei’t mölétinn. En 800 rúbl- ur átti hann samt að kosta, og úr því var ekki að aka. Svo bauð hann mér heilmikið af cigarettum og lagði mjög fast að- mér að birgja mig upp með þær, því að þær gætu gengið tit þurðar, og óvíst væri, að þær kæmu aftur. Hann sagðist vilja láta mig hafa tuttugu pakka af því að eg væri Inostranetz — útlendingur. En það vildi nú svo til, að eg hafði enn nóg af cigarettum„ sem eg hafði haft með mér frá Moskva. Síðan bar hann fi*am ósköpin öll af slæmu púðri, varalit o. s. frv., sem hann ætlaði konunni minni að kaupa. Hún leit á þetta, en bað svo „die Marushka“ að gei'a honum skiljan- legt, að ef ekki fengist betra púður í Rússlandi en þetta, þá þyrfti ekki að gera ráð fyrir því, að hún keypti þessár vörur. Eg held, að „die Maruskha" hafi stundum gei'breytt mein- ingunni í því, sem við sögðum, eða sagt það, sem henni á stundinni datt í hug. — Fólkið starði á oss, eins og það ef- aðist um, að við værum með fullu viti. Eg sá undir eins, að mér mundi nauðsynlegt að læra dá- lítið í rússnesku eins fljótt og unt væri, til þess að eg gæti haft nokkui't éftirlit með henni. Við keyptum þrjú vatnsglös og eitt eldspýtnabúnt. Að fá. eldspýturnar voru hin mestu fríðindi, en kaupmaðurinn sagði Maruskhu, að hann treysti því, að við prönguðum ekki með þær. — Sannleikurinn var, að það mátti selja þær með miklum hagnaði á frjálsum markaði. Vefnaðarvörur og fatnað er gott að kaupa í Soffíubúð ísafoldarpi'entsmiðja h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.