Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 45

Nýtt Helgafell - 01.07.1957, Blaðsíða 45
LISTIR 91 skáldi. Allir þessir menn eiga þakkir skildar fyrir að hrinda hátíðinni af stokkunum og fyrir það, að hún í heild fór svo vel fram sem raun bar vitni. Sú heildarmynd, sem þessi fyrsta íslenzka tónlistarhátíð skilur eítir er, eins og áður var vikið að, furðu fjölbreytileg og sundur- leit, en þó verður ekki annað sagt en hún hvetji til bjartsýni um framtíðina fyrst og fremst fyrir þann skerf, sem yngri mennimir hafa lagt til hennar. Með vaxandi mögu- leikum færast ungu tónskáldin æ meira í fang, og það kom skýrt fram á hátíðinni, að þeim vex ásmegin að sama skapi. Sókn íslenzkra tónskálda og tónlistarmanna yfir- leitt hefir lengst af verið upp í móti og verður vafalaust enn um hríð. Það gerist allt í senn, að skilningur á gildi listanna í þjóðlífinu eykst, starfs- og lífskjör lista- manna fara smán saman batnandi og kröfur til þeirra vaxandi að sama skapi, svo sem sanngjarnt og eðlilegt er. Listamennirnir eiga þá mest undir sjálfum sér, hvernig til tekst. En mikilsvirði er þeim slík samúð og skilningur, sem kom skýrt fram í ræðu og ávarpi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, í sambandi við þessa hátíð, sem og í ræðu borgarstjórans í Reykjavík, Gunnars Thoroddsen. Jón Þórarinsson loilrlirf Þegar leikárinu lýkur, verður IcIKIIjI manni ósjálfrátt að staldra við og glöggva sig á, hvað eftirminnilegast er af því sem gert hefir verið. I þetta sinn er ekki erfitt að velja, sýning Leikfélags Reykja- víkur á Browningþýðingunni eftir Rattigan ber langt af öllu öðru. Leikritið er meistara- verk, og meðferð L. R. var afbragðsgóð. Bæði frammistaða einstaklinga og heildar- svipurinn var með þeim ágætum, að sjald- gæft er að svo vel takist hjá leikhúsunum hér. Eitt var þó eftirminnilegast í þessari sýningu, en það var leikur Þorsteins Ö. Stephensens í hlutverki skólakennarans. Sá ©r þetta ritar minnist þess ekki að hafa í annan tíma séð öllu heilsteyptari leik. Minn- ingin um slíkan leik endist manni ævilangt. Allir þeir leikdómarar, sem um sýning- una á Browningþýðingunni skrifuðu, voru á einu máli um ágæti hennar. Ekki nægði það þó til þess að tryggja henni langa líf- daga, hún lognaðist útaf eftir örfá kvöld. Hér er um að kenna sinnuleysi og and- legri leti þess fólks, sem ekki hefir ánægju af neinu nema því, sem það getur hlegið að, en horfir stirðnuðum þorskaugum á allt það, er krefst þess, að áhorfandinn hugsi eða finni til. Þegar það nennir ekki að horfa á leikrit eins og Browningþýðing- una, jafn vel leikið og þarna var, þá er það til jafnmikillar skammar, eins og það er leikurunum til hróss að halda samt áfram að klóra í bakkann. Enginn gæti láð þeim þó að þeir legðu árar í bát, þegar almenn- ingur sýnir þeim jafn mikið sinnuleysi og þama átti sér stað gagnvart Þorsteini Ö. Stephensen og meðleikurum hans. Þjóðleikhúsið hefir á leikárinu meðal annars sýnt eina stórkostlegustu óperu sem samin hefir verið, og nú nýlega að lokum óperettu, sem verður líklegast að teljast ein hin lélegasta þeirra sem þó hafa náð nokkurri lýðhylli. I óperuna þurfti 18 söngv- ara, helzt valinn mann í hvert rúm. Þeim sem þjóðleikhúsinu stjórna virtist þó ekki vaxa það í augum, og réðu aðeins íslenzka söngvara að einum undanteknum. Þegar að óperettunni kom virtist aftur á móti vera orðinn skortur á söngvurum, því að mikið af þeim hlutverkum sem syngja þurfti voru skipuð söngvurum, sem ekkert kunnu til söngs, og í eitt hlutverkið þurfti að fá erlend- an gest. Óperetta þessi hlaut á íslenzku nafnið „Sumar í Týrol”. Hún er eftir Hans Múller, en lögin að mestu eftir Ralph Benatzky. Efni óperettunnar er af léttara tagi, en tónlistin er dægurlagatónlist þeirrar tegund- ar sem mikla hylli hafði á árunum fyrir síðustu heimsstyrjöld, enda einn slagarinn verið lengi þekktur hér og sunginn við vísuna „Hvað getur hann Stebbi gert að því þó

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.