Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 7

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 7
5 INN GANGSORÐ. Saga. Séra Jón Bjarnason vakti, fyrstur manna, í kirkjufélagi lúterskra íslendinga i Ameríku hugmyndina um stofnun kristi- legs og íslenzks skóla, á 'þingi félagsins, sem haldiö var i Winni- peg árið 1887. Gaf hann um leiS fyrstu gjöfina til þessarar stofnunar, aS upphæS $100. ÁriS 1890 var máliS komiS svo langt, aS afráSiS var aS byrja á kenslu þaS haust, og var séra Jóni falin stjórn skólans. ÞaS haust veiktist hann og varS ekki af neinni kenslu í þaS sinn. SíSar var byrjaS aS safna í skóla- sjóS og átti séra Jónas A. SigurSsson all-mikinn þátt í þeirri söfnun. Á kirkjuþingi 1896 kom fram tilboS fyrir milligöngu séra FriSriks J. Bergmanns, frá bænum Crystal i Pembina County í NorSur Dakota, um tillag, er næmi 2,000 dollars og sex ekrur lands, ef skólinn yrSi þar reistur. Á næsta þingi bauS bærinn Park River, N. Dak., tíu ekrur í jörS og 4,000 doll. til þess aS skólinn yrSi þar settur á stofn. En þeim boSum var hafnaS. Á kirkjuþingi, sem haldiS var aS Mountain, í NorSur- Dakota áriS 1913 var samþykt aS byrja á skólanum í Winnipeg. Á þingiS kom tilboS um fritt húspláss fyrir skólann í samkomu- húsi Skjaldborgar-safnaSar, meS samþykki eiganda hússins, hr. Thorsteins Oddsonar. Á þessu þingi var dr. Jón Bjarnason i síSasta sinni, og var hann einn i nefndinni, sem hafSi þetta mál til meSferSar á þinginu. Stjórn skólans var falin séra Rúnólfi Alarteinssj’ni og hóf þessi stofnun starf sitt 1. október þaö haust. Dr. Jón Bjarnason stýrSi fyrstu athöfninni i skólanum, sem var stutt guSsþjónusta. Á næsta kirkjuþingi, aS séra Jóni nýlátnum, var samþykt aS nefna skólann Jón Bjarnason • Academy. Þá var og stofnaSur minningarsjóSurinn, sem ber nafn hans. í þann sjóS hefir Jón J. Bíldfell safnaS meiru, enn sem komiS er, en nokkur annar maSur. Skólinn var löggiltur á þingi Manitoba fylkis áriS 1916. Skólinn hefir nú starfaS í 8 ár og útskrifaS nemendur á hverju ári nema hinu fyrsta. Fyrstu tvö árin var hann haldinn í Skjaldborg, en síSan i leigSu húsi aS 720 Beverley stræti, og þar er hann enn.

x

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla
https://timarit.is/publication/1030

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.