Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 40

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Blaðsíða 40
34 HELGAFELL ] UNDIR SKILNINGSTRÉNU _______________________________________ Grát, ástkæra fósturmold. Og um afsiðun íslenzkrar æsku, sem eitt sinn nam sitjandi á hnjám amma sinna þjóðsögur, ljóð og hrynjandi hinna dýru kera og um leið ís- lenzkan manndóm og metnað, en flatmagar nú í erlendum og innlendum sorpritum troðandi í sig togleðri heimskunnar með kollana fulla af „rokk and rol“ og „sexapíl“, ræðir þú, uppalandinn og æskuleiðtoginn, ekki. Skúli Magnússon: Opið bréf til Þórarins Bjömssonar skólameistara, Þjóðv. 8.—9. jan., ’57. Dialektiskt trúartraust. En hin marxistíska æska er borin til dýrlegasta hlutverks mannkynssögunnar, til þess hlutverks gengur hún glöð og sigurviss, búin því sköflungs- sverði, sem öll hertygi sneiðir og allar undir græðir, dialektiskri efnishyggju. Sami. En er þetta ekki dialektiskur veikleiki? Mig hefur tekið sárt til þín að þurfa að rass- skella þig svona opinberlega. Sami. Og ekki einu sinni með horn. Menn furða sig stundum á því, að ekki skuli sjást á Reykjavíkurgötum fólk, sem þeir geta af útlitinu ályktað, að muni vera Ungverjar, en sannleikurinn er sá, að ungverska flóttafólkið sker sig ekki úr að útliti, og er til dæmis margt af því skolhært og sumt jafnvel ljóshært. Úr Frjálsri þjóð. En kærðu sig kollótta? Akureyri í morgun. — Gamanleikurinn „Kjarn- orka og kvenhylli“ var frumsýndur á Akureyri s.l. laugardagskvöld við húsfyllir og mjög góðar undirtektir áhorfenda. Ragnhildur Steingrímsdóttir setti leikinn á svið. Leikendur eru 14 og sumir þeirra aldrei leikið fyrr. Vísir 21. jan, ’57. Leturbr. Helgafells. Er það satt? „Á því er enginn vafi að heimurinn er fátækari við fráfall hans.“ Þjóðviljinn, minningargrein um Arturo Toscanini 17. janúar. Dónaskapur. Siglfirðingar að snjóa inni. Þjóðv., fyrirsögn, 14. marz, ’57. Og áður en hún er komin of langt á leið. Hlutverk konunnar er að leita að föður fyrir væntanleg afkvæmi sín. Leikskrá Leikfélags Reykjavíkur. (Um Shaw: Það er aldrei að vita). Já, og öll þekking, svonefnd. Þeir gera vitaskuld ekki annað en spilla sög- unni, eins og svonefnd sálfræði skemmir allt mannlíf; Bjarni Benediktsson, Þjóðv. 8. marz, ’57. Upp eða niður? Austurrískum lífeðlisfræðingum hefir tekizt, með sérstökum efnablöndum, að láta plöntur vaxa þveröfugt við venjuleg náttúrulögmál. Vísir, 10. jan., ’57. Or málgagni formanns Menntamálaráðs. Og innan stundar sat brúðurin í rekkju sinni í fagurlega útsaumuðum náttserk, en Karen María setti brúðarkórónuna aftur á höfuð henni..... Karen María Grönn bað konurnar að vera hljóð- ar, er þær tóku að gerast háværar um meydóm brúðarinnar, sem enginn mundi dirfast að daga í vafa þessu sinni, en færu nú forgörðum. Alþýðubl. 22. jan., ’57. Ekki verður feigum forðað. Það hefur verið haft að gamni, að það hafi borið við í þingveizlu 1895, að nokkrir templarar hafi fundið á sér af „skúmi“. Var sagt, að þeir hefðu verið ölvaðir, og hent gaman að. En skúm var talinn óáfengur drykkur og þeim leyfilegur til drykkjar. Og eftir því sem nú er upplýst, hafa þeir ekki orðið snortnir af áfengisáhrifum held- ur af kolsýru. En þetta hneykslaði náungann, og því var það, að Skafti Jósefsson, ritstjóri Austra, lagði til 1897, að stórstúkan bannaði „skúm“, en hann var þar fulltrúi, og var það samþykkt. Nefni ég þetta sem dæmi þess, hve varkárir templarar voru. Pétur Zóphóníasson, Eimr. 1915.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.