Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 6

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 6
7 Sá félaginn, sem mér er einna minnisstæðastur, og ég held að hafi borið hag Kára einna mest fyrir brjósti, var vinur minn og skólafélagi, Gústaf heit- inn Ásbjörnsson frá Völlum. Velgengni Kára var eitt af hans mestu áhugamálum, og átti hann þau þó mörg —- kannske of mörg. Knattspyrnan var þá sú íþróttagrein, sem félögin á Akranesi lögðu mesta rækt við, þótt þar væru jafnframt iðkaðar ýmis konar frjálsar íþróttir og keppt i þeim. Félagar Kára og K. A. tóku miklum framförum í knattspyrnu á þessum árum, og töldum við okkur þá færa um að keppa við önnur félög — þótt sum þeirra væri eldri og reyndari en við .— Mættum við þá venjulega sameinaðir til leiks — úrval úr báðum félögunum. Gekk þá á ýmsu um vinninga og töp — svo var einnig um keppnir innbyrðis milli Kára og K. A. Ég minnist sérstaklega ferðalaga og kappleikja við knattspyrnufélag Borgarness, knattspyrnufé- lagið Hauka í Hafnarfirði og knattspymufélagið Val í Reykjavík. Voru þau ferðalög mjög ánægju- leg og kappleikirnir lærdómsríkir. Kæru gömlu félagar. Ég þakka ykkur af alhug fyrir ánægjulegt og drengilegt samstarf, ásamt ótal ógleymanlegum ánægjustundum frá þessum liðnu árum, er æskan svall í brjóstum okkar og strit og áhyggjur hversdagslífsins höfðu ekki náð nema takmörkuðum tökum á okkur. Nú eruð þið senni- lega margir farnir úr Kára, eða að minnsta kosti flestir hættir að taka þar þátt í daglegum leikjum og störfum félagsins, en ég veit að hugur ykkar er ætíð hinn sami til þess. Ykkur yngri félögunum, sem nú eruð kjarni fé- lagsins, vil ég óska þess, að þið megið vinna saman af einlægni og drenglund. Því að hreinskilni í starfi og drengskapur i leik, þroskar bezt og veitir mesta ánægju. Og íþróttirnar eru fyrst og fremst til þess að þjálfa líkamann og sálina og veita óblandna gleði. Megi heill og ham’mgja fylgja starfi Kára í fram- tíðinni. Sýndu drenglund og þor. Tem þér einlægni og ást. Veittu öðrum það bezta, er sjálfur þú kýs. Vertu trúr. Tak í sátt. Treystu gjarnu’ á þinn mátt -— Þú mátt trúa því vinur — þér sigur er vís. Ólafur Jónsson Starfandi nefndir og fulltrúar KÁRA: Stjórn íþróttabandalags Akraness: Óðinn S. Geirdal. Guðmundur Sveinbjörnsson. Egill Sigurðsson. Til vara: Bjarnfriður Leósdóttir. Ingólfur Runólfsson. ★ HéraSsdómur: Óðinn S. Geirdal. Til vara: Ólafur Vilhjálmsson. ★ EndurskoSandi 1. A. Sigurður Vigfússon. Til vara: Hálfdán Sveinsson. ★ K nattspyrnuráó: Ólafur Vilhjálmsson: Ingólfur Runólfsson. Til vara: Þórður Þórðarson. ★ HandknattleiksráS: Hallbera Leósdóttir. Dagbjartur Hannesson. Til vara: Erna Guðbjamardóttir. ★ FimleikarátS: Ingibjörg Hjartar. Viðar Danielsson. Til vara: Hreiðar Sigurjónsson. ★ FrjálsíþróttaráS: Lúðvík Jónsson. Ársæll Jónsson. Auður Sæmundsdóttir. Til vara: Sveinn Benediktsson. ★ F rœSsluráS: Bjarnfriður Leósdóttir. Egill Sigurðsson. Guðmundur Sveinbjömsson. Til vara: Óðinn S. Geirdal. 4 ——-------—.- AFMÆLISBLAÐ KÁRA

x

Afmælisblað Kára: 1922-1947

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Kára: 1922-1947
https://timarit.is/publication/1046

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.