Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 6

Nýtt Helgafell - 01.12.1956, Qupperneq 6
150 NÝTT HEl.GAFELL þægari og leiðitamari en áður. Þeir hafa sætt sig við lausn löndunar- bannsins, áframhaldandi dvöl amer- íska vamarliðsins á Islandi og stefnu í launamálum, sem fyrir skömmu hefði virzt óhugsandi. Það kann að vera freistandi fyrir samstarfsflokka þeirra í ríkisstjóm að notfæra sér þessa úlfakreppu kommúnista til þess að neyða þá til að éta ofan í sig flestar sínar fyrri fullyrðingar og beita þeim fyrir sig í aðgerðum, sem kommúnistar hefðu sjálfir fordæmt manna mest fyrir stuttu síðan. Á þennan hátt ætla þeir efalaust að veikja þá og ná af þeim fylgi. En er það víst, að það séu ekki einmitt kommúnistar, sem mest græða á áframhaldandi setu í ríkisstjórn? Þeir vita, að öruggasti bandamaður þeirra er tíminn, sem smám saman dregur tjald gleymsk- unnar yfir harmleikinn í Ungverja- landi. Þegar síðasta rödd frelsisins er þögnuð og heimsmót eru aftur haldin í Búdapest við lúðraþyt og með glæstum sýningum, hversu fjarlægar verða þá ekki orðnar ógnir fyrstu daganna í nóvember og neyð- aróp ungversku þjóðarinnar. Þeir sem halda, að þeir hafi ráð kommúnista í hendi sér, kunna að vakna við það, áður en langt um líður, að þeir hafa grætt sár þeirra og hjúkrað þeim til fullrar heilsu. En þegar svo er komið, verður of seint að gera yfirbót. Stjórnmálamenn verða að muna, hve fólkið er fljótt að gleyma. BJARGRÁÐAFRUMVARP ríkis- stjórnarinnar, sem keyrt var í gegn- um Alþingi fyrir jólin, virðist ekki hafa verið samið af mikilli um- hyggju fyrir íslenzkri bókagerð eða því hlutverki, sem bækur og tímarit hafa að gegna í íslenzku þjóðlífi, þar sem mjög háir skattar hafa nú verið lagðar á allan pappír að blaðapappír þó undanteknum. Virð- ist slíkt óneitanlega skjóta skökku við hjá þjóð, sem hingað til hefur talið bókmenntastörf og bókalestur sér til ágætis umfram allt annað. Aftur á móti hefur ekki verið látið af því svo vitað sé, að íslenzk blöð væru neinum til eftirbreytni eða íslend- ingum til nokkurs verulegs sóma. Nú vill svo til, að um sama leyti og frumvarpið mikla var til umræðu á þingi gerðust þar atburðir, sem virðast varpa nokkru ljósi á þetta mál, en það voru kosningar í menntamálaráð og útvarpsráð, en í hvort um sig voru kjörnir þrír póli- tískir ritstjórar, þótt einn stýri nú að vísu mánaðarriti. Af þessum hlutum má helzt marka, að blaðaútgáfa sé nú talin hin mik- ilvægasta menningarstarfssemi og sýnu merkari en útgáfa bóka og tímarita, enda séu blaðameun sjálf- kjörnir leiðtogar þeirra stofnana, er fjalla um andleg mál og menning- arstörf með íslenzkri þjóð. Þegar hugsað er til þess, hve mikinn hluta andlegrar fæðu sinnar menn sækja í dagblöð, væri gott til þess að hugsa, að einmitt í þessari eldlínu menningarbaráttunnar skuli standa þeir menn, sem mest traust eiga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.